Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 14
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Innifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn,
flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.
BÓKAÐU
Á
FRÁBÆR
U
VERÐI!
Þeir sem b
óka ferð til
Mallorca í
maí fá frítt
fyrir
alla fjölsky
lduna í
Aqualand,
á meðan
birgðir end
ast.
ROC PORTONOVA
Á SPÁNARDÖGUM:
VERÐ:89.900 KR.
75.900 KR.
2.–9. júní Íbúð með 1 svefnherbergi
Verðdæmi m.V. 4 manna fjölskyldu
OPIÐ
Í DAGKL.12–16
Það er um að gera að klára að skipuleggja sumarfríið með okkur
sem allra fyrst því það selst upp í vinsælustu og ódýrustu ferðirnar
okkar á skömmum tíma. Bókaðu sólríkt sumarfrí til MALLORCA,
TENERIFE, COSTA BRAVA eða ALMERIA, sölumenn svara í símann
og taka vel á móti viðskiptavinum í dag á milli kl. 12 og 16.
FRÁBÆRT VERÐ TIL SPÁNAR!
PORTO DRACH
Á SPÁNARDÖGUM:
VERÐ: 82.900 KR.
76.900 KR.
21.–28. júní Íbúð með 1 svefnherbergi
Verðdæmi m.V. 4 manna fjölskyldu
MALLORCA
MA
LLO
RC
A
FENALS GARDEN
Á SPÁNARDÖGUM:
VERÐ: 96.900 KR.
84.900 KR.
12.–20. júní Tvíbýli + morgunmatur
Verðdæmi m.V. 4 manna fjölskyldu
LOS ALISIOS
Á SPÁNARDÖGUM:
VERÐ: 90.900 KR.
78.900 KR.
27. maí–3. júní Íbúð með 1 svefnherbergi
Verðdæmi m.V. 4 manna fjölskyldu
TENERIFE
ARENA CENTER
Á SPÁNARDÖGUM:
VERÐ: 82.900 KR.
75.900 KR.
27. maí–3. júní Íbúð með 1 svefnherbergi
9.–16. júní Íbúð með 1 svefnherbergi
ALMERIA
CO
STA
BR
AVA
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fólki finnst vænt um Fokkerinn,
sterkbyggðar vélar sem hafa í gegn-
um árin reynst frábærlega við ís-
lenskar aðstæður. Að þær hafi þjón-
að okkur í hálfa öld eru mikil
tímamót og að sama skapi verður
eftirsjá þegar vélunum verður skipt
út fyrir nýjar
innan tíðar,“segir
Arnór Jónatans-
son, stöðvarstjóri
Flugfélags Ís-
lands á Ísafirði.
Rétt hálf öld er
næstkomandi
fimmtudag, 14.
maí, síðan fyrsta
vél Flugfélags Ís-
lands af gerðinni
Fokker F-27 Fri-
endship kom til landsins. Þeirra
tímamóta verður minnst með sam-
komu á Reykjavíkurflugvelli næst-
komandi miðvikudag.
Blikfaxi og stórgróðamenn
Það var snemma árs 1964 sem
stjórn Flugfélags Íslands tók
ákvörðun um kaup á Fokker F-27
Friendship sem komu í stað Dou-
glas DC-3 Dakota, sem þá höfðu í
áraraðir þjónað innanlandsfluginu.
Við komu TF-FIJ, Blikfaxa, en svo
hét vélin, var viðhöfn á Reykjavíkur-
flugvelli. Nýir tímar voru runnir
upp. Þáttaskil, sagði í auglýsingum
og frásagnir blaða voru í þjóðhátíð-
arstíl. Í leiðara Morgunblaðsins
sagði að vélin nýja væri góður far-
kostur sem myndi „færa þjóðina
saman í þeim skilningi, að sigra fjar-
lægðirnar … Þess vegna er komu
hennar fagnað um allt land.“
Annars vakti ræða Arnar Ó.
Johnson, forstjóra Flugfélags Ís-
lands, við þetta tilefni mikla athygli.
Þegar hér var komið sögu höfðu for-
svarsmenn Loftleiða um nokkurt
skeið reynt að komast til áhrifa og
ítaka í FÍ með hlutabréfakaupum.
Varaði Örn við því og kallaði keppi-
nautana „stórgróðamenn“. Má segja
að þarna hafi einna fyrst komið fram
opinberlega átök milli félaganna,
samkeppni sem átti eftir að harðna
næstu ár. Þær ýfingar enduðu með
sameiningu árið 1973. Úr urðu Flug-
leiðir, nú Icelandair Group, sem er
stærsta fyrirtæki landsins.
Árið 1966 fékk FÍ aðra Fokker
Friendship vél, TF-FIK – Snarfaxa
– í útgerð sína. Á næstu 27 árum
voru alls tólf vélar þessarar gerðar í
flota félagsins, en þær voru - hver
og ein - mislengi á skrá. Gekk rekst-
ur vélanna vel og var í stórum drátt-
um óhappalítill, ef frá er talið flug-
slysið í Mykinesi í Færeyjum
haustið 1970, þar sem átta manns
fórust.
Fjárfestu í framtíðinni
Þrátt fyrir stofnun Flugleiða árið
1973, sem fyrr segir, var innan-
landsflugið lengi eftir það rekið und-
ir merkjum FÍ. Seinna var tekið upp
nafnið Flugleiðir – innanlands, en
með kaupum á Flugfélagi Norður-
lands árið 1997 fór FÍ aftur í loftið.
Fokker Friendship þóttu kosta-
gripir, en svo fór að endurnýja
þurfti flotann. Árið 1984 kom fram í
Morgunblaðinu að sjónir Flugleiða-
manna beindust einkum að vélum af
gerðinni ATR 42 og Fokker 50. Síð-
arnefnda gerðin var niðurstaðan.
Endurnýjun millilandavéla Flug-
leiða var þó tekin á undan, það er
kaup á Boeing 757-200, en á þessum
tíma var Leifsstöð á Keflavíkur-
flugvelli nýlega komin í gagnið sem
gaf tækifæri til að stokka upp leiða-
kerfi félagsins, eins og þörf þótti á.
En loks komu fjórir nýir Fokker-
ar, sá fyrsti í beinu flugi frá verk-
smiðjunum í Hollandi, sem lenti á
Akureyri 15. febrúar 1992. Aftur
voru tímamót. Nýrri vél var fagnað
nyrðra.
„Afbragðs gripir,“ sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, í
ávarpi og taldi kaupin góð. Þetta
væri „fjárfesting í framtíðinni“ og til
marks um að Flugleiðir hefðu
sterka trú á framtíð öflugrar byggð-
ar um landið allt, eins og hann
komst að orði.
Dýfur og ókyrrð en alltaf lent
Það gildir um Fokker-vélarnar,
það er bæði F-27 og 50, að þær hafa
reynst vel. Stundum hafa sann-
arlega komið dýfur og ókyrrð, bæði
á flugi og í rekstri. Menn hafa samt
aldrei misst tökin á stýrinu og alltaf
náð inn á braut og lent mjúklega.
Í dag er Fokker 50 notaður í flugi
til og frá Reykjavík; til Ísafjarðar,
Akureyrar og Egilsstaða. Einnig til
áfangastaða á Grænlandi en umsvif
FÍ þar í landi hafa jafnan verið um-
talsverð. Eftir 23 ár í rekstri og með
tilliti til breytinga í rekstrar-
umhverfi hefur þó lengi legið fyrir
að endurnýja þyrfti aftur flotann og
ýmsir möguleikar í því efni verið
skoðaðir. Það var svo nú á útmán-
uðum sem kynnt var að Flugfélag
Íslands myndi kaupa þrjár Bomb-
Sjáðu Fokkerinn fljúga
Hálfrar aldar flugi
fagnað Fokker
reynst vel Fjar-
lægðir sigraðar
Frænka Önundar
kannski um borð
Arnór
Jónatansson
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Fánalitir Blikfaxi var fyrsti Fokkerinn á Íslandi, kom til landsins í maí 1965.
„Í gegnum árin hafa Fokker-vélarnar
reynst Íslendingum afar vel og mér lík-
að vel að fljúga þeim. Lærði fljótt á
eiginleika vélarinnar og vissi hvar þol-
mörkin lágu,“ segir Gunnar Arthurs-
son, fyrrverandi flugstjóri. Hann var
meðal þeirra flugliða sem fengu þjálf-
un og voru í fyrstu áhöfnum Fokker
F-27 árið 1965. Var með hléum á vél-
unum til 1986 og náði á þeim tæplega
átta þúsund flugtímum á F-27.
Fokker F-27-vélarnar þóttu á mælikvarða síns tíma
vel útbúnar, voru með leiðsögutækjum og jafnþrýsti-
búnaði sem gerði mögulegt að fljúga oftast ofar skýj-
um og veðrum. „Tilkoma þessara tækja var algjör bylt-
ing í innanlandsfluginu,“ segir Gunnar sem var
flugstjóri í sögulegri ferð frá Ísafirði í 20. mars árið
1982. Þjöppudiskur í vinstri hreyfli brotnaði í tvennt,
hlífar á hreyflinum sprungu af honum og eldur kom
upp. Gunnar skrúfaði fyrir eldsneyti til hreyfilsins og
slökkti þannig eldinn. Hjól vinstra megin festust uppi
og var því afráðið að fljúga suður til Keflavíkur og
nauðlending þar tókst giftusamlega. Atvikið vakti
þjóðarathygli á sínum tíma og þá ekki síst mikið
snarræði flugstjórans.
„Þegar ég var í þessu var innanlandsflugið með allt
öðrum brag en nú. Návígið við fólkið var meira og
flogið var til ýmissa staða sem nú eru löngu dottnir
út, svo sem Patreksfjarðar, á Sauðárkrók, Húsavík,
Norðfjörð, til Hafnar og Vestmannaeyja,“ segir Gunn-
ar sem enn er viðloða flugið þó hann sé löngu hættur
formlegum störfum sakir aldurs.
Þetta var algjör bylting í innanlandsfluginu
ÁTTI SÖGULEGAN FERIL OG NÁÐI 8.000 FLUGTÍMUM Á FOKKER F-27
Gunnar
Arthursson