Húnavaka - 01.05.1997, Page 190
188
HÚNAVAKA
Myndarlegur borgarísjaki var 10 sjómílur norbvestur af Skaga ab morgni
21. september. Dökk rönd í honum hœgra megin er merki um hláku á
norbursloöum. Ljósm.: Bragi Arnason.
áttin norðanstæð. Úrkoma varð
alls 21,7 mm sem féll á 13 dögum
en aðeins 10 voru mælanlegir, 6,7
mm regn og 15 mm snjór. Snjólag
var gefið í 10 daga en alltaf óveru-
legt og fjöllin yfirleitt flekkótt.
Engin úrkoma var frá 12. til 23.
eða í 11 daga. Mánuðurinn allur
frábærlega mildur og lifnaði gróð-
ur nokkuð.
daga en 12 mælanlegir. Úrkoma
alls 23,2 mm, 9,5 mm regn og 13,7
mm sem snjór. Þurrviðri var að
mestu fyrstu og síðustu viku mán-
aðarins. Mjög vottaði fyrir gróðri
bæði í túnum og á trjágróðri. Klaki
var mikið farinn úr jörð í mánað-
arlokin og hún tilbúin að taka á
móti vorinu. Samgöngur á landi
greiðar og gæftir hagstæðar.
Apríl.
Aprílmánuður var ákaflega
mildur og hagstæður. Mátti kalla
vorveður allan mánuðinn. Hiti fór
í 12,4 stig þann 10. en frost niður í
níu stig þann sjötta. 115 daga var
skráð frost en snjólag aðeins í níu
daga. Fjöll svo til alltaf flekkótt.
Hægviðri var flesta daga og sólfar
mikið. Norðanstæðar áttir voru
ríkjandi. Úrkomu varð vart í 18
Maí.
Mikið jafnviðri var í maímánuði.
Attir voru yfirleitt norðanstæðar
og hægar, mest gefin fimm vind-
stig. Hlýjast mældist, 13,6 stig,
þann 29. en kaldast, 3,3 stiga frost,
fyrsta maí. Frost var skráð í níu
daga og snjólag þann 6. sem fór
strax. Úrkoma var skráð í 15 daga
en 13 mælanlegir. Úrkoma alls
33,4 mm, 33,1 mm regn og 0,3