Húnavaka - 01.05.1997, Page 222
220
HÚNAVAKA
Of hraður akstur...... 543
Umferðaróhöpp.......... 71
Umferðarslys.............. 23
Ekið á búfé............. 9
Skráningarnúmer tekin
af ðkutæki............. 54
Meint ölvun við akstur . . 16
Líkamsárás................. 8
Skemmdarverk........... 28
Innbrot og þjófnaðir ... 8
Alls voru skráð 899 mál árið 1996.
Það skal þó tekið fram varðandi
málaflokkinn, skráningarnúmer
tekin af ökutæki, að þar er aðeins
átt við þegar númer eru tekin af
ökutækjum vegna vanrækslu á
aðal- eða aukaskoðun. Ekki eru
skráð mál á þau tilfelli þegar skrán-
ingarnúmer eru tekin vegna van-
greiddra gjalda.
Kristján Þorbjörnsson.
AF VETTVANGI BSAH.
Starfsemi Búnaðarsambands A-
Hún. var að mestu með hefð-
bundnu sniði á árinu. A aðalfundi
þess, sem haldinn var á Blönduósi
10. maí, var stjórn veitt heimild til
að ráða nautgriparæktarráðunaut
í hlutastarf í samstarfi við nærliggj-
andi búnaðarsambönd.
Landbúnaðarnefnd Alþingis
kom í heimsókn og hitu ráðamenn
í húnvetnskum landbúnaði að
máli.
I fyrsta sinn var reynt samstarf
við Búnaðarsamband V-Hún. um
nautgripasæðingar yfir haustmán-
uðina og gafst sú tilraun vel.
Atakið „Bændur bjóða heim“ er
orðið fastur liður í þjóðlífinu og
liér í sýslu voru það ábúendurnir í
Artúnum sem buðu heim þann 18.
ágúst. Vel tókst tíl og komu á ann-
að hundrað manns í heimsókn og
þáðu veitingar og skoðuðu sig um
í góðu veðri.
Bændur í Vatnsdal, félagar í
Búnaðarfélagi Ashrepps, voru að
líkindum fyrstír bænda í A-Hún. til
að kjósa konu, Gróu M. Lárusdótt-
ur á Brúsastöðum, sem formann
síns búnaðarfélags. Þetta gerðu
þeir á aðalfundi í Flóðvangi sl. vor.
Héraðssýning kynbótahrossa var
haldin í Húnaveri 11. júní. Sýnd
voru 38 hross og af þeim fengu 29
fullnaðardóm (þ.e. dæmt bæði
sköpulag og hæfileikar). Sýnd var
31 hryssa, voru 27 fulldæmdar og
hlutu 14 hryssur 7,50 eða meirá í
aðaleinkunn. Skrugga 90256685
frá Eiríksstöðum stóð efst í flokki
hryssa, 6 vetra og eldri en eigandi
hennar er Hjörtur K. Einarsson.
Vaka 91256283 frá Steinnesi, í eigu
Jósefs Magnússonar, stóð efst í 5
vetra flokknum.
Um rekstur BSAH og Búfjár-
ræktardeildar fyrir árið 1996 er
það að segja að afkoman er við
núllið. Lítils háttar halli varð á
nautgripasæðingum en hagnaður
af Búnaðarsambandinu en geta
ber þess að hér er byggt á bráða-
birgðauppgjöri.
Bændur sem héldu afurðaskýrsl-
ur yfir kýr sínar voru 43 og fjölgaði
um 4 á milli ára. Arskýrin (meðal-