Húnavaka - 01.05.1997, Page 172
170
HUNAVAKA
hennar, Guðrún, við bústýruhlutverkinu en Sveinn sá um búreksturinn.
Þær mæðgur létust með stuttu millibili, Guðrún lést um aldur fram árið
1923 en Hólmfríður lést í hárri elli tveimur árum síðar.
Eftir andlát Guðrúnar tók Elísabet við ráðskonustörfum á bænum í
nokkur ár en fór síðan burt til að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist. Má
í því sambandi nefna að hún fór til Sauðár-
króks í vist til Torfa Bjarnasonar læknis þar og
hefur þá að öllum líkindum eitthvað byrjað
að fást við hjúkrun sjúkra. Einnig fór hún suð-
ur til Reykjavíkur og var þar hjálparstúlka hjá
frænda sínum, Jakobi Möller, alþingismanni
og ráðherra en þau Jakob og Elísabet voru
systkinabörn. 1 Reykjavík mun hún einnig eitt-
hvað hafa unnið við aðhlynningu sjúkra og
talaði um það síðar á ævinni að hún hefði
haft ánægju af þeim störfum. Einnig fór hún
til Siglufjarðar til að vinna þar á síldarvertíð-
um. Hún bjó nokkuð lengi á Akureyri og
starfaði þar á saumastofu Gefjunar. Þaðan
flutti hún loks á Blönduós til Sigurlaugar, systur sinnar og Þórarins Sigur-
jónssonar manns hennar sem þá bjuggu í bænum Grund. A árunum
1950-1960 keyptu þær systurnar lítið hús, Hvannatún, á Blönduósi, létu
byggja við það og áttu þar heima saman þar til Sigurlaug andaðist árið
1973. Eftir það var Elísabet ein í Hvannatúni allt þar til hún lést þar. A
Blönduósi vann hún ýmis störf, m.a. á hótelinu, við rækju- og skelfísk-
vinnslu og í sláturhúsinu.
Elísabet var finleg kona og snyrtileg. Allt frá unga aldri vandaði hún til
klæðaburðar síns og var áberandi vel til fara. Hún þótti myndarleg í verk-
um en hafði mesta ánægju af að vinna við þau störf sem voru fTngerð.
Geðslag hennar var slíkt að hún gat ekki hugsað sér að vera öðrum háð á
nokkurn hátt og var þetta henni óvenju mikið kappsmál. Hún var fjarri
því að vera mannblendin og átti stundum erfitt með samskipti við annað
fólk, að minnsta kostí á seinni hluta æxdnnar. Því var hún af mörgu sam-
ferðafólki talin sérlunduð. Hún gaf fáum kost á að tengjast sér þráðum
vináttu eða kunningsskapar. Þó gat hún sýnt öðrum mikla hlýju.
Eins og svo oft er með ómannblendið fólk hafði hún gleði af að um-
gangast dýr, einkum kettí enda munu þær margar kisurnar sem hún hef-
ur fóstrað í gegnum tíðina.
Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 20. júlí.
Sr. Egill Hallgrímsson.