Morgunblaðið - 09.05.2015, Page 44

Morgunblaðið - 09.05.2015, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gættu þess að láta ekkert koma þér á óvart. Ekki bara það, því fjölskyldulífið tekur framförum líka. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að láta ekki sjást hversu aðfinnslur vinnufélaganna fara í taugarnar á þér. Gefðu þér góðan tíma og leyfðu þínum innri manni að ráða ferðinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Líkaminn gefur þér merki sem hjálpa þér að greina á milli viðbragða sem helgast af ást og þeirra sem ráðast af stjórn- semi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er tíminn runninn upp – tíminn til að gera eitthvað klikkað. Sjáðu til þess að það fari á rétta staði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert svo samdauna vissu umræðuefni að þú sérð ekki það augljósa í málinu. Taktu ekki meira að þér en þú ræður vel við. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stundum eru tilfinningar manns nei- kvæðar. Nýttu þér hráan kraft himintungl- anna til þess að miða þér áleiðis, í stað þess að láta nýjan og yndislegan snertiflöt villa þig af leið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er dagur hagnýtninnar. Gerðu þér glögga grein fyrir öllum staðreyndum og gríptu svo til þeirra ráðstafana sem þú veist að skila þér heilum í höfn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert hrókur alls fagnaðar um þessar mundir og færð hvert heimboðið á fætur öðru. Ekki nóg með það heldur segir þú rétta hluti við rétta fólkið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki gera lítið úr heimspekilegum viðhorfum eða trúarskoðunum einhvers í dag. Leyfðu öðrum að njóta sín líka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kannt að freistast til að kaupa einhverja munaðarvöru fyrir heimilið. Láttu aðra vita að þér þyki vænt um þá. Varastu að láta það stíga þér til höfuðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. Láttu ekki aðra draga úr þér kjarkinn, því oft er það bara öfund þeirra sem þora ekki að láta til skarar skríða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allir þurfa að rækta sína vináttu ef þeir vilja fá einhverja vináttu á móti. Notaðu það þér til framdráttar í dag. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjöl- skyldunni. Vorið er komið og Víkverji fyllistalltaf mikilli kæti á þessum árs- tíma. Þetta er uppáhaldsárstími Vík- verja. Þá fær hann freknur í andlitið á heldur hvíta og stundum allt að því gráa húð. Húð hans er ljós líkt og húð föður Víkverja sem er rauð- hærður og freknóttur. Þess vegna fagnar Víkverji frekn- unum og er löngu, löngu, segir hann og skrifar, að svekkja sig yfir því að eldri systkini hans fengu kaffibrúna húð móður þeirra í sinni gena- blöndu. x x x Á vorin kviknar lífið á nýjan leikeftir kaldan veturinn, gróðurinn grænkar og lömbin og folöldin fæð- ast. Þá líður Víkverja aldrei eins vel og í sveitinni þar sem hann finnur lyktina af lífinu. x x x Eins og gengur í sveitinni, þá áVíkverji við sveitabæi, þá er oft margt um manninn. Margar hendur vinna létt verk er oft látið flakka í þessu samhengi og það á einnig við um litlu hendurnar á bænum sem eru oftar en ekki mikilvægur hlekk- ur í vinnukeðjunni. x x x Hlauptu út í fjáhús og athugaðuhvort það sé einhver að bera.“ Þetta sagði bóndakonan við af- kvæmið sem var rétt undir ferming- araldri. Þegar það kom aftur til baka inn í bæ sagði það andstutt eftir hlaupin að ekkert lamb væri komið. „Kíktirðu örugglega á allar pík- urnar?“ spurði móðirin barnið. „Jább“ sagði sú stutta snaggaralega og bætti fljótlega við að enginn belg- ur hefði verið sjánlegur í píkunum. Þetta var ekki fyrsta ferðin í fjár- húsið hjá snótinni enda vissi hún hvaða svara móðirin vænti eftir ferð- ina. x x x Svona er lífið í sveitinni. Einfalt.Líf og dauði og allt þar á milli. Stundum er samt eins og vegalengd- in sé óralöng frá sveit í borg því þráðurinn þarna á milli hefur slitn- að, í það minnsta trosnað hjá mörg- um. víkverji@mbl.is Víkverji Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóhannesarguðspjall 8:12) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Fæst í apóteki: Árbæjar, Lyfjaver, Rima, Reykjavíkur, Garðs, Garðabæjar, Urðar, Vesturlands, Akureyrar. w w w .celsu s.is Síðasta laugardagsgáta var eftirGuðmund Arnfinnsson: Getur verið gata slétt. Gjarnan möguleiki Erfiði þér oft fær létt. Upp á háan stall þig sett. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Það mun vera vegur. Vinnandi ef getur. Þjáll og þægilegur. Þig í háveg setur. Sjálfur leysir Guðmundur gát- una þannig: Sléttur getur verið vegur. Vegur möguleiki er. Vegur er háttur haganlegur. Heiðursmanni vegur ber. Og bætir síðan við limru: Á Guðs vegum gekk hann sem dreng- ur, en gerir það ekki lengur, hann drekkur og djammar Drottni til skammar, en Fjandanum þykir hann fengur. Með svari sínu fer Árni Blöndal eigin leiðir og setur þessa yfir- skrift á lausnina: Leið (-framapot- ara) Veginn breiða víða rann, valdi alltaf leiðir sléttar, erfitt sér hann aldrei vann, efsta stallinn loksins fann. Hér kemur í lokin gáta eftir Guðmund, – „með nýju sniði frá minni hendi“: Tengist það við af og út. Auka má við heila. Tengt við fót þér færir sút. Fest við stíl sem veila. Ísleifur Gíslason hugsaði ab- strakt: Landið okkar vigtað var, að vísu er það talið ungt, það eru fjórir fjórðungar, mér finnst það ekki vera þungt. Jón á Bægisá velti fyrir sér sam- bandinu milli sálar og líkama: Segið mér, hvort sannara er að sálin drepi líkamann eða hitt að svakk með sitt sálinni stundum fargi hann. Gömul vísa í lokin: Margt má heyra og margt má sjá, menn ef skynja kynni. Hef ég eyru og hlýði á hljóm í veröldinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vegurinn er alla vega Í klípu „ÉG ÞOLDI EKKI AÐ VINNA FYRIR HIÐ OPINBERA, ÞANNIG AÐ ÉG HÓF EIGIN REKSTUR. NÚ ÞOLI ÉG BARA EKKI AÐ VINNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER BLÁA ÞRUMAN, FÉLAGI; LÁSI LÖGGA ER KOMINN Á STJÁ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að biðjast fyrir saman. ÉG ER AÐ BÚA TIL SÉRSTÖKU SÚPUNA HENNAR ÖMMU, GRETTIR ÉG ER AÐ REYNA AÐ FYLGJA UPPSKRIFTINNI VIÐ GETUM NOTAÐ SÚKKULAÐIKÖKU Í STAÐINN HVAÐ FÆ ÉG SLÉTTUÚLF? HRÓLFUR, EF ÞÚ BREYTIR EKKI LÍFSTÍLNUM ÞÍNUM, ÞÁ VERÐ ÉG EKKI LÆKNIRINN ÞINN MIKIÐ LENGUR!! HVAÐ SAGÐI DR. ZÓKI? HANN ER AÐ SPÁ Í AÐ HÆTTA Í HEILBRIGÐISGEIRANUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.