Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 2
FÓTBOLTINN 2015
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015
2
1. UMFERÐ
Sunnudagur 3. maí:
ÍA – Stjarnan ......................... 17.00
Fjölnir – ÍBV ......................... 17.00
Valur – Leiknir R .................. 19.15
Keflavík – Víkingur R. .......... 19.15
Mánudagur 4. maí:
KR – FH................................. 19.15
Fimmtudagur 7. maí:
Fylkir – Breiðablik................ 19.15
2. UMFERÐ
Sunnudagur 10. maí:
ÍBV – Stjarnan ...................... 17.00
FH – Keflavík ........................ 19.15
Víkingur R. – Valur ............... 19.15
Mánudagur 11. maí:
Leiknir R. – ÍA ...................... 19.15
Breiðablik – KR..................... 19.15
Fjölnir – Fylkir...................... 19.15
3. UMFERÐ
Sunnudagur 17. maí:
Fylkir – ÍBV........................... 17.00
Stjarnan – Leiknir R............. 19.15
ÍA – Víkingur R ..................... 19.15
KR – Fjölnir........................... 19.15
Valur – FH ............................. 19.15
Keflavík – Breiðablik ............ 20.00
4. UMFERÐ
Miðvikudagur 20. maí:
ÍBV – Leiknir R..................... 18.00
FH – ÍA .................................. 19.15
Víkingur R. – Stjarnan ......... 19.15
Fjölnir – Keflavík .................. 19.15
Breiðablik – Valur ................. 19.15
Fylkir – KR............................ 20.00
5. UMFERÐ
Mánudagur 25. maí:
KR – ÍBV................................ 17.00
Keflavík – Fylkir ................... 19.15
Valur – Fjölnir ....................... 19.15
Þriðjudagur 26. maí:
ÍA – Breiðablik ...................... 19.15
Leiknir R. – Víkingur R........ 19.15
Stjarnan – FH........................ 20.00
6. UMFERÐ
Sunnudagur 31. maí:
ÍBV – Víkingur R. ................. 17.00
Fjölnir – ÍA ............................ 19.15
Breiðablik – Stjarnan............ 19.15
KR – Keflavík ........................ 19.15
Fylkir – Valur ........................ 19.15
FH – Leiknir R...................... 19.15
32 liða úrslitin í bikarkeppni
KSÍ eru leikin 2. og 3. júní.
7. UMFERÐ
Sunnudagur 7. júní:
Keflavík – ÍBV ....................... 17.00
ÍA – Fylkir ............................. 19.15
Leiknir R. – Breiðablik ......... 19.15
Víkingur R. – FH................... 19.15
Valur – KR ............................. 19.15
Stjarnan – Fjölnir.................. 19.15
Ísland mætir Tékklandi í und-
ankeppni EM 12. júní.
8. UMFERÐ
Sunnudagur 14. júní:
ÍBV – FH ............................... 17.00
Breiðablik – Víkingur R........ 19.15
Keflavík – Valur..................... 19.15
Mánudagur 15. júní:
Fylkir – Stjarnan................... 19.15
KR – ÍA .................................. 19.15
Fjölnir – Leiknir R................ 19.15
16 liða úrslitin í bikarkeppni
KSÍ eru leikin 16.-18. júní.
9. UMFERÐ
Sunnudagur 21. júní:
Valur – ÍBV............................ 17.00
FH – Breiðablik..................... 19.15
Mánudagur 22. júní:
ÍA – Keflavík.......................... 19.15
Leiknir R. – Fylkir ................ 19.15
Stjarnan – KR........................ 19.15
Víkingur R. – Fjölnir............. 19.15
10. UMFERÐ
Föstudagur 26. júní:
Fylkir – Víkingur R............... 19.15
Sunnudagur 28. júní:
ÍBV – Breiðablik.................... 17.00
Valur – ÍA............................... 19.15
Fjölnir – FH........................... 19.15
KR – Leiknir R ...................... 19.15
Mánudagur 29. júní:
Keflavík – Stjarnan ............... 19.15
FH, KR og Víkingur leika í
Evrópudeildinni 2. júlí.
8 liða úrslitin í bikarkeppni KSÍ
eru leikin 5. og 6. júlí.
FH, KR og Víkingur leika í
Evrópudeildinni 9. júlí.
11. UMFERÐ
Föstudagur 10. júlí:
Stjarnan – Valur .................... 19.15
Sunnudagur 12. júlí:
ÍA – ÍBV ................................. 17.00
Víkingur R. – KR................... 19.15
FH – Fylkir............................ 19.15
Mánudagur 13. júlí:
Leiknir R. – Keflavík ............ 19.15
Breiðablik – Fjölnir............... 19.15
Stjarnan leikur í 2. umferð
Meistaradeildar 14. eða 15. júlí.
Önnur umferð í Evrópudeild-
inni er leikin 16. og 23. júlí.
12. UMFERÐ
Laugardagur 18. júlí:
Stjarnan – ÍA ......................... 16.00
Sunnudagur 19. júlí:
ÍBV – Fjölnir ......................... 17.00
Víkingur R. – Keflavík .......... 19.15
FH – KR................................. 19.15
Mánudagur 20. júlí:
Leiknir R. – Valur ................. 19.15
Breiðablik – Fylkir................ 19.15
Stjarnan leikur í 2. umferð
Meistaradeildar 21. eða 22. júlí.
13. UMFERÐ
Sunnudagur 26. júlí:
Stjarnan – ÍBV ...................... 17.00
ÍA – Leiknir R ....................... 19.15
KR – Breiðablik..................... 19.15
Keflavík – FH ........................ 19.15
Valur – Víkingur R ................ 19.15
Fylkir – Fjölnir...................... 19.15
Stjarnan gæti leikið í 3. umferð
Meistaradeildar 28. eða 29. júlí.
Undanúrslitin í bikarkeppni
KSÍ eru leikin 29. og 30. júlí.
Þriðja umferð í Evrópudeild-
inni er leikin 30. júlí og 6. ágúst.
Stjarnan gæti leikið í 3. umferð
Meistaradeildar 4. eða 5. ágúst.
14. UMFERÐ
Miðvikudagur 5. ágúst:
ÍBV – Fylkir........................... 18.00
Víkingur R. – ÍA .................... 19.15
FH – Valur ............................. 19.15
Leiknir R. – Stjarnan............ 19.15
Fjölnir – KR........................... 19.15
Breiðablik – Keflavík ............ 19.15
15. UMFERÐ
Sunnudagur 9. ágúst:
Leiknir R. – ÍBV.................... 17.00
Stjarnan – Víkingur R .......... 19.15
Mánudagur 10. ágúst:
ÍA – FH .................................. 19.15
Keflavík – Fjölnir .................. 19.15
Valur – Breiðablik ................. 19.15
KR – Fylkir............................ 19.15
Úrslitaleikurinn í bikarkeppni
KSÍ verður leikinn 15. ágúst.
16. UMFERÐ
Mánudagur 17. ágúst:
Víkingur R. – Leiknir R........ 18.00
Breiðablik – ÍA ...................... 18.00
Fjölnir – Valur ....................... 18.00
FH – Stjarnan........................ 18.00
Fylkir – Keflavík ................... 18.00
ÍBV – KR................................ 18.00
17. UMFERÐ
Sunnudagur 23. ágúst:
Víkingur R. – ÍBV ................. 17.00
Keflavík – KR ........................ 18.00
ÍA – Fjölnir ............................ 18.00
Mánudagur 24. ágúst:
Leiknir R. – FH..................... 18.00
Valur – Fylkir ........................ 18.00
Stjarnan – Breiðablik............ 19.15
18. UMFERÐ
Sunnudagur 30. ágúst:
ÍBV – Keflavík ........................ 17.00
FH – Víkingur R..................... 18.00
KR – Valur .............................. 18.00
Fylkir – ÍA .............................. 18.00
Fjölnir – Stjarnan .................. 18.00
Breiðablik – Leiknir R........... 18.00
Holland mætir Íslandi í und-
ankeppni EM 3. september.
Ísland mætir Kasakstan í und-
ankeppni EM 6. september.
19. UMFERÐ
Sunnudagur 13. september:
Valur – Keflavík...................... 17.00
FH – ÍBV ................................ 17.00
Víkingur R. – Breiðablik........ 17.00
ÍA – KR ................................... 17.00
Leiknir R. – Fjölnir................ 17.00
Mánudagur 14. september:
Stjarnan – Fylkir.................... 19.15
20. UMFERÐ
Sunnudagur 20. september:
Fjölnir – Víkingur R............... 16.00
ÍBV – Valur............................. 16.00
KR – Stjarnan......................... 16.00
Fylkir – Leiknir R.................. 16.00
Breiðablik – FH...................... 16.00
Keflavík – ÍA........................... 16.00
21. UMFERÐ
Laugardagur 26. september:
Stjarnan – Keflavík ................ 14.00
Leiknir R. – KR...................... 14.00
Víkingur R. – Fylkir............... 14.00
FH – Fjölnir............................ 14.00
Breiðablik – ÍBV..................... 14.00
ÍA – Valur................................ 14.00
22. UMFERÐ
Laugardagur 3. október:
Valur – Stjarnan ..................... 14.00
Keflavík – Leiknir R .............. 14.00
Fjölnir – Breiðablik................ 14.00
KR – Víkingur R..................... 14.00
Fylkir – FH............................. 14.00
ÍBV – ÍA .................................. 14.00
Leikirnir í Pepsi-deild karla 2015
íþróttina og þroska sína hæfileika og
hve lítill hluti þeirra kæmist að.
Það þarf ekki mikla stærð-
fræðikunnáttu til að sjá að á milli Ís-
lands og Kasakstans er himinn og
haf í þessum efnum. Hér á landi leika
um 80 félög í deildakeppni karla og
um 30 í deildakeppni kvenna.
Stærstur hluti þeirra er með öflugt
barna- og unglingastarf. Í Reykja-
vík, sem er sjö sinnum minni en Ast-
ana, eru starfrækt níu félög með
meistaraflokka og yngri flokka, og
frá og með þessu ári hafa þau öll ein-
hvern tíma spilað í efstu deild karla.
Um 100 Íslendingar hafa atvinnu af
því að æfa og spila fótbolta erlendis
og það er enn ein tölulega stað-
reyndin sem útlendingar klóra sér í
hausnum yfir þegar þeir reyna að
skilgreina „íslenska undrið“.
Framundan eru skemmtilegir
sumarmánuðir þar sem keppt verður
um Íslandsmeistaratitil karla í 104.
skipti. Það ræðst líka í haust hvort
karlalandslið Íslands kemst í fyrsta
skipti í lokakeppni Evrópumótsins.
Kvennalandsliðið byrjar athygl-
isverða undankeppni þar sem það
hefur aldrei staðið betur að vígi en
einmitt nú. Íslensku félagsliðin eru
metnaðarfyllri en nokkru sinni fyrr
um að komast langt í Evrópumót-
unum.
Við á Morgunblaðinu og mbl.is
fjöllum að vanda ítarlega um þetta
allt saman og hefjum tímabilið á
þessu 40 síðna árlega fótboltablaði
okkar sem vonandi veitir áhuga-
mönnum um íþróttina haldgóðar upp-
lýsingar um það sem framundan er í
efstu deild karla. Gleðilegt sumar.
Hvernig farið þið að þessu?
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Morgunblaðið og mbl.is munu að
vanda fjalla á ítarlegan hátt um
Íslandsmótið í knattspyrnu 2015.
Íþróttafréttamenn blaðsins verða
á öllum leikjum í Pepsi-deild
karla. Þeim verður lýst í ná-
kvæmum textalýsingum á mbl.is
eins og undanfarin ár, birt verða
viðtöl, oft með myndskeiðum, og í
Morgunblaðinu verður fjallað um
leikina frá ýmsum sjónarhornum.
Einkunnagjöf Morgunblaðs-
ins, M-gjöfin, verður á sínum
stað. Þar eru leikmönnum í deild-
inni gefnar einkunnir, M, eftir því
hve vel þeir standa sig.
Eitt M er gefið fyrir að sýna
góðan leik. Það þarf að vinna fyr-
ir því að fá M.
Tvö M eru gefin fyrir að sýna
mjög góðan leik og vera allafger-
andi í sínu liði.
Þrjú M eru gefin fyrir sann-
kallaðan stórleik, hreint frábæra
frammistöðu.
Eftir hverja umferð er valið
úrvalslið Morgunblaðsins, byggt
á einkunnagjöfinni.
Staðan í henni er jafnframt
birt reglulega í blaðinu ásamt
ýmsum öðrum fróðleik.
Textalýsingar mbl.is frá leikj-
um efstu deildar karla hafa vakið
athygli undanfarin ár og notið
mikilla vinsælda. Þær verða á sín-
um stað en þar er hægt að fylgj-
ast með gangi mála í leikjunum
jafnóðum. Öll helstu atvik eru þar
tíunduð, markskot, hættuleg
færi, gul og rauð spjöld, og að
sjálfsögðu mörkin og lýsingar á
þeim.
Mogginn
og mbl.is á
vellinumÍSLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ég var á heimleið frá Kasakstan í lok
mars. Settist niður með Heimi Hall-
grímssyni landsliðsþjálfara þar sem
við biðum eftir að vera kallaðir út í
flugvél. Þar bar meðal annars á góma
að hann hefði verið mikið um það
spurður í samræðum við forráðamenn
knattspyrnunnar í Kasakstan í kring-
um landsleik þjóðanna, hvernig þessi
300 þúsund manna þjóð færi að því að
eiga svona gott landslið og fjölda
atvinnumanna í fótbolta. Skákaði
milljónaþjóðum og gerði sér vonir um
að komast í lokakeppni Evrópumóts-
ins.
Heimir sagði slíkar spurningar al-
gengar í kringum landsleiki og hann
hefði sjálfur velt þessu mikið fyrir
sér. Niðurstaðan væri sú að áhuga-
mennskan á Íslandi væri líklega okk-
ar stóri vaxtarbroddur og lykillinn að
uppgangi íþróttarinnar. Aðgengi
barna og ungmenna að íþrótta-
félögunum væri gott, allir ættu þess
kost að æfa og hæfir þjálfarar með
góða menntun væru við störf hjá
flestöllum félögum, hvort sem þau
væru í 3. deild eða úrvalsdeild. Flestir
fengju verkefni við sitt hæfi eins lengi
og þeir vildu.
Í samtölum við Kasakana hefði
komið í ljós að í höfuðborginni
Astana, þar sem 800 þúsund manns
búa, hefði verið ákveðið að aðeins tvö
knattspyrnufélög væru starfrækt.
Það þriðja var lagt niður fyrir
nokkrum árum. Því væri auðvelt að
sjá fyrir sér hversu torsótt það væri
fyrir áhugasöm börn og ungmenni að
komast að og fá tækifæri til að stunda