Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 4
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 20% afsláttur Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar VERSLUN „Þetta gekk alveg eins og í sögu,“ segir Össur Hafþórsson kráareigandi um hvernig gestum skemmtistaða hafi gengið að muna pin- númerin sín um helgina. Össur og eigendur annarra skemmtistaða höfðu lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki væri lengur hægt að ýta á græna takkann á posum ef pinnið gleymdist. Drukknir skemmti- staðagestir gætu því átt í vandræðum með pin- númerin. „Þetta voru óþarfa áhyggjur veitingamanna. Fólk var hálfmeðvitundarlaust en gat samt gert þetta,“ segir Össur sem á krárnar Park, Bar 11 og Bar 7. Svava Johansen, sem rekur sextán verslanir á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar viðskipta- vinum hafi gengið vel að muna sín pin-númer. „Það hefur ekki verið neitt vesen hjá okkur. Fólk á náttúrulega að vita þetta. Það er búið að gefa langan aðlögunartíma,“ segir Svava. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist ekki vita til þess að kvartanir hafi borist frá hennar félagsmönnum vegna breytinganna. Öryrkjabandalagið hafði lýst yfir áhyggjum af því að sumir félagsmenn gætu ættu erfitt með að muna pin-númer. Kvartan- ir gætu þó borist í vikunni enda sé stutt síðan breytingarnar tóku gildi. - ih Áhyggjur veitingamanna af því hvort drukknir gestir skemmtistaða myndu pin-númer reyndust óþarfar: Vel hefur gengið hjá fólki að muna pinnið Á BARNUM Fólki gekk vel að muna pinnið að sögn kráareiganda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVEITARSTJÓRNARMÁL Garður, Vogar, Sandgerði og Grindavík vilja slíta samstarfi við Reykjanesbæ um mál- efni fatlaðra. Velferðarráðuneyt- ið heimilar sveitar félögunum það ekki því þar búa færri en átta þús- und íbúar. Sveitar félögin uppfylla því ekki ákvæði laga um lágmarks- fjölda íbúa á einu þjónustusvæði fyrir fatlaða. Ráðuneytið segir þó að lögunum verði mögulega breytt í kjölfar þess að endurmati á mála- flokknum ljúki í vor. Við endurnýjun þjónustusamn- ings um málefni fatlaðra sem átti að renna út um áramótin fór Reykja- nesbær fram á að verða leiðandi sveitarfélag eða sjá um málaflokk- inn einn. Ef Reykjanesbær yrði leið- andi sveitarfélag myndi bærinn fá fjármagn frá hinum sveitarfélög- unum og sjá um þjónustu við fatl- aða fyrir þau. Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjar stjórnar Reykjanesbæjar, segir ástæðu þess að Reykjanesbær vilji verða leiðandi sveitarfélag þá að samstarfið í núverandi mynd hafi ekki gengið sem skyldi. „Það ætluðu allir að vera að vasast í þessu og það gekk aldrei upp,“ segir Anna Lóa. Hin sveitarfélögin fjögur vildu ekki sætta sig við forystu Reykja- nesbæjar í málaflokknum. „Við værum að framselja talsvert mikið vald á þjónustu við okkar íbúa og hefðum ekkert um þjónustuna að segja nema í einhverju samráði,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjar- stjóri Grindavíkur. Grindvíkingar vilja fá að sjá um þjónustu við fatlaða sjálfir en Vogar, Garður og Sandgerði stefna að því að verða eitt þjónustusvæði. Róbert á ekki von á því að notendur þjón- ustunnar myndu finna mikið fyrir breytingunni ef þjónustu- svæðið yrði brotið upp. Nú sé félagsþjónusta rekin sér- staklega í Grindavík sem og sameiginlega í Vogum, Garði og Sandgerði. „Við eigum frekar von á því að við getum nýtt kosti smæð- arinnar,“ segir hann. Þá segir Róbert engin gild rök fyrir því að svæði með færri en átta þúsund íbúum geti ekki sinnt þjónustu við fatlaða. Lágmarkið hafi verið miðað við íbúafjölda á Vestfjörð- um í kringum aldamótin en Vestfirðir hafi þá verið fámennasta þjónustusvæðið fyrir fatlaða. Sveitarfélögin fjög- ur munu funda með sam- ráðsnefnd vel ferðar- ráðuneytisins um málefni fatlaðs fólks á næstunni þar sem farið verður yfir málið. ingvar@frettabladid.is Fjögur sveitarfélög vilja slíta samstarfi við Reykjanesbæ Reykjanesbær vill verða leiðandi sveitarfélag á Suðurnesjum í málefnum fatlaðra. Hin sveitarfélögin sætta sig ekki við það og hafa farið fram á að losna út úr samstarfinu. Velferðarráðuneytið hafnaði beiðni þeirra. REYKJANESBÆR Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir samstarf í málefnum fatlaðra ekki hafa gengið sem skyldi í núverandi mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÓBERT RAGNARSSON 80,8% grunnskóla-nema lærðu erlent tungumál skólaárið 2013- 2014 og hafa ekki verið fleiri síðan gagnasöfnun hófst skólaárið 1999- 2000. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá RIGNING EÐA SLYDDA um sunnan- og vestanvert landið síðdegis og hlýnar heldur í veðri um tíma. Nokkuð rólegt veður á morgun með skúrum og éljum vestan til á landinu og kólnar aftur til miðvikudags. -1° 13 m/s 0° 9 m/s 1° 7 m/s 3° 13 m/s 5-10 m/s. Hvasst á Vest- fj örðum, annars hæg breytileg. Gildistími korta er um hádegi -1° 18° 3° 9° 16° 2° 1° 3° 3° 21° 10° 16° 16° 15° 6° 4° 5° 4° -2° 7 m/s -1° 10 m/s -4° 8 m/s -1° 13 m/s -3° 13 m/s -2° 12 m/s -8° 10 m/s 4° 0° 0° -1° 2° -3° 0° -3° 0° -2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN VIÐSKIPTI Bæjarins beztu pylsur hafa samið við Vífilfell til ársins 2020 um sölu drykkjarfanga frá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu vegna þessa segir að Bæjarins beztu séu nú á fimm stöðum en á teikniborðinu sé að opna fleiri staði. Bæjarins beztu pylsur er eitt elsta fyrirtækið í miðborg Reykja- víkur og fagnar 78 ára afmæli í ár. Fyrirtækið er sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki því það hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar og hafa fjórir ættliðir pylsusala starfað þar. - vh Sömdu við Vífilfell til 2020: Fleiri staðir á teikniborðinu UNDIRRITUÐU SAMNING Árni Stef- ánsson, forstjóri Vífilfells, og Guðrún Kristmundsdóttir, annar eigenda Bæjar- ins beztu pylsna. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út á laugardag til þess að aðstoða við að flytja mann sem var talinn fótbrotinn við Lambafell. Þyrlan var við æfingar á Sandskeiði með undanförum Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar þegar óskað var eftir aðstoð. Ákveðið var að björgunarsveitar- menn færu með þyrlunni í útkallið. Lent var við slysstað kl. 13:40 og var búið um meiðsli mannsins. Hann var síðan fluttur um borð í þyrluna. Lent var við flugskýli Land- helgisgæslunnar þar sem sjúkra- bíll beið og flutti manninn á Land- spítalann. - vh Var talinn vera fótbrotinn: Sóttu slasaðan við Lambafell Það ætluðu allir að vera að vasast í þessu og það gekk aldrei upp Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjar stjórnar Reykjanesbæjar. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 D -A 5 F C 1 7 7 D -A 4 C 0 1 7 7 D -A 3 8 4 1 7 7 D -A 2 4 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.