Húnavaka - 01.05.1997, Page 207
HUNAVAKA
205
Grísir voru 1.274, gyltur 28 og gelt-
ir 18. Meðalþungi grísa varð 58,40
kg sem er heldur lægra en 1995.
Sala svínakjöts var jöfn og þétt allt
árið, þó mest íyrir stórhátíðir.
Slátrun nautgripa stóð nánast í
stað hvað fjölda varðar. Ungneyti
voru 660, kýr 311 og ungkálfar 130
eða alls 1.101 gripur. Meðalþungi
ungneyta varð 192,48 kg sem er
aukning um 3,31 kg frá árinu áður.
Sala nautgripakjötsins var viðun-
andi og var í flestum tilvikum hægt
að mæta óskum bænda um slátrun
á þeim tíma er þeir óskuðu eftir.
Eins og undanfarin ár var nokkurt
magn nautgripakjöts úrbeinað af
starfsmönnum sláturhússins eða
52 tonn.
Móttaka á ull í umboði Istex hf.
varð mun minni en árið 1995. Alls
var tekið á móti 44.137 kg sem er
lækkun um rúm 12 tonn. I lok árs-
ins sagði Istex hf. upp samstarfs-
samningum um móttöku og mat á
ull og hætti Sölufélagið því þessari
starfsemi um áramótin.
Rekstur kjötvinnslu var með
hefðbundnum hætti á árinu. Sölu-
aukning frá árinu 1995 er 29 % og
verður það að teljast góður árang-
ur, ekki síst þegar horft er til þeirr-
ar gríðarlegu samkeppni er ríkir á
matvælamarkaðnum og fer sífellt
vaxandi.
Endurbótum og lagfæringum á
sláturhúsi var framhaldið. I stór-
gripasláturhúsi voru réttir endur-
nýjaðar, skipt um grindur,
milligerðir og fleira sem var orðið
mjög aðkallandi. Þá var byggt nýtt
anddyri við sauðfjársláturhús og
aðstaða starfsmanna endurbætt.
Gamla Myllan var rifin og klæðn-
ing á sauðfjárréttahúsi endurnýjuð
að hluta og þá var ytra umhverfí
sláturhússins lagfært verulega með
lagningu varanlegs slitlags um-
hverfis húsið og kantsteinn steypt-
ur við. Ymislegt fleira var gert og
allar þessar aðgerðir hafa fært slát-
urhúsið nær þeim kröfum er nú
eru gerðar til matvælaframleiðslu.
Starfsmenn sláturhúss voru 9 í
árslok og hjá kjötvinnslu 12 eða
alls 21 og hefur starfsmönnum
fækkað um 2 frá árinu 1995.
I stjórn SAH voru: Ragnar
Bjarnason formaður, Jóhanna
Magnúsdóttir varaformaður, Rafn
Sigurbjörnsson ritari, Jón Gíslason
og Birgir Gestsson meðstjórnend-
ur.
Ragnar Ingi Tómasson.
MJÓLKURSAMLAG SAH.
Innlögð mjólk á árinu 1996 var
4.012.382 lítrar sem var aukning
um 65.380 lítra frá árinu áður.
Meðalfita í innlagðri mjólk var
3,82% og meðalprótein var 3,26
%.
Grundvallarverð ársins var
28,22 krónur. Innleggjendur voru
64.
Af innlagðri mjólk fóru 95,25 %
í I. flokk.