Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 24

Morgunblaðið - 01.05.2015, Page 24
ÍBV Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir vonbrigðatímabil í fyrra sem litlu munaði að endaði með falli niður í 1. deild, vilja Eyjamenn gera betur í sumar. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið á ÍBV-liðinu auk þess sem nýtt þjálfarateymi er tekið til starfa og því erfitt að staðsetja það á spákortinu nú þegar tímabilið er að hefjast. Eyjamenn þurftu að bíða fram í júlí með að fagna sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í fyrra, á fyrsta og eina tímabili sínu undir stjórn Sig- urðar Ragnars Eyjólfssonar sem hætti um haustið. Sætið var ekki öruggt fyrr en í næstsíðustu umferð og á endanum var ÍBV einu stigi frá fallsæti. Sú niðurstaða var í hróplegu ósamræmi við árangur áranna þar á undan en árið 2013, undir stjórn Her- manns Hreiðarssonar og David James, varð liðið í 6. sæti, og árin 2010-2012 hlaut ÍBV bronsverðlaun á hverju tímabili, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara sem hafði stýrt liðinu aftur upp úr 1. deild árið 2008. Jóhannes kom frá Noregi ÍBV varð síðast Íslandsmeistari ár- ið 1998, landaði þá titlinum annað árið í röð, eftir að hafa fyrst orðið meistari árið 1979. Fátt bendir til þess að liðið keppi um titilinn í ár en Eyjamenn horfa til uppbyggingar á næstu árum undir handleiðslu Skagamannsins Jó- hannesar Harðarsonar sem er snúinn aftur til landsins frá Noregi. Jóhann- es valdi Tryggva Guðmundsson sér til aðstoðar, sem er auðvitað öllum hnútum kunnugur í Eyjum, en báðir voru afar sigursælir sem leikmenn og léku fyrir landsliðið. Jóhannes hafði áður stýrt Flekkeröy frá árinu 2010 í norsku C-deildinni, með fínum ár- angri. Hvort tvíeykið hafi það sem til þarf til að stýra liði í rétta átt í Pepsi- deildinni þarf hins vegar að skýrast. Ný varnarlína Varnarlína skipuð Matt Garner, Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, Brynjari Gauta Guðjónssyni og Arnóri Eyvari Ólafssyni er ekkert slor. Þannig átti vörn ÍBV að vera á síðasta tímabili en Arnór meiddist og missti af því öllu. Hann er nú farinn, sem og Eiður og Brynjar, og Matt verður frá keppni vegna meiðsla langt fram á tímabilið. Þórarinn Ingi Valdimarsson, sem kom aftur úr atvinnumennsku á miðju sumri, er einnig farinn. Jó- hannes þjálfari þarf því að setja sam- an nýja varnarlínu og spurning hversu langan tíma tekur fyrir menn að ná saman. Hann hefur nýtt sam- bönd sín í Noregi og fengið þaðan miðvörðinn Avni Pepa sem hefur leik- ið fimm síðustu tímabil í norsku úr- valsdeildinni og ætti að geta plumað sig vel, og hinn 22 ára gamla Tom Skogsrud úr norsku 1. deildinni, en hann var á mála hjá Manchester City og Glasgow Rangers á táningsaldri. Hollendingurinn Mees Siers gæti reynst mikill liðsstyrkur en hann er sterkur miðjumaður sem síðast var á mála hjá SönderjyskE í dönsku úr- valsdeildinni, og lék áður um árabil í næstefstu deild Hollands. Hafsteinn Briem, Aron Bjarnason komu líkt og Benedikt Októ Bjarnason komu allir frá Fram, og þeir tveir fyrstnefndu voru einna skástir í Safamýrarliðinu sem féll síðasta haust. Eyjamenn eiga gullmola í framherjanum Jonathan Glenn ef hann heldur áfram eins og í fyrra þegar hann bjó oft til mörk upp úr engu. Eyjamenn í uppbyggingu Ljósmynd/Sigfús Gunnar Frískur Víðir Þorvarðarson skorar af vítapunktinum og Jonathan Glenn fylgist með. Þeir skoruðu 17 af 28 mörkum liðsins í deildinni í fyrra. Leikmenn árið 2015 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Abel Dhaira 1987 49 0 13 Simba ‘14 25 Guðjón O. Sigurjónsson 1992 11 0 0 *KFS ‘13 Markverðir 2 Tom Even Skogsrud 1993 0 0 0 Kongsvinger ‘15 3 Matt Garner 1984 149 3 0 Northwich ‘06 5 Avni Pepa 1988 0 0 1 FlamurtariVlore‘15 8 Jón Ingason 1995 34 1 0 15 Devon Már Griffin 1997 0 0 0 16 Mees Junior Siers 1987 0 0 0 Sönderjyske ‘15 23 Benedikt Októ Bjarnason 1995 6 0 0 Fram ‘15 24 Óskar Elías Óskarsson 1995 7 0 0 *BÍ/Bolungarvík‘15 Varnarmenn 4 Hafsteinn Briem 1991 27 4 0 Fram ‘15 6 Gunnar Þorsteinsson 1994 39 1 0 Ipswich ‘13 20 Hafsteinn G. Valdimarsson 1996 1 0 0 30 Ian Jeffs 1982 184 26 0 Val ‘11 32 Andri Ólafsson 1985 143 21 0 Grindavík ‘14 Miðjumenn 7 Aron Bjarnason 1995 25 5 0 Fram ‘15 10 Bjarni Gunnarsson 1993 22 1 0 Fjölni ‘13 11 Víðir Þorvarðarson 1992 78 14 0 Stjörnunni ‘12 17 Jonathan Glenn 1987 21 12 0 Jacksonville U.‘14 21 Dominic Adams 1988 7 0 0 ColoradoRapids‘14 22 Gauti Þorvarðarson 1989 28 1 0 *KFS ‘15 Sóknarmenn  Erfitt að staðsetja liðið í byrjun móts  Jóhannes nýtti samböndin í Noregi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2015 24 Styðjum okkar lið! Skagamaðurinn Jóhannes Harð- arson er nýr þjálfari ÍBV. Hann hafði áður þjálfað norska C- deildarliðið Flekkeröy frá árinu 2010, eftir farsælan feril sem leikmaður. Honum til að- stoðar verður heimamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, einn hand- hafa markametsins í efstu deild. Þeir taka við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem fór til aðstoðar Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström í Noregi, og Dean Martin sem er tekinn við 2. flokki Breiðabliks. Abel Dhaira og Guðjón Orri Sig- urjónsson berjast um markvarð- arstöðuna líkt og í fyrra, en þá hafði Abel yfirhöndina. Í miðri vörninni koma þeir Andri Ólafsson og norski Kosóvóinn Avni Pepa til með að mynda miðvarðapar, en Andri getur einnig leikið á miðj- unni. Norðmaðurinn Tom Skogsrud verður í stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Matt Garner, sem verður líklega frá keppni vegna fótbrots langt fram á sumarið. Skogsrud get- ur einnig leyst stöðu miðvarðar, og Jón Ingason stöðu vinstri bak- varðar. Benedikt Októ Bjarnason, sem kom frá Fram, mun leika sem hægri bak- vörður en sú staða var hálf- gerð vandræða- staða í fyrra. Á miðri miðju verður Hollending- urinn Mees Siers, sem var síðast á mála hjá SönderjyskE í dönsku úr- valsdeildinni. Með honum leikur væntanlega Gunnar Þorsteinsson en Hafsteinn Briem gerir sömuleiðis tilkall til sætis í byrjunarliði. Fyrir framan þá verður líklega Bjarni Gunnarsson til að byrja með, á með- an að Ian Jeffs tekur út leikbann, en Jeffs og Bjarni geta einnig leikið á köntunum. Víðir Þorvarðarson á sæti víst á vinstri kantinum en hann hefur verið afar drjúgur í sóknarleik ÍBV síð- ustu tvö tímabil. Á hægri kantinum er sennilegast að Aron Bjarnason spili fyrir framan liðsfélaga sinn frá því í fyrra hjá Fram, Benedikt. Dominic Adams, frá Trínidad og Tó- bagó, getur einnig leikið þar en hann missti af stórum hluta síðasta tíma- bils vegna hnémeiðsla. Fremsti sóknarmaður ÍBV verður landi Adams, markahrókurinn Jo- nathan Glenn, sem var með gullskó- inn í höndunum þar til að Gary Martin skoraði þrennu í lokaumferð deildarinnar í fyrra. Glenn skoraði 12 af 28 mörkum ÍBV. ÍBV Jóhannes Harðarson Mees Siers Breytingar á liði ÍBV FARNIR: Arnar Bragi Bergsson í GAIS (Svíþjóð) Arnór Eyvar Ólafsson í Fjölni Atli Fannar Jónsson í Víking R. Brynjar Gauti Guðjónsson í Stjörnuna Dean Martin, hættur Isak Nylén í Brommapojkarna (Svíþjóð) (úr láni) Jökull I. Elísabetarson í KV Þórarinn Ingi Valdimarsson í FH KOMNIR: Anvi Pepa frá Flamurtari (Alb) Aron Bjarnason frá Fram Benedikt O. Bjarnason frá Fram Gauti Þorvarðarson frá KFS (úr láni) Hafsteinn Briem frá Fram Mees Siers frá SönderjyskE (Danmörku) Óskar Elías Óskarsson frá BÍ/Bolungarvík (úr láni) Tom Skogsrud frá Kongsvinger (Noregi) FÓTBOLTINN 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.