Húnavaka - 01.05.1997, Page 171
HUNAVAKA
169
Hann stjórnaði Lúðrasveit Blönduóss um alllangt skeið, starfaði með
leikfélaginu og studdi með ýmsum hætti öðrum við menningar-, félags-
og uppeldisstarf í héraðinu. I samskiptum var hann ljúfur, vandvirkur í
störfum sínum og gerði ríkar kröfur til sjálfs sín. Hann var ákveðinn
stjórnandi sem vildi laða fram það besta hjá nemendum sínum. Jóhann
Gunnar var hlýlegur í framgöngu, sanngjarn í dómum og umburðarlynd-
ur.
Hann átti tvær dætur af fyrri hjónaböndum, Evu Maríu og Grétu
Engilberts. Þær búa báðar í Reykjavík ásamt fjölskyldum sínum.
Þann 30. september 1978 kvæntist hann Jórunni Erlu Sigurðardóttur
og bjuggu þau á Blönduósi. Dóttir þeirra er Ingibjörg Sigurrós, fædd 16.
maí 1980 og er hún nemandi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Jóhann Gunnar andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi og var út-
för hans gerð frá Fossvogskirkju þann 7. júní og þar var hann jarðsettur.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Elísabet Ragnheiður Lárusdóttir,
Blönduósi
Fcedd 26. mars 1906 - Dáin 10. júlí 1996
Elísabet Ragnheiður Lárusdóttir fæddist á Blönduósi. Foreldrar hennar
voru Lárus Gíslason, þá lausamaður í Efri-Lækjardal og Guðrún Illuga-
dóttir, húskona á Efra-Skúfí. Þau eignuðust alls fjögur börn og var Elísa-
bet þriðja barn þeirra. Systkini hennar voru: Sigurlaug sem bjó í
Skagafirði en einnig á Blönduósi, Benedikt Jakob sem bjó í Reykjavík og
Sigríður sem bjó á Kornsá.
Fljótlega eftir að Elísabet fæddist fluttu foreldrar hennar að Grund
sem var bær við Blönduós þar sem kallað er í Klauflnni og ólu þar upp
þrjú barna sinna. Elísabet var hins vegar þegar í frumbernsku tekin í fóst-
ur að Efri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi. Þar bjó þá Hólmfríður Guð-
mundsdóttir, húsmóðir og ekkja, ásamt uppkomnum börnum sínum,
Sveini Bjarnasyni og Guðrúnu Bjarnadóttur en einnig var þar til heimil-
is fatlaður sonur Hólmfríðar sem hét Magnús. Hjá þeim var Elísabet öll
sín bernsku- og unglingsár. I Efri-Lækjardal ólust einnig upp Valdimar
Kristjánsson og Guðmundur Halldórsson.
Elísabetu Joótti vænt um bernskuslóðir sínar í Efri-Lækjardal og bar
hlýjan hug til fólksins sem þar hafði fóstrað hana. Hólmfríður var talin
mikill skörungur og gæðakona og þegar hún tók að eldast tók dóttir