Húnavaka - 01.05.1997, Page 178
176
HÚNAVAKA
Bernódus Ólafsson,
Skagaströnd
Fæddur 17. mars 1919- Dáinn 18. september 1996
Bernódus Olafsson fæddist að Gjögri í Arneshreppi, Strandasýslu. For-
eldrar hans voru hjónin, Þórunn Samsonardóttir og Olafur Magnússon,
sem þar voru búsett. Hjá þeim var Bernódus aðeins til níu ára aldurs en
þá fór hann í fóstur til Carls Jensens kaupmanns í Kúvíkum í Reykjar-
firði. Carl var þá ekkjumaður en átti fósturdóttur, Inu, sem sá um heim-
ilið. Þar var Bernódus til heimilis það sem
eftir var bernskunnar og unglingsárin. Fóstri
hans var með talsverðan atvinnurekstur og
með því að vinna hjá honum ýmis störf til
lands og sjávar vann hann fyrir sér allt frá
bernsku. Systkini Bernódusar eru þrjú, Her-
bert, Björgjóhanna og Karitas Laufey. Þau
eru öll á lífi.
Bernódus stundaði nám við Reykjanesskól-
ann veturinn 1938-1939 og var síðan við vél-
skólanám á Isafírði veturinn 1940-1941. Eftir
það stundaði hann sjómennsku. Sumarið
1943 lágu saman leiðir hans og eftirlifandi
eiginkonu hans, Onnu H. Aspar frá Akureyri.
Þau gengu í hjónaband árið 1944 og stofnuðu sama ár heimili á Skaga-
strönd en Bernódus hafði hafíð þar störf árið áður. A Skagaströnd
bjuggu þau síðan. Börn þeirra eru fjögur: Halla Björg sem býr á Blöndu-
ósi, Þórunn og Olafur Halldór sem búa á Skagaströnd og Lilja sem býr í
Reykjavík.
Fyrstu árin á Skagaströnd var Bernódus vélstjóri við frystihús Kaupfé-
lags Skagstrendinga en eftir það stundaði hann sjómennsku og vann auk
þess margs konar störf í landi. Einnig hélt hann kindur, eins og flestir
fyrr á árum.
Þegar Bernódus kom til Skagastrandar, ungur maður, hafði hann til-
einkað sé hugsjón jafnaðarmennskunnar. Hann eignaðist þar félaga sem
einnig áttu sömu lífssýn og töldu margt mega færa til betri vegar í byggð-
arlaginu. Varð Bernódus fljótlega mjög virkur í félagsmálum á Skaga-
strönd. Hann var einn af stofnendum Alþýðuflokksfélags Skagastrandar
og átti sæti í stjórn þess samfellt í tuttugu og átta ár. Hann starfaði ötul-
lega að málefnum sveitarfélagsins, sat í fjölda starfsnefnda á vegum