Húnavaka - 01.05.1997, Page 173
HÚNAVAKA
171
Björn Blöndal Kristjánsson,
Blönduósi
Fœddur 10. nóvember 1916 - Dáinn 18. júlí 1996
Björn var fæddur að Brúsastöðum í Vatnsdal. Hann var næstelstur
þriggja barna hjónanna, Kristjáns Sigurðssonar kennara, Pálssonar frá
Pálsgerði í Suður-Þinge)jarsýslu og Margrétar Björnsdóttur Benedikts-
sonar, umboðsmanns í Hvammi í Vatnsdal.
Tvær dætur eignuðust þau hjón auk Björns, Ingibjörgu og Gróu og
eru þær báðar búsettar syðra.
Björn lauk kennaraprófi frá Kennaraskól-
anum vorið 1938 en stundaði jafnframt nám
við Handíðaskólann í Reykjavík. Veturinn
1938-1939 var hann farkennari í Svínavatns-
og Torfalækjarhreppum, stundakennari við
Miðbæjarskólann í ReykjaMk á árunum 1939-
1941 og við Gagnfræðaskóla Austurbæjar
1940-1941.
Arið 1941 kvæntist Björn Maríu Jónsdóttur
frá Húnsstöðum en foreldrar hennar voru
Jón Benediktsson bóndi þar og kona hans,
Sigurbjörg Gísladóttir frá Skinnastöðum.
Stofnuðu þau heimili sitt í Reykjavík og
bjuggu þar um þriggja ára skeið. En árið 1944 fluttu þau búferlum norð-
ur á heimaslóðir og hófu búskap á Húnsstöðum á móti Jóni, föður
Maríu, og bjuggu þar allt til ársins 1963.
Björn hóf kennslu að nýju með búskapnum árið 1955 og var farkenn-
ari eins og áður en nú í Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppum og stundaði
þá kennslu til ársins 1962. Eftir það varð hann kennari við Barnaskólann
á Blönduósi og síðar \áð grunnskólann til ársins 1983.
Það ár hætti hann kennslu en vann á sumrum hjá Vegagerð ríkisins á
Blönduósi á árunum 1984 til ársins 1989 en stundaði jafnframt söðla-
smíði, leðuriðju og smíðar.
Heimili þeirra hjóna hefir verið að Hólabraut 5 á Blönduósi allt frá
árinu 1966.
Þau eignuðust þijú börn: Sigurbjörgu Margréti, hjúkrunarfræðing sem
búsett er í Svíþjóð og á hún eina dóttur barna, Maríu að nafni. Grétu
Kristínu, kennara við Húnavallaskóla sem búsett er á Húnsstöðum og gift
Kristjáni Sigfússyni bónda. Yngstur er Jón Benedikt, framkvæmdastjóri