Húnavaka - 01.05.1997, Page 192
190
HÚNAVAKA
fyrri slætti túna um og upp úr
miðjum mánuðinum og byrjað var
að taka upp kartöflur til matar.
Samgöngur greiðar bæði í byggð
og á hálendi. Mjög mikið var um
ferðalög fólks með ýmiss konar
móti.
Agúst.
Mikið gróðrarveður var í ágúst-
mánuði enda allur vöxtur gróðurs
í hámarki. Fyrsta vikan var sérstak-
lega hlý og komst hitinn í 17 sdg
þann 4. sem var hámark mánaðar-
ins. Lágmarkshiti var 1,4 stig þann
26. og 2,6 stig þann 14. Urkomu
varð vart 21 dag en 20 mælanlegir,
alls 63 mm regn. Loftvar að meiri-
hluta skýjað og hægviðri. Norðan-
stæðar áttir voru upp úr miðjum
mánuðinum en gekk til suðlægra
átta síðustu vikuna. Kartöflugrös
létu á sjá við lágt hitastig þann 26.
en annar gróður var í blóma.
Skráður vindur var mestur Fimm
vindstig af norðvestri þann fimmta
og þann 27. var aftur sama veður-
hæð af suðvestri.
September.
Sama gróðrartíð og góðviðri
hélst allan september. Hitastig
lækkaði þó nokkuð eftir 22. er brá
frá suðlægum áttum. Til þess dags
hafði dagshiti varla verið undir 10
stigum og varð mestur þann 17.
eða 17,8 stig. Hámarksvindur var
þann dag af suðaustri, 6 til 7 vind-
stig. Lágmarkshiti, 3,2 stig, var
þann 27. og aldrei gránaði í fjöll.
Nokkuð var úrkomusamt sem í
ágústmánuði. Skráðir 25 dagar en
24 mælanlegir, alls 59,5 mm regn.
Mest rigndi þann 25., 11,1 mm.
Grasspretta var mikil og heyfengur
eftir því svo og kartöfluuppskera.
Tún voru fagurgræn í mánaðarlok-
in og enn í sprettu. Fyrstu fjárleitir
trufluðust nokkuð vegna þoku og
kom margt fé úr seinni leitum þess
vegna.
Október.
Úrkomu varð vart 27 daga í
október en 22 mælanlegir. Úr-
koma, alls 66,8 mm, féll sem 59,1
mm regn og 7,7 mm snjór. Fyrst
gránaði í fjöll þann fyrsta og þau
voru hvít frá 9. til 14. og síðan eftír
29. Snjólag var fyrst skráð þann 7.,
þaðan til 14. og síðan eftír 29. Hlýj-
ast var, 11,4 stig, þann 24. en kald-
ast, 7,1 stigs frost, þann 31.
Hvassast var 7 vindstig af suðsuð-
vestri þann 6. en vindur annars að
jafnaði hægur. Attír voru, að meiri-
hluta, suðlægar nema þann 3., 16.
og eftir 25. Brim var mjög þungt
nokkra daga undir mánaðamótin.
Snjór yfir öllu héraði en færð þó
fyrirstöðulaus.
Nóvember.
Alger vetrartíð var allan nóvem-
ber. Fjöll alhvít og láglendi að
meirihluta. Úrkoma varð alls 51,9
mm, 19 mm snjór en 32,9 mm
regn. Snjódýpt var gefin mest 10
cm þann 22. en flekkótt jörð í
mánaðarlokin þegar nokkuð hlýn-
aði. Mestur hiti mældist 9,3 stig
þann 15. en mest frost, 15,5 stig,
þann 23. Þrettán daga var frostið
10 stig eða meira. Snjór varnaði