Húnavaka - 01.05.1997, Page 224
222
HUNAVAKA
Gíslasyni á Hofi í Vatnsdal, 30,8 kg.
Hjá Pálma Jónssyni á Akri sem er í
öðru sæti eru 30,4 kg og Heiðar
Kristjánsson á Hæli er í þriðja sæti
og hefur 30 kg eftir ána. Sauðfjár-
sæðingar voru viðhafðar í desem-
ber og voru 684 ær sæddar.
Jón Sig.
KAMPAVÍN VIÐ RÉTTARVÍGSLU.
Síðasta haust var tekin í notkun
ný skilarétt í Torfalækjarhreppi og
var hún við það tækifæri ausin
kampavíni og skírð Beinakeldu-
rétt. Athöfnin hófst á því að Er-
lendur Eysteinsson, oddviti á
Stóru-Giljá, sagði sögu þeirra skila-
rétta sem í hreppnum hafa verið
en síðan opnaði Ingibjörg Ey-
steinsdóttir, Beinakeldu, kampa-
vínsflösku og gaf réttinni nafn. Þá
var öllum viðstöddum veitt kampa-
vín, nema börnum er fengu aðra
drykki. Að þessu loknu var fé rekið
í réttina og venjubundin réttar-
störf hófust. Ekki er vitað til að
áður hafi réttarstörf hér á landi
verið hafin með kampavíns-
drykkju.
M.Ó.
ÁFANGI.
Sumarið 1996 var annað í röð-
inni sem tekið var á móti gestum í
Afangaskála á Auðkúluheiði en
skálinn er, eins og kunnugt er, um
það bil miðja vegu á milli byggðar
í Blöndudal og Hveravalla.
í Áfanga er boðið upp á gist-
ingu, matseld og móttöku hvers
konar hópa ferðafólks. Þá er þarna
frábær aðstaða til að gista með
hesta.
A Auðkúluheiði er víða mikil sil-
ungsveiði í vötnum, ám og skurð-
um en veiðin brást þó í Blöndu-
lóni og Seyðisá í þetta skipti. Er
talið að það sé vegna stækkunar
lónsins og þó fyrst og fremst þess
að hleypa þurfti megninu af vatn-
inu úr lóninu á vordögum áður en
framkvæmdir hófust.
Unnið var við stækkun skálans
og lokið við frágang setustofu, bað-
aðstöðu og verandar. Framkvæmd-
um er reynt að haga í samræmi við
gildandi reglur og er aðbúnaður
orðinn með því besta sem um er
að ræða í skálum á miðhálendinu.
Jóhann Guómundsson.
FERÐAMÁLAFÉLAG A-HÚN.
Starfsemi félagsins á árinu 1996
var með hefðbundnum hætti, ef
svo má taka til orða um félag sem
ætti í raun að vera með síbreyti-
lega starfsemi.
Ferðamálafélagið sá um rekstur
upplýsingamiðstöðvar í Brautar-
hvammi, sá um tjaldsvæðið á
Blönduósi og annaðist starfsmaður
þess flest þau samskipti við aðila
utan héraðs sem þurfti á árinu.
Á árinu 1996 var 3450 ferða-
mönnum veitt aðstoð í upplýsinga-
miðstöðinni á Blönduósi sem er
33% aukning frá fyrra ári. Upplýs-
ingamiðstöðin er opin allt árið