Húnavaka - 01.05.1997, Page 193
HÚNAVAKA
191
nokkuð að frost gengi niður í jörð-
ina. Vindar voru yfírleitt hægir og
af breytilegum áttum. Hvassast var
af suðvestri þann 14., sjö vindstig.
Samgöngur tepptust lítillega vegna
snjóa en nokkuð oft þurfti að ryðja
götur á Blönduósi. Hálka var nokk-
ur á vegum. Sauðfé var tekið á hús
í öndverðum mánuðinum og sums
staðar, að nokkru, í október.
Desember.
Hagstætt tíðarfar var í desem-
ber. Snjólag var gefíð allan mánuð-
inn en lítið síðari hlutann.
Urkomu varð vart í 13 daga en 8
mælanlegir, alls 8,3 mm, 8 mm
snjór en 0,3 mm regn. Hiti komst
í 4,3 stig þann fyrsta en samfellt
frost úr því, fram um 20. og var
14,3 stig þann 16. Síðan hlýnaði og
komst hitinn í 7 stig þann 29. Til
suðlægra átta brá eftir sautjánda.
Mestur vindur var gefinn þann 10.,
fimm vindstig af norðaustri. Arið
kvaddi með rólegheitum og góð-
um gæftum. Samgöngur sem á
sumardegi og viðburðalítið í hér-
aðinu undir lok ársins að sögn lög-
reglunnar á Blönduósi.
Af framanskráðum mánaðaryfír-
litum sést að árið 1996 hefir verið
óvenju hagstætt hvað veðurfar
snertir. Þarf trúlega að fara yfír
langt tímabil til þess að fínna jafn-
oka þess að gæðum. Mun árið því
verða mörgum minnisstætt.
Tekið saman eftir veðurbókum
á Blönduósi.
Grímur Gíslason.
FRÁ
BLÖNDUÓSS-
BÆ.
Framkvæmdir á vegum Blöndu-
óssbæjar voru með mesta móti á
árinu 1996. Veðurfar var hagstætt
og í það heila tekið var þetta gott
ár. Fækkun íbúa skyggði þó nokk-
uð á allt það jákvæða sem gerðist á
árinu en þann 1. desember 1996
töldust íbúar á Blönduósi vera 992
sem er fækkun um 39 frá árinu
áður.
120 ára verslunarafmœli.
I tilefni 120 ára verslunarafmælis
Blönduóss var efnt til sérstakrar af-
mælisdagskrár dagana 3.-7. júlí.
Var þar margt til skemmtunar og
fróðleiks auk þess sem tilefnið var
nýtt til að vekja athygli á þeirri fjöl-
breyttu framleiðslu og þjónustu
sem hér er í boði. Vöru- og sölu-
sýning í íþróttamiðstöð, dansleikir,
myndasýning, grillhátíð, uppboð,
sýningar af ýmsu tagi ásamt fjöl-
mörgu öðru var meðal þess sem
boðið var upp á.
Hafnarframkvœmdir.
A árinu var lokið framkvæmd-
um við tvo veigamikla áfanga í
hafnargerð á Blönduósi. Annars
vegar var um að ræða gerð 80 m
viðlegukants norðan á gömlu
bryggjuna og hins vegar voru rekn-
ar niður þrjár stáltunnur við enda
bryggjunnar til að verja bátalægið.