Húnavaka - 01.05.1997, Síða 206
204
HÚNAVAKA
I I SÖLUFÉLAG
AUSTUR
_ HÚNVETNINGA.
Sauðfjárslátrun hófst 8. ágúst og
var slátrað til 13. desember. Að-
alsláturtíð stóð frá 17. september
til 16. október eða í 22 daga. Alls
var slátrað 28.151 kind og hefur
sláturfé ekki orðið færra allt frá ár-
inu 1956. Dilkar voru 26.693, geld-
fé 83, ær 1.348 og hrútar 27.
Innvegið kindakjöt varð 429.623
kg. Inni í heildarmagni eru 21.807
kg er framleiðendur tóku heim og
kindakjöt með útflutningsskyldu
er vóg 57.793 kg. Sláturtíðin gekk
vel og var vinnslutími á hverja kind
38,56 mínútur. Meðalþungi dilka
var 14,862 kg sem er 0,172 kg
lægra en árið 1995.
Flokkun dilka 1996 varð þessi í
hlutföllum:
DI úrval......... 0,31 %
DIA...............85,84%
DIB............... 5,69%
DIC.............. 1,61 %
DII............... 4,83%
DIII.............. 1,67%
DIV.............. 0,05%
A árinu varð sláturfé flest frá
Miðhúsum eða 647 kindur. Meðal-
þungi varð hæstur í Finnstungu
19,87 kg og þyngsta dilkinn átti
Jón Hlynur Hreinsson Leysingja-
stöðum, hann vóg 31,6 kg.
Sala sauðfjárafurða gekk vel,
veruleg aukning varð í sölu á
fersku dilkakjöti og góð sala í
Ólafur Sigurjónsson hefur slátráb
ómœldum fjölda lamba hjá SAH
síbustu áratugina. Ljósm.: fón Sig.
frosnu kjöti. Sala á innmat dróst
hins vegar nokkuð saman.
Alls var slátrað 1.098 hrossum,
það er 407 hrossum færra en 1995
eða 27 % samdráttur. Folöld voru
894, tryppi 33 og fullorðin hross
171. Fækkunina má rekja til þess
að Japansmarkaður fyrir kjöt af
fullorðnum hrossum féll mjög á
árinu vegna matareitrana er urðu
þar í landi. Þá varð folaldaslátrun
mun minni og hefur óveðrið er
gerði haustið 1995 hugsanlega haft
þar einhver áhrif. Mjög góð sala
var í fersku folaldakjöti sl. haust og
hefur ekki orðið meiri í annan
tíma. Meðalþungi folalda 74,52 kg
sem er svipað og árið áður.
Svínaslátrun er enn vaxandi,
slátrað var 1.323 svínum sem er
aukning um 20,7 % frá fyrra ári.