Húnavaka - 01.05.1997, Page 188
186
HÚNAVAKA
árið 1933 suður á sína fyrstu vetrarvertíð og var alls sjö vertíðir sunnan-
lands, við beitningu, flatningu og söltun. Auk þess reri hann á trillubát
frá Skagaströnd á haustin og fram að jólum og vann oft við mótekju á
vorin. Sjö sumur stundaði hann síldveiðar við Norðurland, fyrst 1935 og
síðast 1941.
Um það leyti hætti Hrólfur sjómennsku og fór eingöngu að vinna í
landi. Vann hann við byggingu frystíhússins Hólaness og eftir það í því
húsi til vorsins 1948. Það ár sótti hann fiskiðnaðarnámskeið til Reykja-
víkur og fékk full fiskmatsréttindi en slíkt var mikil nýlunda á þeim tíma.
Þá varð hann verkstjóri við frystihús Kaupfélags Skagstrendinga en því
starfi gegndi hann til ársins 1962 en hætti þá þeim störfum í þrjú ár og
starfaði á Blönduósi, m.a. við verslunarstörf. Að þeim árum liðnum gerð-
ist hann aftur verkstjóri við frystihúsið og annaðist þau störf til ársloka
1969. Þá var Kaupfélag Skagstrendinga sameinað Kaupfélagi Húnvem-
inga. Hrólfur varð starfsmaður þess félags og vann þar ýmis afgreiðslu-
störf þar til hann hætti að fullu störfum árið 1980.
Árið 1942 stofnaði Hrólfur heimili með Sigríði Björnsdóttur en for-
eldrar hennar voru Vilhelmína Andrésdóttir og Björn Þorleifsson bóndi
og síðar verslunarmaður á Skagaströnd. Eignuðust þau eina dóttur,
Sylvíu, sem býr á Skagaströnd. Var heimili þeirra lengst af í húsinu
Sóllundi, öðru nafni Hólabraut 8 en þar bjuggu þau frá 1952 þar til Sig-
ríður lést árið 1979. Fljótlega eftír lát hennar fluttí Hrólfur til dóttur sinn-
ar og tengdasonar og dvaldi hjá þeim þar til hann lést.
Öllum sem kynntust Hrólfi varð fljótlega ljóst að þar fór vandaður
maður enda var hann vel liðinn og virtur. Hann var rólyndur og jafnlynd-
ur og bar auk þess mikið skynbragð á mannleg samskipti. Hann átti auð-
velt með að umgangast fólk og hafði ánægju af félagsskap annarra. Hann
var léttur í lund, hafði skemmtilega kímnigáfu en í henni kom fram
glöggskyggni hans á mannleg sérkenni og eiginleika. Hrólfur var trúmað-
ur og kirkjurækinn, hann var einnig tónelskur og hafði gaman af að
dansa og spila. Ekki hafði hann síður gaman af að spjalla í rólegheitum
við menn um liðna atburði eða líðandi stund. En eigin tilfinningum flík-
aði hann ekki.
Heimili þeirra Hrólfs og Sigríðar var friðsælt og hlýlegt og þóttí gestum
gott að koma til þeirra. Þar var allt hreint og áberandi vel hirt, jafnt húsið
sem lóðin. Enda lagði Hrólfur sérstaka áherslu á að hafa reglu á öllum
hlutum. Hélst það allt frá barnæsku til dauðadags að snyrtimennska og
hirðusemi um alla hluti voru meðal megineinkenna hans. Tryggð hans við
vini sína og ræktarsemi hans á öllum sviðum var eftírtektarverð enda var
gott að vera í námunda við þennan hlýja og trausta mann.
Utför hans var gerð frá Hólaneskirkju 4. janúar 1997.
Sr. Egill Hallgrímsson.