Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
Ársfundur 2015
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn
26. maí kl. 16.30 í húsakynnum BSRB
að Grettisgötu 89, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðsfélagar sem og launagreiðendur og
viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir
hvattir til að mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir
setningu fundarins.
Reykjavík, 5. maí 2015
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Yfirlit yfir afkomu árins 2014
Efnahagsreikningur A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2014 Samtals 2013
Húseignir og lóðir 94.271 17.899 0 112.170 116.200
Verbréf með breytilegum tekjum 25.773.101 4.893.599 1.076.729 527.449 32.270.878 27.701.922
Verðbréf með föstum tekjum 41.909.967 7.957.543 3.027.615 602.838 53.497.962 48.977.390
Veðskuldabréf 5.534.651 1.050.877 233.915 6.819.443 6.464.354
Bankainnistæður 1.961.510 372.436 290.474 263.373 2.887.794 1.310.815
Aðrar fjárfestingar 87.741 16.659 0 104.400 339.369
Kröfur 1.235.711 234.627 (62.150) 1.228 1.409.416 1.186.853
Aðrar eignir 1.141.990 216.832 43.572 37.188 1.439.582 646.500
Skuldir (254.224) (48.270) (70.895) (1.703) (375.092) (186.161)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 77.484.717 14.712.203 4.539.261 1.430.374 98.166.554 86.557.242
Breyting á hreinni eign A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2014 Samtals 2013
Iðgjöld 6.341.908 2.083.556 718.125 69.997 9.213.587 8.114.425
Lífeyrir (1.534.791) (111.876) (992.792) (72.902) (2.712.362) (1.866.562)
Fjárfestingatekjur 4.287.186 782.006 284.450 72.841 5.426.483 6.583.260
Fjárfestingagjöld (133.789) (23.394) (25.249) (2.989) (185.422) (210.900)
Rekstrarkostnaður (87.536) (15.306) (28.700) (1.432) (132.974) (106.821)
Hækkun á hreinni eign á árinu 8.872.978 2.714.985 (44.167) 65.515 11.609.312 12.513.403
Hrein eign sameinaðra sjóða 4.360.581
Hrein eign frá fyrra ári 68.611.738 11.997.218 4.583.427 1.364.858 86.557.242 69.683.258
Hrein eign til greiðslu lífeyris 77.484.717 14.712.203 4.539.261 1.430.374 98.166.554 86.557.242
Kennitölur A-deild V-deild B-deild S-deild leið I S-deild leið II S-deild leið III
Nafnávöxtun 5,7% 5,7% 6,5% 5,9% 3,4% 2,9%
Raunávöxtun 4,6% 4,6% 5,4% 4,9% 2,4% 1,9%
Raunávöxtun 5 ára meðaltal 3,6% 3,6% - 4,6% 4,5% 2,5%
Fjöldi sjóðsfélaga 10.657 4.792 201 177 69 42
Fjöldi lífeyrisþega 2.699 626 923 12 3 7
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% 0,6% 0,1% 0,1% 0,1%
Eignir í íslenskum krónum í % 85,0% 85,0% 93,1% 60,0% 92,2% 100,0%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 15,0% 15,0% 6,9% 40,0% 7,8% 0,0%
Eignir umfram heildarskuldbindingar í % -12,3% 4,7% -22,1%
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar í % -8,1% 2,5% -84,4%
Lífeyrissjóður
starfsmanna sveitarfélaga
Í stjórn LSS eru: Kristbjörg Stephensen, formaður,
Garðar Hilmarsson, varaformaður, Benedikt Valsson,
Elín Björg Jónsdóttir, Salóme A. Þórisdóttir og
Sigurbergur Ármannsson.
Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir.
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Greiningardeildir Arion banka,
Íslandsbanka og Landsbankans gera
allar ráð fyrir því að peningastefnu-
nefnd Seðlabanka Íslands ákveði að
halda stýrivöxtum bankans óbreytt-
um á næsta vaxtaákvörðunarfundi
nefndarinnar á miðvikudaginn.
Þær telja líklegt að Seðlabankinn
bíði með að breyta vaxtastiginu þar
til niðurstaða fæst úr yfirstandandi
kjaraviðræðum. Er það mat grein-
ingardeildar Arion banka að ef kjara-
samningar feli í sér launahækkanir
umfram það sem verðbólgumarkmið
Seðlabankans leyfir, þá sé ljóst að
stýrivaxtahækkana sé að vænta með
haustinu.
Miðað við stöðuna í hagkerfinu og
þá gefnu forsendu að kjarasamningar
klárist á sumarmánuðum sé nokkuð
ljóst að verðbólgan fari hratt hækk-
andi þegar líður á árið. „Á heildina lit-
ið er því líklegt að hækkun stýrivaxta
komi fram þegar líður á árið og við
spáum því hækkun stýrivaxta á
þriðja og fjórða ársfjórðungi,“ segir
greiningardeildin.
Má útiloka vaxtalækkun
Hagfræðideild Landsbankans
bendir á að í síðustu yfirlýsingu
peningastefnunefndarinnar var ekki
útilokað að næsta skref yrði annað
hvort vaxtalækkun eða vaxtahækk-
un. „Skilyrði fyrir vaxtalækkun væri
áframhaldandi verðbólga undir
markmiði og launahækkanir í kom-
andi kjarasamningum í samræmi við
verðbólgumarkmið. Skilyrði fyrir
vaxtahækkun væri miklar launa-
hækkanir og vöxtur eftirspurnar sem
gæti grafið undan nýfengnum verð-
stöðugleika.
Þar sem niðurstaða úr kjarasamn-
ingsviðræðum liggur ekki fyrir má í
raun útiloka vaxtalækkun. Það sem
gæti hnikað nefndinni til að hækka
vexti nú gæti verið teikn um aukna
eftirspurn,“ segir hagfræðideildin.
Verðbólgan mælist nú 1,4% og hef-
ur aukist frá því í mars, þegar hún
mældist 0,8%. Greining Íslandsbanka
spáir því að verðbólgan muni aukast
á þessu ári og fara yfir 2,5% verð-
bólgumarkmið Seðlabankans á því
næsta. Reiknar hún jafnframt með
því að peningastefnunefndin bregðist
við aukinni verðbólgu, miklum inn-
lendum launahækkunum, vaxandi
spennu í efnahagslífinu og minnkandi
peningalegu aðhaldi með hækkun
stýrivaxta bankans um 0,75 pró-
sentustig á þessu ári og 0,5 prósentu-
stig á næsta ári.
Spá vöxtum Seðla-
bankans óbreyttum
Greinendur eiga von á stýrivaxtahækkunum síðar á árinu
Morgunblaðið/Golli
Vextir Greinendur telja að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda
stýrivöxtum óbreyttum. Már Guðmundsson er formaður nefndarinnar.
Órói á vinnumarkaði
» Í mars benti peninga-
stefnunefnd Seðlabankans á
að vaxandi órói á vinnumarkaði
gæti teflt í tvísýnu stöðugleik-
anum sem hefur áunnist.
» Var nefndin sammála um að
staldra við þar til efnahags-
horfur skýrðust frekar, sér í
lagi hvað varðar launaþró-
unina. Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!
!"#
""
$$
#!!"
!
%#%
%#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
!
!%%
"$"$
$#"
"
!"$
% %
$$"
!$
!"
"%
$$!
"#
"
!!
% %
%
! "
● Arion banki hef-
ur skuldbundið sig
til að selja hlut sinn
í AFLi-sparisjóði
fyrir 1. ágúst, sam-
kvæmt sátt sem
bankinn hefur gert
við Samkeppnis-
eftirlitið. Bankinn
hefur þegar aug-
lýst sparisjóðinn til
sölu, í samræmi
við sáttina, og er væntanlegum fjár-
festum gefinn frestur til að skila upp-
lýsingum. Bankanum ber einnig að
tryggja að AFL-sparisjóður starfi í
óbreyttu horfi á sölutímabilinu og er
Arion banka óheimilt að grípa til nokk-
urra ráðstafana sem raskað geta sam-
keppnislegu sjálfstæði sparisjóðsins.
Loks felst í sáttinni að óháðir kunn-
áttumenn munu fylgjast með söluferl-
inu og framfylgd bankans við skilyrði
sem sett hafa verið fyrir yfirráðum
bankans á sjóðnum. Skili sölutilraunir
Arion banka ekki árangri innan sölu-
frestsins er honum heimilt að grípa til
ráðstafana til að sameina sparisjóðinn
bankanum.
Samkeppniseftirlitið og
Arion gera sátt um AFL
AFL-sparisjóður er
m.a. á Siglufirði.
STUTTAR FRÉTTIR ...
Hagnaður sjóðstýringarfélagsins
Stefnis, sem er í eigu Arion banka,
dróst saman um 17% milli ára og
nam alls 867 milljónum króna á síð-
asta ári, samkvæmt ársreikningi fé-
lagsins.
Rekstrartekjur jukust um 18,6% á
árinu 2014 og námu 2,0 milljörðum
króna. Þar vógu þyngst umsýslu- og
árangurstengdar þóknanir sem juk-
ust um 330 milljónir króna á milli
ára. Þá jukust rekstrargjöld um
139% og voru 929,6 milljónir. Sé hins
vegar tekið tillit til varúðarfærslu á
árinu 2013 breytist samanburður á
milli ára umtalsvert og jukust
rekstrargjöldin þá um 4,5%.
Eignir í virkri stýringu félagsins
drógust saman um tæpa tíu millj-
arða eða úr 413 milljörðum í 404
milljarða. Í skýrslu stjórnar segir að
það megi rekja til breytinga á
stærsta fagfjárfestasjóði félagsins,
ABMIIF. Hlutabréfasjóðir og sér-
hæfðar fjárfestingar félagsins hafi
aftur á móti vaxið töluvert á árinu.
Í lok ársins var eigið fé Stefnis
2.437 milljónir og eiginfjárhlutfallið
63,4%. kij@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Eignastýring Sjóðstýringarfélagið
Stefnir er dótturfélag Arion banka.
Stefnir
hagnast um
867 milljónir
Tekjur jukust um
18,6% á milli ára