Húnavaka - 01.05.1997, Síða 175
HÚNAVAKA
173
foreldrar hennar og upp frá því var hún í vinnumennsku á ýmsum bæj-
um og tók þátt í verkum bæði innan húss og utan. Einn vetur stundaði
hún nám hjá Steinunni, húsfre)ju á Hnjúki, í
hannyrðum og tungumálum.
Ung að árum fór Lúcinda að búa með fyrri
manni sínum, Jóni Þorsteini Jónssyni, fædd-
um 1895. Þau kynntust á Leysingjastöðum í
Þingi en settust að í Reykjavík þar sem þau
bjuggu saman í nálægt áratug. Þá vann
Lúcinda m.a. við saumaskap. Þau eignuðust
tvö börn sem eru Alda Þórunn, fulltrúi í
Reykjavík, maki hennar er Magnús Eyjólfsson,
og Haukur Viðar, dáinn 1995, hann var sím-
virki og rafvirki í Reykjavík.
Arið 1944 kom Lúcinda aftur norður í
kaupamennsku og hafði börnin tvö með sér.
Þá kynntist hún síðari manni sínum, Vigfúsi Magnússyni frá Vatnsdals-
hólum, sem var fæddur 1923, dáinn 1987. Hann var þá vinnumaður í
Haga. Ari síðar hófu þau Lúcinda búskap saman í Vatnsdalshólum en
1952 tóku þau á leigu húslausa jörðina Skinnastaði sem þau síðan
byggðu upp af miklum dugnaði. íbúðarhúsnæðið var fyrstu árin bráða-
birgðaskúr þar sem þægindin voru engin. Þá reyndi á þrautseigju og
nægjusemi húsmóðurinnar.
Vigfús og Lúcinda eignuðust fimm börn. Elsti drengurinn, Magnús,
lést af slysförum við störf heima, aðeins 11 ára gamall. Yngsta barnið var
stúlka sem lést í fæðingu. Hin börnin eru: Árni, lögregluvarðstjóri í
Reykjavík, maki hans er Björk Kristófersdóttir. Anna Guðrún, féhirðir á
Blönduósi, maki hennar er Kristófer Sverrisson. Vignir Filip, bóndi á
Skinnastöðum. Hjónaband Lúcindu og Vigfúsar var vinnusamt og far-
sælt. Minningin um þau bæði er björt og hlý.
Lúcinda var glæsileg og falleg kona. Henni var eðlilegt að vera vel
klædd og snyrtileg til fara. Með brosmildu og þægilegu viðmód mætti
hún öllu samferðafólki sínu og fórnaði sjálfri sér eins og henni var unnt.
Hún var félagslynd kona, tók þátt í kvenfélagi og kirkjukór, hafði sumar-
börn og oft marga í heimili. Hún var ákveðin, glöð og rausnarleg. Aldrei
sat hún auðum höndum. Hannyrðir, bakstur og matargerð voru henni
bæði tómstundastarf og vinna. Blómarækt var henni hugleikin og það
var blómlegt í kringum hana í tvennum skilningi. Lúcinda skapaði
blómstur með lífi sínu sem mun blómstra áfram og bera vitni um kær-
leika hennar og umhyggju.
Utför Lúcindu Árnadóttur var gerð frá Þingeyrakirkju 31. ágúst.
Sr. Stína Gísladóttir.