Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 16
FÓLK|
límdi upp á nýtt, litaði hann og lakkaði. Ég er búin
að gera upp ansi mikið af húsgögnum en hef aldrei
fengið annan eins og þennan stól í hendurnar,“ segir
Guðrún en hún gerir upp gömul húsgögn alla daga á
verkstæðinu.
„Við erum ekki í nýsmíði, gerum eingöngu upp
gamalt. Ef við værum með réttu vélarnar værum
við komnar út í eigin hönnun og smíði. Það er alltaf
á döfinni að bæta úr því. En það er mjög gaman
að gera upp gamalt og gefandi, sérstaklega þegar
við fáum eitthvað til okkar sem er búið að dæma
jafnvel ónýtt og við náum að gera það upp aftur. Ef
það er ekki búið að kveikja í því er nánast hægt að
bjarga öllu.“
Guðrún viðurkennir að mikla þolinmæði þurfi við
að gera upp illa farin húsgögn svo vel sé. Það geti
tekið á taugarnar en þá skipti þær með sér verkum
á verkstæðinu. Stundum fari húsgagn í „skammar-
krókinn“ í nokkra daga en svo haldi verkið áfram.
NÓG AÐ GERA
„Við byrjuðum fyrir þremur árum í skúr niðri á
Eyri, keyptum okkur svo varanlegt húsnæði í mið-
bænum og höfum nóg að gera. Meirihluti þess sem
við vinnum er fyrir viðskiptavini en svo er eitt-
hvað um húsgögn sem við tökum alveg að okkur
og seljum svo sjálfar. Það er mikið um að fólk hafi
fengið eitthvað í arf og á eitthvað sem hefur verið í
geymslunni í mörg ár. Fólk er yfirleitt ekki stressað
yfir því þó það geti tekið langan tíma að laga hús-
gagn. Þessum bransa fylgir ekki hraði og stress.“
HANS WEGNER Í UPPÁHALDI
„Fyrir utan það sem ég hef smíðað sjálf er allt
heima hjá mér gamalt. Það er til fullt af flottri nýrri
hönnun en gömlu húsgögnin eru bara svo miklu
betur smíðuð og úr betri efnum en mörg ný hús-
gögn í dag. Sumt má varla flytja milli herbergja án
þess að það liðist í sundur. Ég er voða veik fyrir
tekkhúsgögnum og þá er hönnun Hans Wegner
ofarlega á listanum,“ segir Guðrún.
SKÁLDASTÓLL Gamla hægindastólinn keypti mamma Guðrún-
ar notaðan og segir sagan að rithöfundur hafi átt stólinn. Guðrún
tók hann allan í sundur og límdi upp á nýtt, litaði og lakkaði.
VOLDUGUR Ruggustólinn hönnuðu Guðrún og Dídí, samstarfs-
kona hennar, í skólanum þegar bekkurinn átti að smíða eftir hús-
gagni úr verslun.
AÐALMUBLAN Í STOFUNNI Stofustássið er útskriftarverkefni
Guðrúnar úr húsgagnasmíði í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Skápurinn er hennar eigin hönnun og smíð.
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Virkar lausnir frá OptiBac
Bifidobacteria & Fibre
hollur kostur á 5 mín.
Gríms fiskibollur
NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022
NÝTT – NÝTT
8 rétta
hlaðborð í
hádeginu
TILBOÐ
KR. 1.590.-
OPIÐ KL. 11:00-14:00
Hlaðborðið er alla virka daga.
ekki um helgar.
HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
● HLJÓÐFÆRI
Ungverski píanistinn
Gerg erly Bogányi hef-
ur endurhannað flygil-
inn í þeim tilgangi
að auka hljóðgæði.
Útkoman er nýstárleg
og minnir hljóðfærið
helst á skúlptúr.
Hörðum línum hins
hefðbundna flygils
skiptir Bogányi út fyr-
ir straum línulagaðar
línur. Bogányi hannaði
einnig píanóstól í sama stíl og á þetta að endurspegla flæðið í klassískri
tónlist að sögn tónlistarmannsins.
Þrátt fyrir nýstárlegt og íburðarmikið útlitið er píanóið fyrst og
fremst hannað með það í huga að ná sem bestum hljómi úr því. „Í mörg
ár hef ég spilað með visst hljóð í huga sem hefur verið annað en kemur
úr hljóðfærinu,“ sagði Bogányi í viðtalið við veftímaritið Dezeen. Nú
hafa ímyndunin og raunveruleikinn náð saman.
NÝSTÁRLEGUR FLYGILL
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
D
-5
2
0
C
1
7
7
D
-5
0
D
0
1
7
7
D
-4
F
9
4
1
7
7
D
-4
E
5
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K