Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 27

Morgunblaðið - 09.05.2015, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Álfasala Þær voru glaðlegar og litríkar á að líta líkt og álfurinn sem Ásta Sigurðardóttir seldi Elínu Traustadóttur til styrktar SÁÁ undir kjörorðinu „Álfurinn fyrir unga fólkið“. Eggert Á fáum sviðum hafa Íslend- ingar náð jafnmikilum árangri og í sjávarútvegi. Þrátt fyrir það, og ef til vill vegna þess, er umræðan um íslenskan sjávarútveg oft á tíðum neikvæð og jafnvel fjar- stæðukennd. Íslenskur sjávar- útvegur skilar nú meiri tekjum til samfélagsins en nokkurn tíma í sögu landsins. Fiskur í sjó telst þó ekki alls staðar verðmæt auð- lind. Í flestum löndum er sjávar- útvegur ekki arðbær grein. Ríki sem stunda sjávarútveg, og hafa efni á, veita iðulega miklu af fjármagni skattgreiðenda í ríkisstuðning við greinina á sama tíma og þau stunda rányrkju á fiskstofnum. Hér á landi hefur hins vegar skynsamleg stjórn fiskveiða leitt til þess að saman fara hagkvæmar og sjálfbærar veiðar. Sjávarútvegur þar sem náttúran er vernduð en samfélagið, allur almenningur, hagnast á greininni í stað þess að hún sé byrði á skatt- greiðendum. Viðhorf til atvinnu- og verðmætasköpunar Þessa dagana ber talsvert á fólki sem þykir hvorki við hæfi að þeir sem reka fyrirtæki hagnist né að þeir tapi peningum og má vart á milli sjá hvort telst meiri synd. Þessum hópi, sem tortryggir alla sem búa til störf og skila tekjum til samfélagsins, virðist vera alveg sérstaklega í nöp við þá sem ná árangri á sviði sjávar- útvegs og skila með því sköttum í ríkiskassann. Það er kaldhæðn- islegt að þeir hinir sömu tala iðu- lega fyrir breytingum sem eru til þess fallnar að tryggja hámarks- samþjöppun í greininni þar sem fá fyrirtæki á fáum stöðum með hámarkshagkvæmni, þar með talið ódýru vinnuafli, hafa for- skot á að kaupa aflaheimildir. Óneitanlega þarf að bæta kjör fiskverkafólks í landi og styrkja tengsl útgerðarinnar við byggð- irnar en það er ekki gert með því að selja afla- heimildir til erlendra verksmiðjuskipa eins og þeir sem vilja „bjóða upp kvótann“ boða. „Makrílfrumvarpið“ Einhver mesta pólitíska kaldhæðni sem birst hefur á Íslandi í seinni tíð hlýtur þó að vera undirskriftasöfnun sem nú stendur yfir gegn svokölluðu makrílfrumvarpi. Aðdragandinn var þessi: Umboðsmaður Al- þingis skilaði í fyrrasumar niðurstöðu um að það bæri að skipta upp veiðiheimildum á mak- ríl (hlutdeildarsetja). Sjávarútvegsráðherra hafði tvo kosti í stöðunni. Hann gat valið ein- földu leiðina, þá sem lá beinast við, og gefið út reglugerð um að sömu reglur giltu um makríl- inn og aðrar tegundir. Semsagt, engin aðkoma Alþingis, engin umræða, málið afgreitt. En ráðherrann, sem að vanda var að huga að því að tryggja samfélaginu hámarksávinn- ing af auðlindinni, ákvað þess í stað að fara erf- iðu leiðina og setja sérstök lög um makrílinn. Það var ekki vinsælt hjá mörgum útgerðum enda var ráðherrann með því að setja nýjar hömlur, skerða heimildir og treysta yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindinni. Andstaða úr óvæntri átt Þá gerðist hið óvænta: Stjórnarandstaðan og bandamenn hennar, uppfullir af fordómum í garð stjórnarflokkanna og alls þess sem við- kemur stjórn fiskveiða, taldi að frumvarp ráð- herrans hlyti að fela það í sér að verið væri að gefa einhverjum eitthvað. Ræður í anda millistríðsáranna um sérhags- muni og gjafir til útvalinna létu ekki á sér standa. Sumir töldu sér meira að segja sæm- andi að ráðast persónulega á þingmann fyrir að maki hans ætti bát sem félli undir ný lög um makrílveiðar. Ráðherrann hlyti að vera að hygla samflokksmanni sínum. Enginn hafði þó fyrir því að kanna málið og komast að því að nýju lögin munu skerða afla „maka-bátsins“ um meira en helming frá árinu áður. En um það snýst einmitt frumvarpið; að setja takmarkanir og skerða heimildir frekar en hitt og í stað þess að ráðstafa kvóta ótíma- bundið gildir hann aðeins í sex ár. Það var ekki verið að gefa heldur taka. Keppinautar okkar við makrílveiðar, Danir, höfðu þó komist að því að sex ár væri of skammur tími til að fyrir- tækin gætu gert ráðstafanir og ákváðu að lengja tímann. Undirskriftir fyrir útgerðina Svo var ráðist í undirskriftasöfnun til að andmæla frumvarpinu af ótta við að með því væri verið að gefa einhverjum útvöldum það sem þjóðin ætti. Til að undirstrika tilfinninga- legan grunn söfnunarinnar var birt mynd af barni sem heldur á þorski eins og andvana gæludýri. Líklega ætti það ekki að koma fólki sem fylgist með vendingum stjórnmálanna á óvart að þeir sem hafa verið duglegastir við að vekja athygli á undirskriftasöfnuninni eru þeir sömu og lögðu fyrir skömmu allt kapp á að koma Ís- landi inn í Evrópusambandið. En eins og flest- um ætti að vera kunnugt hefði það falið í sér að makríllinn væri ekki fyrir íslensk fiskiskip, hvað þá íslensk þjóðareign. Hann væri eign ESB til ráðstöfunar frá Brussel. Hin einstæða kaldhæðni liggur þó í því að undirskriftasöfnunin er umfram allt stuðn- ingur við stóru útgerðarfyrirtækin og afstöðu þeirra. Þeir sem nú safna undirskriftum af kappi eru að gera það í þágu þeirra sem þeir hafa sérstaka andúð á og uppnefna „sægreif- ana“ eða sérhagsmunaöfl. Eftir Harald Einarsson »Einhver mesta pólitíska kaldhæðni í seinni tíð hlýt- ur þó að vera undirskriftasöfn- un sem nú stendur yfir gegn svokölluðu makrílfrumvarpi. Haraldur Einarsson Höfundur er þingmaður. Undirskriftir fyrir útgerðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.