Morgunblaðið - 09.05.2015, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015
✝ Oddbjörg Sig-fúsdóttir
fæddist á Krossi í
Fellum 3. október
1944. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 28. apríl
2015.
Oddbjörg var
dóttir hjónanna
Sigfúsar Gutt-
ormssonar og Sól-
rúnar Eiríksdóttur
á Krossi í Fellum. Hún ólst upp
á Krossi, yngst níu systkina
sem komust á legg en það elsta
Skógar, f. 1968. 2) Björn Snær,
f. 1972, d. 1978. 3) Sigfús Ingi,
f. 1974. 4) Sólrún, f. 1978. Sam-
býlismaður hennar er Jóhann
Páll Svavarsson, f. 1978.
Eftir fjóra vetur á barna-
skóla á Helgafelli, Skipalæk og
Skeggjastöðum í Fellum var
Oddbjörg einn vetur á hús-
mæðraskólanum á Varmalandi.
Oddbjörg og Víkingur bjuggu
fyrst í Skógargerði en fluttu
þaðan í Arnórsstaði á Jökuldal
og bjuggu þar frá 1971-1987,
er fjölskyldan flutti í Hamra-
fell 3 í Fellabæ. 1989 skildu
þau Víkingur en Oddbjörg bjó
áfram í Hamrafellinu til dán-
ardags.
Útför Oddbjargar fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dag, 9.
maí 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
fæddist andvana.
Eftirlifandi systk-
ini hennar eru Páll
Hjörtur sem er
elstur, fæddur
1931, og síðan í
aldursröð Oddur,
Guðný Sólveig,
Guttormur, Sveinn
Eiríkur, Þórey,
Baldur og Jón.
Oddbjörg giftist
Víkingi Gíslasyni
frá Skógargerði í Fellum, f. 11.
júlí 1929, og eignuðust þau
fjögur börn, sem eru: 1) Gísli
Mamma ólst upp hjá foreldrum
sínum á Krossi í stórum systkina-
hópi. Hún fæddist í gamla torf-
bænum og var orðin sex ára þeg-
ar flutt var í nýtt steinsteypt hús
1950. Sigfús afi fórst með flugvél-
inni Glitfaxa þegar mamma var á
sjötta ári, í janúar 1951. Í hönd fór
erfiður tími og fjölskyldan stóð
þétt saman til að halda heimilinu
gangandi og tókst það þó erfitt
væri. Hafa þau haldið góðu sam-
bandi alla tíð síðan og verið mjög
samrýmd. Amma hennar og al-
nafna Oddbjörg Sigfúsdóttir bjó
einnig á heimilinu.
Mamma vann við búskapinn á
Krossi milli þess sem hún mennt-
aði sig og stundaði vinnu utan
heimilis þar til hún hóf sjálf bú-
skap í Skógargerði 1967 með Vík-
ingi Gíslasyni. 1971 fluttu þau í
Arnórsstaði á Jökuldal og bjuggu
þar fyrst í torfbæ en byggðu svo
upp jörðina sem verið hafði í eyði í
mörg ár. Fljótlega steðjuðu veik-
indi að heimilinu. Björn Snær
sonur þeirra greindist á öðru ári
með nýrnasjúkdóm og dvaldi hún
því langdvölum á Landspítalan-
um vegna veikinda hans þar til
hann lést 1978. Þar á eftir greind-
ist dóttir þeirra Sólrún með sama
sjúkdóm og dvöldu þær mæðgur
mikið á spítala til 1987. Sólrún
móðir hennar flutti fljótlega til
þeirra upp í Arnórsstaði og bjó á
heimili dóttur sinnar upp frá því.
Þrátt fyrir veikindi var þetta
blómatími í búskap þeirra og
margar góðar stundir átti fjöl-
skyldan á Dalnum. Átti Jökuldal-
ur og fólkið þar sérstakan sess í
huga mömmu upp frá því. Árið
1987 flutti fjölskyldan í Hamrafell
3 í Fellabæ og þar bjó mamma allt
til dánardags.
Dulræn málefni voru henni
snemma hugleikin og var hún
mjög næm sem barn og allar göt-
ur eftir það. Sá hún fylgjur á und-
an gestum. Lærði hún af móður
sinni að leggja spil og spá í bolla
og fylgdi það henni alla tíð að spá
fyrir fólki sem leitaði til hennar.
Hún trúði staðfastlega á líf eftir
dauðann og fékk margar sannanir
fyrir því meðal annars í draumi.
Mamma vildi alltaf hjálpa öllum
sem leituðu til hennar og fengu
margir verndarmynd.
Hún lærði ung að spila á harm-
onikku heima á Krossi eins og all-
ir á heimilinu og samdi sín lög síð-
ar meir á nikkuna. Hún var
afkastamikil prjónakona líkt og
Oddbjörg amma hennar sem
labbaði prjónandi á milli bæja til
að nýta tímann. Eftir að komið
var í Hamrafellið tók við mynd-
listartímabil sem varði þar eftir.
Hún fór ekki troðnar slóðir í sinni
myndlist. Svo var því einnig farið
um aðra hluti sem hún skapaði
eða gerði. Má þar nefna að hún
var litaglöð kona með eindæmum
og báru myndirnar sem hún mál-
aði, fötin sem hún prjónaði og lita-
val hennar á Hamrafellinu þess
glöggt merki. Hún naut þess að
skapa hvort sem voru nýjar prjó-
naflíkur eða munstur, mála
myndir og semja bæði lög og
texta. Einnig samdi hún vísur,
kvæði og sögur og stundaði tölu-
verð ritstörf. Hefur sumt verið
gefið út. Hún helgaði sig heim-
ilinu og þar kunni hún best við sig.
Hún fór sjaldan af bæ en naut
þess að aðrir komu til hennar.
Hún hafði alltaf nóg fyrir stafni
og leiddist aldrei heima.
Börnin hennar þakka henni
samfylgdina og allt sem hún hefur
gert fyrir þau.
Gísli, Sigfús og Sólrún.
Það flýgur margt í gegnum
hugann nú þegar Oddbjörg
frænka mín eða Bogga eins og
hún var alltaf kölluð er farin frá
okkur. Maður á samleið með
mörgu góðu fólki en Bogga hefur
einhvern veginn á sérstakan hátt
verið í kringum mig ef svo mætti
segja frá því ég man eftir mér.
Hún var systir pabba og yngst í
stórum systkinahópi sem mikið
reyndi á þegar faðir þeirra fórst
með flugvélinni Glitfaxa. Bogga
var þá aðeins sex ára gömul. Hún
var líka vinkona mömmu frá því
þær voru að alast upp á Krossi og
Staffelli. Eitthvað man ég eftir
henni heima á Krossi þegar ég
var á mínum fyrstu árum og hún
var alltaf að gera mér og öðrum
gott.
Bogga hefur alltaf verið mér
mjög kær og hefur hún alltaf sýnt
mér og mínum sérstaka góðvild.
Oft átti hún í gegnum tíðina við
mikið mótlæti að stríða en alltaf
virtist hún samt geta veitt öðru
fólki í vanda ráð og styrk. Margir
hafa leitað til hennar í gegnum ár-
in og ég hef oft furðað mig á styrk
þessarar konu sem var þó ekki
mikil á velli. Hún hafði sannar-
lega hæfileika á mörgum sviðum.
Hún gat teiknað, málað, sett sam-
an sögur, samið ljóð og lög. Hún
sagði skemmtilega frá og það var
gaman að sitja hjá henni og hlusta
á frásagnir af hinu og þessu.
Þetta voru veraldlegu hæfileik-
arnir hennar en hún bjó líka yfir
öðrum óskilgreindari hæfileikum
sem fáum eru gefnir. Ég bað hana
reyndar aldrei að spá fyrir mér en
það gat hún vel svo sögur fóru af.
En fyrst og síðast var það góð-
mennska hennar og hlýtt viðmót
sem laðaði fólk að henni. Fjöl-
margir skyldir og óskyldir komu
ekki öðruvísi í heimsókn austur á
Hérað en að líta inn hjá Boggu, fá
kaffi og spjalla.
Bogga og fjölskyldan hennar á
þakkir skildar fyrir margt og ekki
síst fyrir að veita Sólrúnu ömmu
minni skjól svo lengi sem hún
lifði. Það er fátítt nú til dags að
fólk gefi gömlu fólki kost á að vera
inni á heimili sínu til elliára. Þetta
taldi Bogga ekki eftir sér. Það
hafa margir misst mikið nú þegar
Bogga hefur kvatt. Mest þó börn-
in hennar og biðjum við allar góð-
ar vættir að styrkja þau.
Sigfús og Stefanía Ósk.
Lyngið, fjalldrapinn
og allur íslenski gróðurinn
var umgjörð um heimkynni hennar
konunnar sem sá
í gegnum holt og hæðir
vinur dverga og álfa
(ÞG)
Oddbjörg hafði mikla hæfileika
sem sjáandi. Hún sagðist hafa
valið að koma í þessa jarðvist til
að hjálpa fólki og vinna líknar-
störf. Hún gerði falleg kort og
helgimyndir fyrir fólk og gaf
mörgum von og hughreystingu.
Kortunum hennar fylgdi oft ein-
hver dulinn kraftur sem breytti
hlutunum til betri vegar. Sagðist
stundum hafa leiðbeint fólki sem
átti erfitt með að átta sig á hinum
jarðneska dauða og rataði ekki
leiðina að fordyri guðsríkis.
Hún hefur staðið sig vel litla
stúlkan sem missti föður sinn,
Sigfús Guttormsson, í flugslysi
þegar Glitfaxi fórst á leið frá
Vestmannaeyjum til Reykjavíkur
árið 1951. En lífið var allt auð-
veldara vegna þess hvað hún átti
góða móður, hana Sólrúnu Eiríks-
dóttur, sem þrátt fyrir að standa
ein eftir með níu börn, sex innan
fermingaraldurs, tók þessu áfalli
með æðruleysi. Það var oft erfitt
fyrir Oddbjörgu að ferðast með
veik börn sín austan af Héraði til
að leita lækninga í Reykjavík og
fara í flug hvernig sem viðraði.
Hún stóð sig eins og hetja. Ég
þakka þér, Oddbjörg, alla hjálp
við mig og mína. Ef ég villist á
leiðinni þegar ég flyt héðan lang-
ar mig að mega nefna nafnið þitt
góða, Oddbjörg Sigfúsdóttir.
Innilegar samúðarkveðjur til ást-
vina þinna, barna og tengdasonar.
Þuríður Guðmundsdóttir.
Það tilheyrir víst lífinu að þurfa
að sjá á bak kæru samferðafólki
en alltaf er það samt jafnsárt.
Nú í sumarbyrjun kvaddi Odd-
björg frænka mín þetta jarðlíf eft-
ir talsvert heilsuleysi um árabil.
Hún var yngst af níu systkin-
um er fæddust á Krossi í Fella-
hreppi en hún er sú fyrsta er fell-
ur frá af þeim stóra hópi.
Hún var vel gefinn dugnaðar-
forkur eins og þau eru öll systk-
inin og eiga þau ekki langt að
sækja það því foreldrar þeirra
voru fjölgáfað dugnaðarfólk. Í
vöggugjöf fengu þau líka allflest
listræna hæfileika, flest leika á
hljóðfæri, geta vel sett saman ljóð
og lög og einnig málað.
Þessa hæfileika fékk Bogga í
ríkum mæli og ræktaði vel er tími
vannst til frá daglegu amstri þótt
vinnan sæti alltaf í fyrirrúmi og
lífið byði henni ekki upp á mikinn
frítíma eða leikaraskap.
Við komuna til jarðlífsins er
okkur úthlutað mismunandi hæfi-
leikum af skaparanum og ráðum
við litlu um það, en hún var gædd
sérstökum sálrænum hæfileikum,
sem ekki eru öllum gefnir. Þá
hæfileika ræktaði hún til hjálpar
þeim sem lífið fór ómjúkum hönd-
um um og eru þeir ófáir sem hafa
notið þess að fara glaðari, von-
betri og bjartsýnni af hennar
fundi.
Þótt heilsa hennar væri ekki
sem best hafði hún samt orku til
að miðla þessari umvefjandi hlýju
til þeirra sem til hennar leituðu.
Við sem urðum henni samferða
í lífinu finnum hversu stórt skarð
er nú í vinahópnum við fráfall
hennar.
Um leið og ég þakka henni
samfylgdina færi ég ástvinum
hennar mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Guðlaug Erla Jónsdóttir.
Oddbjörg
Sigfúsdóttir✝ Guðfinna Páls-dóttir hjúkr-
unarfræðingur
fæddist á Hofi á
Skagaströnd 21.
september 1930.
Hún lést 27. apríl
2015 á Blönduósi.
Foreldrar hennar
voru Sigríður
Guðnadóttir hús-
freyja, f. 28.10. 1900
í Hvammi í Holtum,
d. 4.3. 1964, og Páll Jónsson
kennari og skólastjóri á Skaga-
strönd, f. 22.12. 1899 á Bala-
skarði, d. 19.7. 1979. Systkini
Guðfinnu eru: 1) Kristinn, f.
22.12. 1927, d. 21.10. 2008, 2)
Guðný Málfríður, f. 2.7. 1929, d.
17.2. 2005, 3) Jón Sveinn, f.
28.12. 1933, 4) Ingveldur Anna, f.
12.4. 1935, 5) Ásdís f. 17.8. 1936
og 6) Edda, f. 4.10. 1939.
Guðfinna giftist Þórhalli Blön-
dal, f. 10.6. 1923, d. 19.9. 2008, og
áttu þau heimili á Bönduósi.
Börn þeirra eru 1) Lúðvík Þór
bifreiðarstjóri, f. 13.8. 1961, 2)
Auðunn Sigurbjörn bifvélavirki,
f. 25.9. 1962 og 3) Ingibjörg
læknaritari, f. 17.10. 1964. Eig-
inkona Lúðvíks er Margrét
Helga Þorsteinsdóttir og börn
hennar og Sæmundar Gunn-
arssonar eru: a) Þorsteinn Rún-
lést átti Sigga Birna skjól hjá
Eddu Pálsdóttur móðursystur
sinni. Eiginmaður Sigríðar er
Gunnar Bjarnason jarðfræð-
ingur. Börn þeirra eru a) Þorri
Björn verkfræðingur, f. 17.2.
1979, og b) Ásta Birna hagfræð-
ingur, f. 29.10. 1984. Gunnar á
einnig dótturina Heiðrúnu kenn-
ara, f. 19.11. 1974. Börn Þorra
Björns og Guðrúnar Bjartmarz
eru Alexander Jóhann, f. 17.7.
2007, og Emil Arnar, f. 2.12.
2014. Sambýlismaður Ástu er
Kjartan Fannar Grétarsson.
Börn Heiðrúnar og Ágústs Vals
Guðmundssonar eru Nína Björg,
f. 12.4. 2004, Rakel Anna, f. 21.2.
2006, Gabríel Örn, f. 11.6. 2011,
og Erla Hlín, f. 18.1. 2014.
Guðfinna var gagnfræðingur
frá Akureyri og fór síðan í lýðhá-
skóla til Svíþjóðar og vann þar
ýmis störf í þrjú ár. Hún útskrif-
aðist frá Hjúkrunarskóla Íslands
1957 en með náminu vann hún á
Landspítala og sjúkrahúsinu á
Ísafirði. Hún vann við síld-
arsöltun á Skagaströnd á sumrin
með systrum sínum. Hún starf-
aði lengst af á Héraðshælinu á
Blönduósi sem hjúkrunarfræð-
ingur.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 9. maí
2015, kl. 14.
ar, f. 22.12. 1980.
Börn hans eru
Bergsveinn Snær, f.
25.6. 2000, Oliver
Daði, f. 2.1. 2008,
og Emma Snót, f.
11.4. 2009, b) Birna
Þórkatla, f. 17.1.
1985. Börn hennar
eru Aníta, f. 1.5.
2005, Sóley Eir, f.
1.11. 2010, og Elín
Rós, f. 8.2. 2013, c)
Gunnar Már, f. 27.7. 1991. Börn
hans eru Fjölnir Þór, f. 22.1.
2013, og Ragnar Logi, f. 21.1.
2014, og d) Elías Kristinn, f.
13.11. 1992. Barn Elíasar er Ás-
geir Fannar, f. 24.2. 2014. Börn
Ingibjargar og Karls Sig-
urbjörns Óskarssonar eru a)
Finnur Þór fiskeldisfræðingur, f.
4.5. 1990, og b) Hólmfríður Kar-
en nemi, f. 10.7. 1996. Sambýlis-
maður Ingibjargar er Stefán
Magnús Skúlason og hans börn
eru a) Hólmfríður, f. 24.12. 1990,
og b) Ingi Freyr, f. 25.1. 1994.
Guðfinna átti áður dótturina Sig-
ríði Birnu Björnsdóttur, f. 21.2.
1956. Faðir hennar var Björn
Ólafsson, skipatæknifræðingur í
Svíþjóð, f. 1.12. 1920, d. 1968.
Sigríður Birna ólst upp hjá afa
sínum og ömmu, Páli og Sigríði á
Skagaströnd og eftir að Sigríður
Föðursystir okkar Guðfinna
Pálsdóttir, Finna frænka, var
húsmóðir, hjúkrunarfræðingur
og mamma Siggu, Lúlla, Auðuns
og Ingibjargar. Við komum
reglulega í heimsókn og þau til
okkar. Fullorðna fólkið sat og
drakk kaffi, sumir reyktu sígar-
ettur og sagði hver frá sem best
hann gat. Þannig var lögð rækt
við sameiginlegan sagnaarf ætt-
arinnar. Við börnin sátum á
kollum og bekkjum í jaðri sam-
sætisins, drukkum mjólk, sum
með kaffilögg út í og fengum
sykurmola. Guðfinna hafði yfir-
leitt orðið.
Hún hafði frásagnargáfu.
Gamansögur af eigin lífsgöngu
og alvarleg mál klædd í þann
sama búning voru uppistaðan.
Frásagnartæknin sem Finna
beitti er nú notuð á heimasíðum.
Eitt aðalatriði ber uppi frásögn-
ina en auðvelt er að auka við,
bæta og endurtaka stef sem
tengja þræðina. Finnu var ljóst
að hún hélt orðinu fast í samræð-
um og henti gaman að því. Hún
sagðist beita tækni til þess að ná
orðinu þegar skipst var á sögum.
Það var að upphefja góðlátlegan
hlátur með viðmælanda á vel
völdum stað. Hann fór á endan-
um líka að hlæja með: „þá greip
ég orðið“ sagði Finna frænka.
Eitt sinn á háskólaárunum
þegar við vorum á leið úr páska-
fríi urðum við veðurteppt í stór-
hríð hjá Finnu á Blönduósi í
fimm daga. Þá var ekkert hægt
að gera annað en ræða málin.
Það var gaman og við kynntumst
henni sem fullorðnar manneskj-
ur. Hún sagði okkur margar
skemmtilegar sögur af Hælinu
meðal annars af því þegar gamla
fólkið var að kjósa. Mektarmað-
ur kom á kjördag til þess að
hjálpa Óla gamla með atkvæða-
seðilinn en hann hafði misst sjón
og heyrn að mestu. Hvað ætlar
þú að kjósa Óli minn? spurði
fylgdarmaðurinn. Óli svaraði
með hrjúfri röddu: „Það er íhald-
ið“.
Kynslóð Finnu upplifði stór-
tækari þjóðfélagsbreytingar en
nútímafólk þarf að eiga við. Hún
nam hjúkrun, vann langan vinnu-
dag heila starfsævi og var hús-
móðir. Þegar þau Þórhallur hófu
búskap sagði Finna merkilegt að
vera af fyrstu plast-kynslóðinni.
Uppgjörið við húsmæðrahyggj-
una birtist sem svo: „ég veit að
það kemur ekki hjá mér að ég
hafi búið manninum mínum fag-
urt heimili“. Hún bjó fjölskyldu
sinni skemmtilegt heimili sem
gott og gaman var að koma á.
Hún var á undan sinni samtíð í
hjúkrun og lagði áherslu á að
tala við sjúklingana. Finna hafði
mikinn áhuga á starfi sínu og
vann til 72 ára aldurs.
Það var og er dýrmætt að hafa
átt frænku og föðursystur sem
var svo skemmtileg og litrík per-
sóna sem kom yfirleitt auga á
spaugilegu hliðarnar á mannlíf-
inu. Hjá Finnu var stutt í bros,
hlátur og hnyttna athugasemd.
Hún var listfeng og glaðværð
einkenndi hana lengst af.
Við sendum samúðarkveðjur
til barna Guðfinnu, fjölskyldna
þeirra, systkina hennar, ættingja
og vina.
Minningin lifir.
Rannveig og Þorlákur.
Guðfinna Pálsdóttir fæddist á
Hofi á Skagaströnd og bjó þar til
fermingaraldurs. Hún ólst þar
upp í sjö barna hópi. Þar bjuggu
líka Villa og Pétur föðursystkini
Guðfinnu og var gott að koma í
baðstofuna þeirra og fá eitthvað
gott í gogginn; lesa og horfa á
kvisti á þilinu og fá smá frið fyrir
umheiminum. Á Hofi bjuggu
einnig afi og amma Guðfinnu Jón
og Guðný.
Hof var í minningunni ævin-
týraland bernskunnar. Árið sem
hún fermdist flutti fjölskyldan og
bjó eftir það í Breiðabliki á
Höfðakaupstað. Finna eins og
systkinin kölluðu hana var þriðja
í systkinaröðinni. Henni var
systkinaröðin hugleikin og talaði
oft um það hvað það hefði verið
erfitt að vera númer þrjú. Fyrst
kom Kristinn á afmæli Páls föður
síns og síðan kom Guðný og ári
síðar Finna; hún háði mikla bar-
áttu við að standa þeim jafnfætis
í uppvextinum.
Guðfinna byrjaði snemma að
tala og hafði mjög góða frásagn-
argáfu. Stundum þurfti hún að
gera hlé á máli sínu svo áheyr-
endur gætu jafnað sig; slíkar
þagnir voru þó fáar. Á Hofi vakn-
aði áhugi hennar á gróðri og
steinum. Hún safnaði saman
blómum og gróðursetti í beði
uppi á mel og raðaði steinum í
kring. Hún lét sig dreyma um
garð. Seinna eignaðist hún garð
sunnanundir vegg. Þar gróður-
setti hún ýmsar plöntur. Þeim
var ekki plantað í skipulögðum
röðum og limgerðið var ekki
einsleitt eins og oft vill verða því
hún vildi fá að njóta þess að
fylgjast með mörgum tegundum.
Þennan garð kallaði hún stolt
Villigarðinn. Hún naut þess að
setjast út í garðinn á sólríkum
dögum og fylgjast með gróðrin-
um. Hún var mjög fróð um ís-
lenskar plöntur; átti bækur og
tímarit um þau efni. Hún var
einnig fróð um allar helstu garð-
plöntur sem hér vaxa. Guðfinna
hafði mikla ánægju af að safna
steinum á sínum ferðum og hafði
alltaf augun opin fyrir því hvert
sem hún fór. Steinunum kom hún
fyrir í garðinum og inni á heim-
ilinu.
Guðfinna og Þórhallur fóru oft
í tjaldútilegur með börnin og
undu þau sér vel á lækjarbakka í
lítilli laut. Finna hafði gaman af
hannyrðum og fór þar ekki alltaf
troðnar slóðir. Hún hafði mjög
gaman af bóklestri og var alæta
á bækur. Eftir að hún keypti alla
ritröð Laxness voru þær bækur
ekki í skrautbandi uppi í hillu
heldur lá við að hún hætti að lesa
aðrar bækur og oft sótti hún bók
í hilluna og las lítinn kafla upp-
hátt; þvílík snilld. Guðfinna var
göngugarpur og gekk gjarnan til
og frá vinnu á sínum yngri árum
og stundum fór hún á fjöll.
Guðfinna mat vinnuna sína
sem hjúkrunarkona mjög mikils.
Hún hafði mikla ánægju af sam-
skiptum við samstarfsfólk og
skjólstæðinga og eignaðist þar
marga góða vini. Auðvitað var
ekki allt auðvelt en hún var yf-
irleitt fljót að sjá skoplegu hlið-
arnar á tilverunni og komast
þannig í gegnum lífið. Þegar hún
hætti að vinna, þá orðin 72 ára,
var tilveran ekki eins litrík leng-
ur; sjón og heyrn hrakaði og
smám saman slokknaði lífsneist-
inn. Guðfinna hafði ekki lengur
um neitt að tala og sagðist hafa
sagt allt sem segja þurfti.
Gunnar Bjarnason.
Guðfinna Pálsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar