Morgunblaðið - 09.05.2015, Síða 52
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Misstu bílinn í sjóinn
2. Sjáið Brynju Dan ljóshærða
3. Tók 90 megrunartöflur á viku
4. Fækkaði fötum fyrir Letterman
Vorsýning Myndlistaskólans í
Reykjavík hefst í dag og sýnir skólinn
verk eftir nemendur í sjónlistadeild
og diplómunámi í keramík, teikningu
og textíl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vorsýning Myndlista-
skólans í Reykjavík
Finnar verða í
fókus á Vatnsmýr-
arhátíðinni í ár,
sem fram fer í
Norræna húsinu.
Félagið Suomi
Finnland tekur
virkan þátt í dag-
skránni í ár og
mun bjóða upp á
kórsöng og smakk á finnskum kræs-
ingum. Farið verður í finnska leiki svo
sem barnaburð og stígvélakast,
heimildamynd um finnsku hljóm-
sveitina PKN verður einnig sýnd.
Stígvélakast og
finnskar kræsingar
Boðið er upp á ís, kaffi og súkku-
laði í sundlaugum Kópavogs frá
klukkan 11 í dag í tilefni afmæl-
ishátíðar bæjarins og á morgun, 10.
maí verða stórtónleikar í Kórnum.
Meðal þeirra sem koma fram eru Ríó
tríó, Salka Sól, Erpur,
sameinaður barnakór
sem 400 börn úr Kópa-
vogi skipa, Stebbi
Hilmars og auð-
vitað Dr. Gunni
ásamt fleirum.
Frítt er á við-
burðinn.
Kópavogur heldur
upp á sextugsafmæli
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og stöku él en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti yfirleitt 0
til 8 stig og mildast á Suðvesturlandi.
Á sunnudag Austan 3-8 m/s og bjart með köflum en 8-13 m/s og dálítil él við suður-
ströndina. Hiti 1 til 7 stig að deginum en vægt frost norðaustan- og austanlands.
Á mánudag Norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Léttskýjað suðvestan- og vestanlands en
skúrir eða él á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag Norðaustlæg átt.
„Fyrir tímabilið ákvað ég að þetta
yrði mitt síðasta keppnistímabil sem
leikmaður. Þótt ég sé enn vel á mig
komin og á ágætum aldri þá þykir
mér þetta vera góður tími til að setja
punkt aftan við þennan hluta ævinn-
ar,“ sagði Hildur Sigurðardóttir með-
al annars við Morgunblaðið í gær en
hún var valin besti leikmaður Íslands-
mótsins í körfubolta. »1
Löngum ferli lauk á
glæsilegan máta
Hauka úr Hafnarfirði vantar
nú einungis einn sigur á
Aftureldingu til viðbótar til
þess að verða Íslandsmeist-
arar karla í handknattleik.
Haukar unnu annan leik lið-
anna í úrslitarimmunni um
titilinn á Ásvöllum í gær-
kvöldi 21:16. Vinna þarf þrjá
leiki til að verða meistari og
eru Haukar 2:0 yfir. Næsti
leikur fer fram í Mosfells-
bænum. »2-3
Hauka vantar einn
sigur til viðbótar
„Ég var svo sem lítið að hugsa út í
þessar spár. Það er eðlilegt að liði
sem aldrei hefur spilað í efstu deild
sé spáð falli en við leikmennirnir höf-
um mikla trú á okkur og einbeitum
okkur að eigin liði. Markmiðið er að
sjálfsögðu að halda sætinu í deild-
inni,“ segir Leiknismaðurinn Hilmar
Árni Halldórsson
sem er leikmaður
fyrstu umferðar
Pepsi-deildar
karla í fótbolta
hjá Morgun-
blaðinu.
»2-3
Við höfum mikla
trú á okkur sjálfir
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fimm nemendur á fyrsta ári í Há-
skólanum í Reykjavík vinna saman
að viðskiptahugmynd sem gengur
út á það að tengja saman fólk sem
vill kynnast nýrri matarmenningu
og þá sem hafa gaman af því að
elda og kynnast nýju fólki. Nem-
endurnir eru að hanna heimasíðu í
anda airbnb.com og verður hún
væntanlega opnuð um helgina, en í
stað þess að fólk leigi frá sér hús-
næði eða leiti að húsnæði til leigu
snúast viðskiptin um að bjóða upp á
mat í heimahúsi gegn greiðslu.
Agla Eir Vilhjálmsdóttir laga-
nemi, Anna Sigurrós Steinarsdóttir
verkfræðinemi, Björn Þór Þor-
steinsson viðskiptafræðinemi, Mar-
grét Lilja Arnarsdóttir verk-
fræðinemi og Mist Grétarsdóttir
sálfræðinemi vinna að fyrrnefndu
verkefni, fyrst og fremst með er-
lenda ferðamenn í huga.
foodfriendsiceland.com
Agla Eir segir að hugmyndin sé
að áhugakokkar búi sér til svæði á
heimasíðu fyrirtækisins (foodfri-
endsiceland.com) og á appi, sem til
stendur að útbúa. Þar kynni þeir
sig, hvað þeir hafi upp á að bjóða,
hvenær og hvað það kosti. Við-
skiptavinurinn geti skoðað mis-
munandi prófíla og keypt sér mál-
tíð. Hann geti líka gefið
matreiðslumanninum einkunn fyrir
eldamennskuna og kokkurinn geti
á sama hátt gefið viðskiptavininum
einkunn fyrir framkomuna. „Við
hugsum þetta fyrir túrista sem
vilja kynnast heimafólki og fá
heimagerðan mat og fyrir fólk sem
hefur áhuga á að taka á móti ferða-
mönnum inn á sitt heimili,“ segir
hún. Til nánari útskýringar segir
Agla Eir að fyrirtækið ákveði lág-
marks- og hámarksverð og áhuga-
kokkarnir ákveði hvað sé í boði
hverju sinni og verðleggi þjón-
ustuna á milli fyrirfram ákveðinna
marka.
Markmið áfangans er að hóp-
arnir komist eins langt og þeir geti
til þess að verkefnin verði að raun-
veruleika. „Þegar við byrjuðum að
vinna að verkefninu fannst okkur
það svo áhugavert að okkur langar
að halda því áfram og hrinda því í
framkvæmd,“ segir Agla Eir. Hún
bætir við að hugsanlega verði þau
fimm og fjölskyldur þeirra fyrstu
áhugakokkarnir til þess að koma
fyrirtækinu af stað. Þau kynntu
verkefnið ferðamönnum í mið-
bænum í vikunni og fengu góðar
undirtektir. „Það var skemmtilegt
að heyra hvað margir höfðu áhuga
á því að koma inn á heimili hjá Ís-
lendingum og borða með þeim, en
að sjálfsögðu verður þetta líka opið
fyrir íslenska matargesti.“
Matarmenningin tengir fólkið
Fyrirtæki háskólanema býður upp á
áhugakokka og mat í heimahúsum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýsköpun Margrét Lilja Arnarsdóttir, Anna Sigurrós Steinarsdóttir, Agla Eir Vilhjálmsdóttir, Mist Grétarsdóttir og Björn Þór Þorsteinsson.
Um 320 nemendur úr hinum
ýmsu deildum eru í áfanganum
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
við Háskólann í Reykjavík. Þeir
eru í 63 hópum og ákveða sjálfir
verkefnin og úrvinnsluna. Mark-
miðið er að þróa viðskipta-
hugmynd á þremur vikum og
fékk hver hópur 30 sekúndur til
þess að kynna verkefni sitt fyrir
hinum hópunum í skólanum í
gær, en verkefnunum á að skila í
lok næstu viku.
„Öllum prófum er lokið og því
höfum við getað einbeitt okkur
að þessu verkefni undanfarnar
tvær vikur,“ segir Agla Eir Vil-
hjálmsdóttir.
Um 320
nemendur
VINSÆLL ÁFANGI