Húnavaka - 01.05.1997, Page 187
HÚNAVAKA
185
fjármálamaður, bóngóður og hjálpsamur, enda vissi hann ekki af nein-
um óvildarmanni sínum og bar öðrum ávallt gott orð.
Utför Jakobs fór fram frá Svínavatnskirkju 4. janúar 1997.
Sr. Stína Gísladóttir.
Hrólfur Herbert Jakobsson,
Skagaströnd
Fœddur 27. apríl 1911 -Dáinn 27. desember 1996
Hrólfur Herbert Jakobsson fæddist að Neðri-Þverá í Vesturhópi. Foreldr-
ar hans voru hjónin, Sigurbjörg Árnadótdr og Jakob Gísli Gíslason, sem
þar bjuggu. Þau voru Húnvetningar og höfðu
bæði alist upp í Vatnsdal.
Hrólfur var yngsta barn þeirra en þau eign-
uðust alls fjórtán börn. Komust þrettán þeirra
til fullorðinsára en þau voru: Þorlákur, Árni
Björn, Ingvar Helgi, Lilja Guðrún, Jórunn,
Ágúst Frímann, Þórhallur Lárus, Ingibjörg,
Gísli Emil, Guðmann, Ásgeir, Jakob Sigur-
björn og Hrólfur Herbert. Öll eru þessi systk-
ini látin nema Ásgeir sem býr í Reykjavík.
Hrólfur ólst upp hjá foreldrum sínum að
Neðri-Þverá tíl ellefu ára aldurs en þá dó faðir
hans úr lungnabólgu langt fyrir aldur fram.
Fljótlega eftir það hættí Sigurbjörg búskap og
dvaldi Hrólfur því á Blönduósi með móður sinni veturinn 1923 tíl 1924 og
gekk í barnaskólann þar. Vorið 1924 fór hann að Ánastöðum til Þórhalls
bróður síns sem þar bjó og var þar eitt ár en síðan að Geitafelli á Vatnsnesi
tíl Gunnlaugs Skúlasonar og Auðbjargar Jakobsdóttur og var hjá þeim í þijú
ár.
Þegar Hrólfur var sautján ára gamall lá leið hans til Skagastrandar.
Fyrstu fjögur árin dvaldi hann að Læk hjá föðurbróður sínum, Helga
Gíslasyni og Maríu Gísladóttur konu hans. Þá fór hann til Axels Helga-
sonar frænda síns sem þá hafði byggt húsið Neðri-Læk sem stendur
skammt frá þeim stað er Lækur stóð. Þar átti Hrólfur síðan lögheimili
næstu níu árin eða til ársins 1941.
Fyrstu árin eftir að Hrólfur kom til frændfólks síns á Skagaströnd vann
hann þau störf sem til féllu, bæði við landbúnað og sjósókn. Hann fór