Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 49

Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2015 Fyrsta sumarsýning Listasafns Reykjavíkur, Listhneigð Ásmundar Sveinssonar, verður opnuð í Ás- mundarsafni í dag kl. 16. Á sýning- unni eru ferli Ásmundar gerð skil með lykilverkum úr safneign Lista- safns Reykjavíkur. „Ásmundur Sveinsson var á með- al frumkvöðla íslenskrar högg- myndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, sem og til þjóðar- innar. Efnismikil, kröftug og stund- um ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem oft má lesa úr íslenskri náttúru. Hann tileinkaði sér jafnframt meginstrauma alþjóð- legrar listsköpunar og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð,“ segir í tilkynningu. Kröftugur Listhneigð nefnist þetta verk Ásmundar Sveinssonar frá árinu 1936. Listhneigð Ásmundar Sveinssonar Norska spunahljómsveitin Parallax heldur þrenna tónleika á næstu dögum, þá fyrstu annað kvöld kl. 20 í Hömrum á Ísafirði, aðra í Húsa- fellskirkju 12. maí kl. 20 og þá þriðju í Mengi, Óðinsgötu 2, 13. maí kl. 20. Aðgangur er ókeypis á tón- leikana á Ísafirði og Húsafelli en í Mengi er aðgangseyrir 2.000 kr. Hljómsveitina skipa Stian Omenås á trompet og slagverk, Are Lothe Kolbeinsen á gítar og mbira og Ul- rik Ibsen Thorsrud sem leikur á trommur, slagverk og sög. „Parallax hefur frá stofnun sveit- arinnar árið 2008 þróað með sér einstakan stíl þar sem þeir blanda saman mörgum hljóðum á þann hátt að það hljómi sem einn hljóð- gjafi. Tónlistin getur verið taktföst, hávaðakennd eða jafnvel ljóðræn og innhverf,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitin hafi fengið ýmis tón- skáld og listamenn til samstarfs við sig í gegnum tíðina og í Húsafelli muni hún fá listamenn frá lista- mannabúðunum í Fljótstungu til liðs við sig. Í Mengi mun Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og rafgít- arleikari, leggja sveitinni lið. Parallax heldur þrenna tónleika Parallax Norsk spunahljómsveit. Fyrsti íslenski sumarsmell-urinn er kominn í kvik-myndahúsin. GunnarHansson skrifaði hand- ritið og settist í fyrsta sinn í leik- stjórastólinn en hafði kempuna Dav- íð Óskar Ólafsson sér til halds og trausts í því starfi. Reyndar má segja að þeir félagar hafi verið með valinn mann í hverju rúmi við gerð myndarinnar og útkoman er bæði upplífgandi og skemmtileg. Bakk segir af æskuvinunum Gísla (Gunnar) og Viðari (Víkingur) sem löngum hafa gengið saman gegnum súrt og sætt. Þegar Gísli hefur mál- að sig út í horn í höfuðstaðnum flýr hann á heimaslóðir sínar, Hellis- sand, og leitar ásjár vinar síns. Ör- vænting Gísla gerir hann svo eirð- arlausan að hann getur ekki hugsað sér að staldra við og því linnir hann ekki látum fyrr en hann hefur narr- að heimakæran vin sinn með sér í vanhugsaða vegferð um landið. Gísli hefur ákveðið að þeir muni bakka hringveginn og safna fé til styrktar einhverju góðu málefni. Án frekara vafsturs eru þeir lagðir í hann en leiðin er seinfarin og vinirnir þurfa að takast á við ára fortíðar, vinátt- una og framtíðardraumana en um- fram allt reyna að finna sig sjálfa. Félagarnir eru afar ólíkir að eðlis- fari og því skapast dýnamísk spenna á milli þeirra. Gísli er sveimhugi mikill sem hefur alltaf vaðið áfram með sjálfhverfu skeytingarleysi. Hann ætlar sér ekki að særa aðra eða valda miska en leiðir heldur aldrei hugann að afleiðingum gjörða sinna. Viðar er aftur á móti með- virka týpan sem axlar ábyrgð á feil- sporum og fávitaskap vinar síns og virðist því vera að bugast undan öll- um heimsins byrðum. Sem betur fer stekkur sólkysstur puttaferðalangur óvænt upp í bílinn fljótlega eftir að þeir leggja í hann. Blær (Saga) er hressilega frjálsleg og hispurslaus blaðurskjóða sem rýfur strax þrúg- andi og staðnaða togstreituna sem ríkir milli vinanna. Persónur myndarinnar eru heil- steyptar og mannlegar þótt þær séu kannski svolítið einfaldar. Áhorf- endur kannast við svona týpur og geta því fundið til samkenndar með þeim en það sem meira er þá geta þeir óhikað hlegið dátt að óförum þeirra og kjánaskap. Aukapersónur á borð við FM-hnakkana sem Hall- grímur Ólafsson og Ágústa Eva Er- lendsdóttir ljá líf koma sterkar inn á því sviði. Gísli og Viðar reyna að kynna ferð sína og ræsa góðgerðar- fjáröflunina með því að slá á þráðinn í beina útvarpsútsendingu. Þeir ramba í ólukku inn í þáttinn Dirty Bitch þar sem Viðari verður á í messunni þannig að kjaftfori þátta- stjórnandinn stekkur upp á nef sér og slær svo um sig með þversagna- kenndum femínisma áður en hún skellir á Viðar og setur lagið „I’m a Slut“ undir geislann. Slík sjálfbirg- ingsleg réttlætiskennd einkennir oft íslenska þjóðarsál og ætti því að geta kitlað hláturtaugar áhorfenda. Það sama ætti sena með bifvéla- virkjabræðrum leiknum af Þorsteini Bachmann og Birgi Ísleifi Gunn- arssyni að geta gert enda minna þeir um margt á skyldleikaræktuðu kaffibrúsakarlana sem löngum hafa gert það gott. Húmor myndarinnar er sem sagt kaldhæðinn og vel kryddaður fim- maurabröndurum en grínið keyrir ekki um þverbak og dramatíkin verður aldrei íþyngjandi. Handritið er burðugt, samtölin lipur og aðal- þríeykið rúllar sögunni vel upp með góðum leik. Myndin skartar mörg- um skotum af litla kaupleigubílnum bakka bugðóttan þjóðveginn með áferðarfögru panorama landslagi í bakgrunni. Reynisdrangar taka sig einstaklega vel út í einni slíkri senu. Kvikmyndataka og myndvinnsla er töfrandi því íslenskum veðrabrigð- um með sínum skinum, skúrum, dalalæðum og heiðríkjum er leyft að njóta sín og tónlist Snorra Helga- sonar giftist heildarþemanu vel. Óendanleika slaufutáknið gefur myndinni skemmtilegan merkingar- auka. Gísli er með það húðflúrað inn- anvert á annan úlnlið sinn. Í dul- speki er þetta tákn oft spyrt við ímynd forna ouroboros snáksins sem bítur í skott sér. Hann er táknrænn fyrir eilífa hringrás almennt og sér- tækari sjálfskoðun einstaklinga sem leitast við að samþætta sjálfsmynd sína, sætta myrkar hliðar og bjartari ásjónur. Aðalpersónur myndarinnar komast að því á hringferð sinni að öllum getur reynst hollt að eltast stundum við skottið á sjálfum sér, líta yfir farinn veg og gramsa svolít- ið í pakkfullri huglægri farangurs- geymslu sinni. Þessi slönguhringur minnir áhorfendur einnig á gang árstíðanna og að sumarið er á næsta leiti. Lóan og fyrsti íslenski sumar- smellur ársins eru loksins komin svo nú mega grundirnar gróa og yggli- brún landsmanna hýrna með hækk- andi sól en þangað til hitastigið hækkar geta landsmenn flykkst í bíó og fengið sumarfíling myndarinnar beint í æð. Að bíta í skott sér og velta hringinn Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Keflavík Bakk bbbbn Leikstjórn: Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Handrit: Gunnar Hans- son. Kvikmyndataka: Árni Filippusson. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Aðal- hlutverk: Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir. 91 mín. Ísland, 2015. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYND Húmor „Handritið er burðugt, samtölin lipur og aðalþríeykið rúllar sögunni vel upp með góðum leik,“ segir m.a. í rýni um kvikmyndina Bakk. ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.