Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 19. októ- ber 1920. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 30. apríl 2015. Foreldrar Mar- grétar voru bænd- ur á Litla- Hóli í Viðvíkursveit í Skagafirði, þau Guðmundur Magnússon, f. 27. desember 1893, d. 1. febrúar 1969, og kona hans, Fanney Jónsdóttir, f. 9. október 1895, d. 25. maí 1966. Margrét var elst af systk- inum sínum hin eru: Jón látinn, Þorkell og Helga og hálfsyst- irin Anna, sem öll búa á höf- uðborgarsvæðinu. Margrét giftist 19. maí 1945 Ingólfi Jóhannsyni, f. 14. ágúst 1919 á Iðu í Biskupstungum, d. orðin 23 og eitt barnabarna- barnabarn. Margrét stundaði barna- skólanám frá 10 ára aldri til 14 ára í farskóla sveitarinnar. Veturinn 1934-1935 var hún við nám í unglingadeild Hólaskóla. Þá var hún við nám í Hús- mæðraskólanum á Ísafirði vet- urinn 1940-1941. 18 ára gömul hleypti hún heimdraganum og fluttist til Reykjavíkur. Þar dvaldi hún næstu vetur og stundaði ýmis störf, m.a. á saumastofu, en á sumrin var hún kaupakona hjá læknishjónunum í Laugarási, þeim Sigurlaugu Einarsdóttur og Ólafi Einarssyni. Þar lágu leiðir þeirra Ingólfs saman og bjuggu þau á Iðu í 60 ár, flest árin með blandaðan búskap. Hún var mikil hestakona og átti jafnan góða reiðhesta. Garðyrkja og blómarækt var eitt af hugðarefnum hennar og naut hún sín vel á þeim vett- vangi. M.a. hlaut hún verðlaun fyrir garðinn sinn á Iðu. Útför Margrétar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 9. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 14. 20. júní 2005. For- eldrar hans voru Jóhann Kristinn Guðmundsson og kona hans Bríet Þórólfsdóttir. Ing- ólfur og Margrét hófu búskap á Iðu ári 1945 og bjuggu þar alla tíð. Börn þeirra eru: 1. Jó- hanna Bríet, maki Haraldur Sveins- son. Synir þeirra eru Helgi Sig- urður og Ingólfur. 2. Guð- mundur, kona hans er Elinborg Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Ingvar, Margrét, Bergur, Anna Helga og Dýrfinna. 3. Hólmfríður, maki Baldvin Árnason. Börn Hólmfríðar eru Agnar og Margrét. 4. Loftur, kona hans er Guðrún Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru Ólafur, Ingimar, Eyþór og Guðrún Arna. Barnabarnabörnin eru Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasáin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Elsku mamma. Vertu kært kvödd og Guði fal- in. Börnin þín, Jóhanna Bríet, Guðmundur, Hólmfríður og Loftur. Nú er jörðin að breyta um búning, það er birta um engi og tún. Enn er myndríkur möttullinn græni, það er morgunn við heiðarbrún. (Hugrún.) Þegar jörðin fer úr vetrarklæð- um sínum og gróðurinn gægist upp úr moldinni fer Margrét tengdamóðir mín til fundar við þá sem gengnir eru á undan henni inn í eilífðina. Ég minnist þess með miklu þakklæti þegar ég kom fyrst að Iðu fyrir 42 árum til fund- ar við tengdaforeldra mína. Þá skynjaði ég strax mikla góðvild og hlýju sem einkenndi þau, nábýli okkar og samskipti alla tíð. Alltaf var Magga jafnlynd og hógvær og tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Nær daglega í áraraðir var meira en sjálfsagt að börnin okkar kæmu í ömmuskóla á meðan við fórum til vinnu og þar lögðu þau yngstu sig með henni eftir hádeg- ið. Þetta var ómetanlegt og börn- unum mikið og gott veganesti. Að loknum vinnudegi þótti sjálfsagt að setjast niður með kaffibolla og oftar en ekki voru nýbakaðar flatkökur bornar á borð. Þá var vandi vel boðnu að neita, því flatkökurnar hennar Möggu voru einstaklega bragð- góðar. Af þeim var engin upp- skrift heldur blandaði hún mjöl- inu eftir hendinni í rósótt vaskafat og notaði ákveðinn skaftpott til að hita mjólkina. Alltaf bauð Magga í kaffi jafnvel þegar andlegt og lík- amlegt atgervi var nær þrotið meðan hún dvaldi síðustu mánuð- ina á Kumbaravogi. Þar naut hún kærleiksríkrar umönnunar starfsfólksins og fyrir það erum við fjölskyldan afar þakklát. Blómagarðurinn hennar Möggu, gróðurhúsið og fallegt handverk bera natni hennar og eljusemi fagurt vitni. Á hestbaki átti hún fram yfir nírætt sínar einka- og ánægjustundir. Oft mátti sjá Möggu leggja hnakk á reiðhestinn sinn til að fara í smá reiðtúr og koma endurnærða til baka. Stundum var farið í lengri hestaferðir um landið. Það voru miklar ánægjustundir fyrir okkur hjónin og yngstu dætur okkar, að fá tækifæri til að fylgja reiðfólk- inu eftir með trússinn í rútunni okkar. Meðal annars var farið norður Kjöl í Skagafjörð, vestur á Löngufjörur um Fjallabak o.fl. Oft bar þessar ferðir á góma og eru þær dýrmætur fjársjóður í minningabankanum. Magga var ætíð með hugann við hestana sína, líka nú á síðustu mánuðun- um á Kumbaravogi þegar komið var í heimsókn, þá hafði hún verið að sýsla við hestana uppi í fjalli eða úti í mýri. Þannig starfaði hugurinn og það var morgunn við heiðarbrún þegar hún hélt af stað í sína síðustu för. „Það sem verður að vera, vilj- ugur skal hver bera“, sagði Magga stundum við mig hin síðustu ár. Ég verð að sætta mig við að hún er horfin sjónum mínum en minning- in um dásamlega konu mun lifa áfram í hjarta mínu uns við hitt- umst á ný. Ég bið Guð á sorgar- stundu að vera með fjölskyldunni allri og blessa minningu Mar- grétar tengdamóður minnar. Við skulum öll minnast þess að Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Hver sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh.11,25). Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Elinborg Sigurðardóttir. Í dag fylgjum við elsku ömmu sína hinstu leið, hún mun loks fá að hvíla við hlið afa í sveitinni sem hún bjó lengst af. Amma minntist samt oft sveitarinnar sinnar fyrir norð- an og það var gaman að heyra frá- sagnir hennar úr æsku sem urðu ljóslifandi þegar hún sagði frá. Frásagnirnar urðu einnig nær hjartanu þegar við heimsóttum æskuslóðirnar með ömmu fyrir mörgum árum og enn í dag sé ég ömmu svo létta á fæti skoppa um þúfurnar eins og hún væri orðin tíu ára á ný. Ég hlaut þann heiður að vera skírð í höfuðið á ömmu og það nafn ber ég með stolti enda var hún ein af mikilvægustu konum í lífi mínu og stór fyrirmynd. Ég naut einnig þeirra forréttinda að alast upp í sveitinni í návígi við afa og ömmu. Það var visst öryggi að geta alltaf leitað til afa og ömmu. Frá unga aldri fórum við systkinin í „Ömmu- skóla“ á meðan pabbi og mamma fóru til vinnu, við tókum þátt í dag- legu lífi afa og ömmu. Ég minnist þess þegar ég var eitt sinn veik, mér fannst ég vera orðin frekar stór og gat sko auðveldlega verið ein heima. Af umhyggju leit amma við hjá mér upp úr hádeginu og við urðum sammála því að það væri bara best að ég kæmi niður eftir til hennar, enda var ég orðin frekar einmana. Amma bar mig því á bak- inu heim til sín og svo fékk ég ný- bakaðar flatkökur og kleinur sem var hið besta meðal í veikindun- um. Amma prjónaði mikið, í æsku klæddumst við systkinin nær- skyrtum og gammósíum sem amma prjónaði á prjónavélina í kjallaranum. Einna bestir þóttu mér hvítu lopasokkarnir sem hún handprjónaði og það var eins og að fá gull þegar eitt par af lopa- sokkum leyndist í jólapökkunum. Amma bakaði flatkökur í kjall- aranum. Það var ljúft að finna angan af nýbökuðum flatkökun- um út á hlaðið og geta skotið sér inn í kjallarann og gætt sér á heitri flatköku með smjöri sem bráðnaði jafnóðum. Amma var mikil hestakona og brá sér á bak nánast á hverjum degi fram að tíræðisaldri. Alltaf var gaman að fara í reiðtúra með ömmu, þó svo reiðleiðirnar væru alltaf þær sömu. En sumar voru þó meira í uppáhaldi en aðrar, sérstaklega þegar við riðum ár- bakkana, þá var stundum sprett úr spori. Á áningarstöðum lumaði amma yfirleitt á brjóstsykri í vas- anum. Amma hafði mjög gaman af vísum og bundnu máli og oftar en ekki fór hún með vísu sem mamma hennar hafði kennt henni í æsku. Amma samdi líka heil ósköp af vísum sjálf og hér að neð- an læt ég fylgja eina vísu hér að neðan sem ég fékk í afmælisgjöf. Síðustu ár hef ég verið búsett í Noregi og við höfum notast við tölvutæknina til að spjalla saman. Ömmu fannst þetta mikil undur og stórmerki og sagði að þetta myndu nú hafa kallast galdrar hér áður fyrr, en hún hafði gaman af þessu og þegar ég gekk um íbúðina mína hér úti með mynda- vélina og sýndi henni hvernig ég bý, fannst henni eins og hún væri komin í heimsókn til mín. Takk, elsku amma, fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og minningu þína mun ég geyma um aldur og ævi. Ástúðleg og öllum kær, aldrei víla þóttir. Þú ert hrein og mjúklynd mær, (Margrét Guðmundsdóttir) Þín Margrét Guðmundsdóttir. Elsku amma. Takk fyrir hlýjuna og hve gott það var að geta komið til þín og afa í gamla húsið ykkar og heyra sög- urnar þínar sem lítil stelpa úr Skagafirðinum. Hve gaman það var að koma til þín þegar maður heyrði að þú varst að baka í kjallaranum á kósaninu flatkökurnar, fá eina köku og hlaupa upp í eldhús og setja smjör á kökuna og enda svo með allt smjörið í höndum því kakan var svo heit. Koma í hesthúsið til þín og fylgjast með þér nostra við hest- ana þína og hve vænt þér þótti um öll dýrin sem voru í kringum þig, villiköttinn sem þú gafst að éta þó að hann væri ekki vel liðinn á bænum og hrafninn sem fékk allt- af feita bitann í holuna á hlið- staurnum. Nú ert þú komin í sum- arlandið til afa með hestana þína þér við hlið, takk fyrir allt, elsku amma mín. Svona er gjörvöll saga vor. Söngvar allir dvína. Allt sem markar einhver spor endar göngu sína. Margrét Guðmundsdóttir Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Útfarar- og lögfræðiþjónusta – Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn ✝ Jóhann Ólafs-son, bóndi og organisti, fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 2. október 1952. Hann lést á Akureyri 29. apríl 2015. Foreldrar hans voru Ólafur Tryggvason, f. 9.6. 1920, d. 6.1. 2005, og Friðrika Har- aldsdóttir, f. 2.1. 1915, d. 21.10. 1992. Jóhann átti þrjú systkini. Þau eru: Ævarr, f. 1940, d. 2009 (sammæðra), Kristín, f. 1951, Jón Haraldur, f. 1958, d. 2002. Jóhann kvæntist Unni M. Hjálmarsdóttur og eignuðust þau sex börn: 1) Tryggvi, f. 28.8. 1973, sambýliskona hans er Helga Hermannsdóttir. Börn Tryggva eru Einar Jóhann, f. 1997, og Friðrika Vigdís, f. 1999. 2) Hafdís, f. 9.9. 1975, sam- býlismaður hennar er Jósef Kristjánsson. Börn þeirra eru Birna Lind, f. 2008, Kristján Páll, f. 2010, Ólafur Tryggvi, f. 2011, og Stefán Jósef, f. 2012, fyrir á Hafdís soninn Jóhann Harald, f. 2003, og Jósef á son- inn Bjarna Heiðar, f. 1997. 3) Heiðrún, f. 9.9. 1975, eig- inmaður hennar er Skarphéðinn Leifsson, þeirra börn eru Guð- rún María, f. 1998, Alexander, f. 2004, og Leifur Máni f. 2008. 4) Helgi, f. 9.12. 1977. 5) Daníel, f. 23.11. 1978, eiginkona hans er Kristín Hjálmarsdóttir, börn þeirra eru Sunneva, f. 2009, og Freymar, f. 2014. 6) Sólveig Ey- feld, f. 5.6. 1983, sambýlismaður hennar er Younes Ababou. Dótt- ir Sólveigar er Athena Freyja, f. 2010. Jóhann og Unnur skildu 1996. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Herdís A. Geirsdóttir, f. 26.9. 1951. Hennar börn eru: 1) Ingunn Margrét, f. 3.4. 1973. Hennar börn eru Jökull Þorri, f. 1999, Urður Birta, f. 2003, og Breki Hrafn, f. 2007. 2) Einar Bjarki, f. 29.8. 1975, eiginkona hans er Sigurrós Karlsdóttir. Þeirra börn eru: Herdís, f. 2004, Snælaug, f. 2009, Júlía, f. 2011, og Þórhalla, f. 2013. Jóhann lauk unglingaprófi frá Húsabakka- skóla 1967, mið- skólaprófi frá Dal- víkurskóla 1968, útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Bændaskólanum að Hólum 1970 og tók við búinu af for- eldrum sínum 1976. Jóhann hefur unnið sem vélamaður og bílstjóri hjá ýmsum fyrirtækjum, rak leigubíl og var landpóstur frá árinu 1997. Jó- hann var varaformaður Umf. Þorsteins Svarfaðar 1992, sat í stjórn UMSE 1987-91, í stjórn UMFÍ frá 1989-2001 og sæmdur gullmerki UMFÍ 2002. Jóhann gegndi fjölda trúnaðarstarfa og átti m.a. sæti í skólanefndum Húsabakkaskóla, Dalvíkurskóla og Bændaskólans á Hólum, var svæðisstjóri hjá Kiwanis á árum áður og hefur verið fulltrúi hér- aðsins á ýmsum landsfundum, t.d. hjá SÍS, Landssambandi kúabænda og Sambandsþingum UMFÍ. Jóhann sat í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar 2006-2014 og var formaður sóknarnefndar Vallakirkju og safnaðarfulltrúi. Haustið 2014 gekk Jóhann til liðs við Frímúrararegluna á Ak- ureyri. Jóhann hóf nám í org- elleik hjá Jakobi Tryggvasyni og í Tónlistarskóla Dalvíkur 1965-69. Árið 1991 hóf hann nám í orgelleik við Tónlistar- skólann á Akureyri, lauk því námi 1995 og sama ár lauk hann þriðja stigs prófi í söng. Þá lauk hann námi við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar vorið 2014. Hann tók við starfi organista í Svarf- aðardal árin 1991-1996 af föður sínum sem gegnt hafði því starfi í tæp 50 ár. Jóhann hefur starf- að með ýmsum kórum og end- urreisti Karlakór Dalvíkur 1995 og stjórnaði honum til 2001. Jó- hann var organisti við Hríseyj- arkirkju frá árinu 2008 og við Miðgarðskirkju í Grímsey í ára- tug auk þess að spila við athafn- ir í öðrum kirkjum. Útför Jóhanns verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 9. maí 2015, kl. 10.30. Jarðsett verður að Völlum í Svarfaðardal. Mig setti hljóðan er ég frétti lát Jóhanns Ólafssonar frá Ytra- Hvarfi. Ég hafði hitt hann kvöld- ið áður þar sem við ræddum sameiginleg áhugamál og það sem framundan væri. Við kvödd- umst með gamanmál á vörum eins og svo oft áður og ekki datt mér þá í hug að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Þetta sýnir glöggt að við eigum ekki morg- undaginn vísan. Kynni okkar Jóhanns voru stutt en því mun ánægjulegri og fann ég fljótt að þar fór maður sem gott var að eiga að vini. Þau hófust er Jóhann gekk í frímúr- arastúkuna Rún á Akureyri sl. haust. Tók hann strax virkan þátt í störfum stúkunnar og fann sig þar vel. Jóhann var organisti og hafði miklar meðfæddar tón- listargáfur enda af góðu tónlist- arfólki kominn. Hann hafði stundað nám hjá virtum tónlist- armönnum og gat miðlað af mik- illi reynslu á sviði tónlistar. Við fundum fljótt samhljóm er Jó- hann fór að leika undir með kór frímúrarabræðra á Akureyri sem ég er starfandi í. Það var gott að leita til hans og fá ráð og leiðbeiningar. Með honum réðst kórinn í stærri verkefni en hann hafði áður treyst sér til sem náði hámarki með fyrstu opinberu tónleikum kórsins er hann tók þátt í tónleikum Frímúrarakórs- ins í Reykjavík sem gestakór í hátíðarsal frímúrarareglunnar í Reykjavík í lok apríl sl. Þar átti hlutur Jóhanns stóran þátt í því hvað vel tókst til með góðum og öruggum undirleik. Frekari verkefni voru á döfinni sem við hlökkuðum báðir til að takast á við. Það er því skarð fyrir skildi og mikill söknuður í hópi kór- félaga og allra frímúrarabræðra nú þegar harpa Jóhanns hefur hljóðnað. Við minnumst hans með djúpu þakklæti og virðingu. Ég vil fyrir mína hönd og félaga í kór frímúrarabræðra á Akur- eyri færa ekkju Jóhanns og að- standendum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Daníel Guðjónsson. Jóhann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.