Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 1
Bitist umbækurnarHIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNT ÉBÓ8
-
19. tbl. 10. maí 2015
ÐI
BARNA
áfram að standa sig í SkólahreystiÐA SIGURLIÐIÐMM ÁRUM
SUNNUDAGUR
YRKI ARKITEKTARUNNUTILVERÐLAUNA
TÖFF STÍLL FRIÐRIKS DÓRS
ÞRJÁR DÝRINDISUPPSKRIFTIR HÖNNUN 26
TÍSKA 40
JÓI Í OSTABÚÐINNI 32
HERNÁMSDAGURRIFJAÐUR UPP
10. MAÍ 2015
ÞEKKTIR ÍSLENDINGAR HAFA HAFT ÁHRIF Á NAFNGIFTIR DRENGJA OG
STÚLKNA HÉRLENDIS OG JAFNVEL KOMIÐ AF STAÐ TÍSKUBYLGJUM 48
*
EFTIR HVERJUM ÁBARNIÐ AÐ HEITA?
L A U G A R D A G U R 9. M A Í 2 0 1 5Stofnað 1913 108. tölublað 103. árgangur
HÚSBÚNAÐUR,
HEIMILI OG
GÖMUL HÚS BARNAMENNINGARHÁTÍÐ
REYKJANESBÆR 10HEIMILI OG HÖNNUN
„Veturinn var sérstaklega erfiður. Við höfum aldrei séð ann-
an eins sandburð frá fjörunni, yfir veginn að Óseyrarbrú og
eins í átt að Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Jónsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss. „Þetta er
orðið svart land og svæðið eiginlega kaffært í sandi á köfl-
um. Þetta getur ógnað framtíð golfvallarins og byggðar-
innar í Þorlákshöfn nema gert verði stórátak til að laga
þetta.“
Kamburinn, sem melgresið byggði upp ofan við fjöruna, er
einstakur á heimsvísu, að sögn Sveins Runólfssonar, land-
græðslustjóra. Eins og myndin sýnir hefur kamburinn rofnað
og sandurinn á greiða leið inn á gróið land. gudni@mbl.is »6
Foksandur ógnar gróðri og golfvelli við Þorlákshöfn
Morgunblaðið/RAX
Sterk merki eru um að feðgarnir
Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen
hafi haft mikil áhrif á nafngiftir
drengja hérlendis. Um það leyti
sem frægðarsólir þeirra skinu sem
skærast snarfjölgaði þeim drengj-
um sem fengu nöfnin Eiður og Arn-
ór og má nefna að Arnórar í land-
inu margfölduðust að tölu þegar
Arnór Guðjohnsen varð Belgíu-
meistari með Anderlecht.
Fram kemur í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins í dag að Ásgeir
Sigurvinsson, Hólmfríður Karls-
dóttir og Vigdís Finnbogadóttir
hafi haft svipuð áhrif.
Íslendingar nefndu
börn sín eftir knatt-
spyrnuhetjum
Sýning Christophs Büchel, Mosk-
an, var opnuð í íslenska skálanum á
Feneyjatvíæringnum í gærmorgun.
Allt fram á síðustu stundu var óvíst
hvort leyfi fengist fyrir opnuninni
og að sögn Bjargar Stefánsdóttur,
framkvæmdastjóra Kynningar-
miðstöðvar íslenskrar myndlistar,
er formlegt leyfi enn ekki komið.
Yfirvöld sendu aðstandendum nýtt
bréf í gærmorgun með ýmsum skil-
yrðum. „Þetta verk snýst um sam-
tal og nú erum við í samtali við yf-
irvöld hér, það er hluti af ferlinu,“
segir Björg og bætir við að íslenski
skálinn hafi aldrei fengið jafnmikla
athygli fjölmiðlafólks og nú. »18
Sýningin opnuð í
Feneyjum án leyfis
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Samninganefnd Starfsgreinasam-
bandsins hefur fengið vilyrði frá
ríkisstjórninni um skattkerfis-
breytingar, sem gagnist mest hin-
um tekjulægstu, til að liðka fyrir
kjarasamningum, skv. heimildum
Morgunblaðsins. SGS hefur ekki
tekið afstöðu til þess enda engar
tímasetningar mögulegra skatta-
lækkana nefndar í plagginu.
Rætt var um tilboð Samtaka at-
vinnulífsins á sáttafundi SA og
SGS í gær en SA meta það til
23,6% hækkunar á 3 árum. Þar er
8% sérstök hækkun dagvinnulauna
en með auknum sveigjanleika
vinnutíma og lækkun yfirvinnu-
álags. Forsvarsmenn SGS hafa
gagnrýnt tilboðið. „Þetta var ekki
hefðbundinn samningafundur,
heldur vinnufundur þar sem hug-
myndir voru þróaðar áfram,“ segir
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA.
Tilboð SA felur í sér að laun
hækki um 6% á þessu ári, 4½% á
næsta ári og 3% á árinu 2017. Yf-
irvinna á skv. tilboðinu að lækka úr
80% í 50% en á móti hækki laun
um 2%, skv. heimildum innan SGS.
Þá yrði dagvinnutíminn lengdur og
yrði frá kl. 6 á morgnana til 19 á
kvöldin. SGS hefur metið tilboðið
til 28 þúsund kr. hækkunar lægstu
launa á 3 árum. Skv. tilkynningu
SA í gær hafa samtökin einnig boð-
ið sérstaka hækkun lágmarkstekju-
tryggingar fyrir fulla dagvinnu
sem næði 280 þús.kr. á mánuði í
lok samningstímans. Meginkrafa
SGS er að lágmarkslaun hækki í
300 þúsund kr. í þriggja ára samn-
ingi en skv. upplýsingum blaðsins
mun útfærsla SA byggð á því að
skattalækkanir samhliða þessari
hækkun lægstu launa jafngildi því
að lágmarkslaunin næðu 300 þús-
und kr. innan þriggja ára.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kynntu SA Flóafélögunum
sambærilegt tilboð áður en það var
lagt fyrir samninganefnd SGS en
Flóafélögin höfnuðu því.
Gefa vilyrði um
skattalækkanir
SGS og Samtök atvinnulífsins togast á um launatilboð SA
MEkki lausn í að ríkisstjórnin .... »4
Morgunblaðið/Golli
Kjaradeilur Fulltrúar SA og SGS hittust í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Hróbjartur Jónatansson, hæstarétt-
arlögmaður og formaður slitastjórn-
ar VBS eignasafns hf., telur að ef
nýtt, bindandi álit ríkisskattstjóra
um skattlagningu eftirgefinna
skulda þrotabúa standist skoðun og
verði ekki hnekkt af yfirskattanefnd
kunni það að hafa ófyrirséðar afleið-
ingar í för með sér í íslensku við-
skiptalífi.
„Ef geðþóttastjórnsýsla af þessu
tagi telst standast lög, þá er óhjá-
kvæmilegt að það muni hafa veruleg
áhrif á viðskiptalífið og það hvernig
menn stunda viðskipti sín í milli.“
Slitastjórn SBP hf. hyggst kæra
álitið til yfirskattanefndar. »22
Morgunblaðið/Golli
Álitið Kært til yfirskattanefndar.
Byggt á
geðþótta
Nýtt álit RSK
harðlega gagnrýnt