Húnavaka - 01.05.1997, Síða 189
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1996.
Janúar.
Segja má að eindæma veður-
blíða væri allan mánuðinn. Suð-
lægar áttir að mestu, þær hægar og
stundum logn. Kaldasti dagur
mánaðarins var þann 1. með 11
stiga frosti en úr því dró næstu
daga og komst hitinn í 9,1 stig
þann 17. Lágmarkshiti var þann
dag, 2,2 stig, 0,4 stig þann 23. og
1.7 stig þann 28. Urkomu varð vart
í 22 daga en mælanleg í fimmtán.
Urkoma varð alls 15,5 mm, þar af
5.7 mm regn og 9,8 mm sem snjór.
Snjólag var gefið nema dagana 3.,
16. og 17. en alltaf lítið. Greiðfært
var og góðar samgöngur allan
mánuðinn og góðar gæftir. Fólk
talaði gjarnan um þann mikla
mun sem hefði verið á tíðarfarinu
í janúarmánuði 1996 og 1995.
Hagar voru nægir.
Febrúar.
Febrúar var að meirihluta mild-
ur og hlýr. Suðlægar áttir og loft
skýjað. Norðanstæðar áttir voru
dagana 23. til 26. en síðan hlýnaði
og mánuðinum lauk með hláku og
féll þá þriðjungur mánaðarúrkom-
unnar sem var alls 48 mm og féll á
22 dögum en 19 voru mælanlegir.
Urkoman var 9,5 mm regn en 38,5
mm snjór. Snjólaus jörð var gefin
dagana 5., 6., 14. og 21. Snjór var
aldrei svo mikill að tefði samgöng-
ur. Hlýjastvar, 9 stiga hiti, þann 20.
en kaldast, 16 stiga frost, þann 27.
Mesti vindur var 8 vindstig af SV
þann 21. Fjöll voru oftast flekkótt
upp í brúnir og höfuðfannir ekki
aðrar en frá haustveðrinu 1995.
Mars.
Vorveður mátti kalla allan mars-
mánuð. Frostlaust var átta fyrstu
daga mánaðarins en alls voru 14
dagar frostlausir. Nokkuð fraus frá
20. til 24. og fór frostið niður í 11,6
sdg þann 24. Hámarkshiti var 9,1
stig þann 7. og 8. Hámarkshitastig
var ofan við 0 gráður frá 1. til 19.
Suðlægar áttir voru mjög ríkjandi,
loftið skýjað en skyggni gott. Sjald-
an hvessti, þó voru sjö vindstig af
suðri þann sjöunda. Loftvog stóð
yfirleitt hátt, yfir 1000 mb í 26 daga
og yfir 1030 mb í fimm daga en há-
markið var 1042,9 mb þann 19. og