Húnavaka - 01.05.1997, Side 181
HUNAVAKA
179
ingaraldurs. Hólmfríður var elst. Hún ólst upp í Stóradal en tók sér síðan
búsetu á Blönduósi. Stefán var alinn upp á Auðkúlu. Hann varð síðan
bóndi á Ytri-Ey. Pétur ólst upp í Holti. Hann bjó um U'ma á Kárastöðum
en lengst af sunnan heiða. Hannes ólst upp í
Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð). Hann var
búsettur í Reykjavík, nú látinn. Guðmunda
ólst upp á Hamri. Hún býr einnig í Reykjavík.
Sveinbjörg ólst upp í Hvammi á Laxárdal.
Hún býr á Hvammstanga.
Eftir fermingaraldur réði Ingvar sig til
vinnu á ýmsum bæjum, m.a. í Gautsdal, Holti,
Auðkúlu og lengst í Ljótshólum. Taldi hann
það hafa verið gæfuspor því hann var ekki að-
eins vinnumaður heldur fékk hann bæði um-
hyggju, uppeldi og kennslu sem varð honum
til góðs um langa ævi.
Ingvar fór að búa á hluta jarðarinnar í
Tungunesi 27 ára gamall og þar bjó hann í eitt ár. Síðan flutti hann í
Kárastaði og bjó þar í 11 ár, frá 1934 -1945. Þaðan fór hann í Ása og bjó
þar fram á efri ár.
Ingvar gekk að eiga bústýru sína, Sigurlaugu Sigurvaldadóttur frá Eld-
járnsstöðum, 9. febrúar 1935. Hún hafði verið kaupakona hjá honum í
Tungunesi um tíma. Eignuðust þau hjón 11 börn sem eru þessi: Sigur-
valdi, fýrrverandi kennari, býr í Gautaborg. Sigmar, símsmiður, býr í Kópa-
vogi. Maki: Sólrún Aspar Elíasdóttir. Erla, snyrtifræðingur, býr í Englandi.
Maki: Brian Wade. Guðlaug, (tvíburi Erlu), félagsráðgjafi, býr í Ástralíu.
Hreinn, mjólkurbílstjóri, býr á Blönduósi. Maki: Þórey Daníelsdóttir.
Hannes, fiskvinnslumaður, býr í Vestmannaeyjum. Maki: Hanna Sigurlaug
Helgadóttir. Erlingur, bóndi á Hamri. Hörður, vöruflutningamaður á Sel-
fossi. Maki: Margrét Gestsdóttir. Guðmundur, bóndi í Akurgerði í Olfusi.
Maki: Anna Höskuldsdóttir. Sigurlaug, bóndi á Bakka í Víðidal. Maki:
Ragnar Gunnlaugsson. Bára, húsmóðir í Reykjavík. Maki: Gissur Jónsson.
Ágúst, faðir Ingvars, bjó á heimili sonar síns mörg síðustu ár sín, dáinn
1944 þá 76 ára. Og þótt margt væri í heimili var þar einnig rúm fyrir
þroskaheftan mann, Björn Jóhannesson, utan af Skaga.
Ingvar var drengskaparmaður, velviljaður, greindur og strangheiðar-
legur. Fátækt og erfiðleikar uppvaxtaráranna settu sitt mark á allt líf
hans. Hann beitti hörkunni og stritaði því hann ætlaði sér að fæða og
klæða börn sín og koma þeim til manns. Unga kynslóðin var látin vinna
um leið og hún hafði vit og getu til.
Ingvar var afbragðs heyskaparmaður á gamla mátann en lítið fyrir að
fást við vélar. Búskapur var erfiður á Ásum, túnin flest á bökkum Blöndu