Húnavaka - 01.05.1997, Page 186
184
HÚNAVAKA
um og he)jaði og hafði fé á húsum sitt á hvað eins og hentaði, þar til
árið 1936 að hann fékk part af Stóradal til búskapar. Árið 1944 fékk
hann þriðjung jarðarinnar til afnota þegar henni var skipt milli Stóra-
dalssystkinanna, Jóns og Hönnu, og sama ár fór Sléttárdalur úr ábúð svo
Jakob hafði dalinn líka. Bjó hann þá í Stóradal með næstu kynslóð; Jóni
Jónssyni og Guðfinnu Einarsdóttur, konu hans. Gerðist Jakob nú stór-
bóndi, varð fjárríkastur bænda í Svínavatnshreppi og hrossin komust í
120.
Árið 1951 varðjakob jarðeigandi er hann keypti Glaumbæ í Langadal
og hóf búskap þar. Hafði hann ráðskonu sem var Róselía Meldal ljós-
móðir og nokkrir drengir voru þar í sveit og leið þar vel. Síðar bætti
Jakob við land sitt og keypti Engihlíð.
Jakob tók þátt í ýmsum félagsmálum. Hann var virðingarmaður í ára-
tugi við mat á húsum og jörðum, fulltrúi á aðalfundum KH og SAH í ná-
lægt 40 ár, sat í skattanefnd og hreppsnefndum og var endurskoðandi
hreppsreikninga. I sýslunefnd átti hann frumkvæði að því að komið yrði
upp dvalarheimili fyrir aldraða í sýslunni. I búnaðarfélögum hreppanna
starfaði Jakob að trúnaðarstörfum og hann var meðal stofnenda Hesta-
mannafélagsins Neista og síðar heiðursfélagi.
Jakob var greindur og ljúfur samferðamaður, bókelskur og fróðleiks-
fús. Hann var bæði laginn og lipur og kunni öðrum fremur að umgang-
ast bæði menn og skepnur. Börn hændust að honum og fundu strax að
hann mat þau sem jafningja og kunni bæði að tala við þau og vinna með
þeim en einnig að glettast.
Allt fram á tíræðisaldurinn var Jakob óvenju minnugur svo menn leit-
uðu til hans um upplýsingar um menn og málefni, örnefni og ýmislegt.
Hann var ráðagóður og aldrei gamall í hugsun. Hann eignaðist bíl 57
ára að aldri og tók þá bílpróf. Af því má ráða að hann var þá ungur enn
og óhræddur að reyna og læra nýtt.
Árið 1968 flutti Jakob aftur í Stóradal þar sem hann hafði áfram land-
skika og skepnur. Þá bjó hann hjá Guðfmnu Einarsdóttur og dætrum
hennar og síðar hjá næstyngstu dóttur hennar, Margréti og manni henn-
ar, Kristjáni Jónssyni og sonum þeirra. Stóradalsfjölskyldan reyndist
Jakobi hin besta fjölskylda í Qóra ættliði og yngsta kynslóðin naut þess
að hafa öldunginn á heimilinu.
Síðustu æviárin dvaldi Jakob á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Heyrn og sjón dvínaði og þótt hugurinn rúmaði ekki alla samferðamenn-
ina voru hans nánustu í Stóradal lifandi með honum og hann fylgdist
með dýrum og börnum þar heima. Fram til síðustu viku ævi sinnar gekk
hann þráðbeinn og tignarlegur við staf sinn eftir ganginum svo menn
trúðu því tæpast að maðurinn ætti að baki 99 æviár.
Jakob Sigurjónsson var ljúfmenni og traustur vinur, slyngur bóndi og