Húnavaka - 01.05.1997, Page 226
224
HÚNAVAKA
ir fundir á vegum Ferðamálasam-
taka íslands. Þá hefur ferðamála-
fulltrúi aðeins komið að skipulags-
málum Hveravallasvæðisins, m.a.
komið á samskiptum milli hönn-
uða skipulags og Ferðamálaráðs Is-
lands. Ferðamálafulltrúi er í 60%
starfi. Sveitarfélög héraðsins
greiða styrk til ferðamálafélagsins
sem nemur þessari launahlutdeild
og vegna launatengdra gjalda.
Ofeigur Gestsson.
FRÁSAHK.
Samband austur-húnvetnskra
kvenna er samband tíu kvenfélaga
sem í eru um tvö hundruð konur.
Starf kvenfélaganna á síðastliðnu
ári var fjölbreytt að vanda. Þau
leggja margvíslegum menningar-
og líknarmálum lið og eru vett-
vangur ánægjulegra samskipta fé-
lagskvenna. Fimm kvenfélög innan
SAHK verða sjötíu ára 1997 og
þrjú 1998. Ungum konum hefur
fjölgað mjög í kvenfélögunum á
seinustu árum.
Á vegum SAHK var haldið nám-
skeið í skrautskrift í marsmánuði.
Þátttakendur voru 25. Leiðbein-
andi var Jens Kr. Guðmundsson.
Laugardaginn 13. apríl boðaði
SAHK til vorfundar. Þar flutti
Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnréttis-
fulltrúi á Akureyri, erindi sem hún
nefndi: „Eg er kvenréttindakona
en...“. Fjallaði erindið um stöðu
konunnar í nútímaþjóðfélagi.
Aðalfundur var haldinn 12. maí
og formannafundur í október. Á
aðalfundi kynnti skipulagsstjóri
Farskóla Norðurlands vestra, Anna
Kristín Gunnarsdóttir, starf og
námsframboð Farskólans. Hinn ár-
legi haustfagnaður var á Sveitasetr-
inu á Blönduósi í lok nóvember.
Þar hittust konur af öllu sambands-
svæðinu, blönduðu geði og hlýddu
á afkomendur Guðrúnar frá
Lundi, þær Bylgju Angantýsdóttur
og dætur hennar, Jakobínu ogjó-
hönnu, lesa úr verkum skáldkon-
unnar og segja frá ævi hennar og
ritstörfum.
Orlofsnefnd efndi til þriggja
daga ferðar á Austuröræfin í ágúst,
upp í Kverkfjöll, Oskju og Herðu-
breiðarlindir. Var fróðlegt að sjá
þennan gróðursnauða en tignar-
lega öræfaheim, jökla, beljandi
vatnsföll, hraun og sandauðnir
með gróðurvinjunum, Hvanna-
lindum og Herðubreiðarlindum.
Daginn sem húnvetnskar húsmæð-
ur yfírgáfu Lindirnar hljóp Jökla
og lokaði veginum um stundarsak-
ir og þóttust þær góðar að sleppa
til byggða.
Stjórn SAHK skipa: Elín Sigurð-
ardótúr formaður, Björk Axelsdótt-
ir ritari og Hlíf Sigurðardóttir
gjaldkeri.
Björk Axelsdóttir.
GRUNN SKÓLINN Á BLÖNDUÓSI.
Er nemendur hófu skólastarf 5.
janúar var veður gott og hélst
þannig flesta daga sem eftir lifði
vetrar.