Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 10
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 JAPAN Talið er að liðsmenn Ísl- amska ríkisins hafi tekið af lífi annan tveggja japanskra gísla sem þeir höfðu í haldi Áður höfðu verið uppi kenningar um að myndband, sem sýnir lík mannsins, hafi verið falsað en nú þykir nær öruggt að svo sé ekki. Barack Obama Banda- ríkjaforseti vottaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, samúð sína í símtali vegna þessa. Obama þakkaði Abe fyrir framlag Japans í þágu friðar í Miðaustur löndunum. Bandaríkin og Japan stæðu hlið við hlið í þess- ari baráttu og myndu halda áfram á sömu braut við að vinna að lausnum á vandamálum um heim allan. Abe sagði við fjölmiðla að aftak- an væri skammarleg og krafð- ist þess að ISIS léti hinn gíslinn lausan. Á þriðjudag birtu samtök- in myndband sem sýndi liðsmann ISIS, vopnaðan hnífi, standa yfir tveimur japönskum ríkisborgurum. Hann sagði að ef samtökunum bær- ist ekki greiðsla upp á 200 milljón- ir dollara innan þriggja daga yrðu mennirnir líflátnir. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Haruna Yukawa, 42 ára, og hafði verið fangi samtakanna síðan í október. Sá sem enn er talinn á lífi heitir Kenji Goto og er 47 ára blaðamaður. Talið er að hann hafi upphaflega farið til Sýrlands til að reyna að fá Yukawa lausan úr haldi. Í þetta skiptið sýndu ISIS ekki aftökuna sjálfa á upptöku heldur brugðu á það ráð að sýna aðeins höfuð Yukawa sem búið var að losa frá búknum. Hljóðið sem fylgdi með var yfirlýsing sem Goto las. Í yfirlýsingunni sagði Goto að þar sem stjórnvöld hefðu ekki orðið við bón skæruliðanna um lausnar- gjald hefðu þau aðeins átt einn kost mögulegan. Það væri á þeirra ábyrgð að Yukawa væri nú látinn. „Rinco, elsku kona mín, og dætur mínar tvær. Ekki leyfa þeim að láta mig fara sömu leið. Ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur ISIS virðast hafa breyst því síðar segir Goto að samtökin vilji aðeins að Sajida al-Rishawi verði sleppt úr haldi. Al-Rishawi er í haldi í Jórd- aníu eftir sjálfsmorðssprengju- árás árið 2005. Hún, ásamt hópi manna, ætlaði að sprengja sig í loft upp í Amman, höfuðborg landsins, en ekki vildi betur til en svo að belti hennar sprakk ekki. Hún hefur verið í fangelsi síðan. Hópur fólks hefur mótmælt fyrir utan hús Abe og krafist þess að hann beiti sér betur í málinu. johannoli@frettabladid.is Rinco, elsku konan mín, og dætur mínar tvær. Ekki leyfa þeim að láta mig fara sömu leið. Ekki gefast upp. Kenji Goto, 47 ára gamall blaðamaður. Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • S ÍA NÍGERÍA Íslamskir vígamenn úr röðum Boko Haram gerðu árás á borgina Maiduguri í norðaustur- hluta Nígeríu í gær. Nígeríski herinn svaraði með loftárásum og almennt útgöngu- bann var sett á. Maiduguri er heimili tugþúsunda manna sem hafa flúið árásir Boko Haram. Goodluck Jonathan, forseti Níger- íu, heimsótti borgina á laugardag- inn. Boko Haram, sem þýðir Bann við vestrænni menntun, hóf hern- aðaraðgerðir árið 2009 í þeim til- gangi að stofna íslamskt ríki. Sam- tökin hafa orðið þúsundum manna að bana, aðallega í norðausturhluta Nígeríu. Íbúar í Maiduguri segj- ast hafa vaknað upp við háværar sprengingar og byssuhvelli aðfara- nótt sunnudagsins. Þeir urðu þess svo áskynja að hersveitir lokuðu vegum og fyrir tækjum. BBC-fréttastofan segir að svo virðist vera sem átökin hafi hafist í Njimtilo-hverfinu, sem er í útjaðri Maiduguri. Einn íbúanna kallaði eftir því að beðið væri fyrir íbú- unum. „Vinsamlegast biðjið fyrir okkur, við sætum miklum árás- um og erum í bráðri hættu,“ sagði Rach el Adamu. - jhh Vígamenn Boko Haram gera enn eina árásina: Útgöngubann sett á FLÓTTAMENN Margir borgarar flúðu til Maiduguru eftir að ráðist var á borgina Bama í september. Nú sæta þessir sömu borgarar árásum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN Milljónir heimila í Pakist- an urðu rafmagnslaus á sunnudag- inn eftir að hryðjuverkamenn réð- ust á rafveitukerfið. Talið er að um 80 prósent þjóðarinnar, hafi verið án rafmagns snemma morguns á sunnudegi. Síðar um morguninn var helmingur þeirra kominn með rafmagnið aftur. Þá komu upp rafmagnstruflan- ir á alþjóðaflugvellinum í Lahore og tvö kjarnorkuver voru án raf- magns. Orkumálaráðherra Pakist- ans sagði á Twitter að ríkisstjórnin myndi ekki ganga til náða fyrr en vandamálið væri leyst. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði jafnframt að árásin á rafveitukerfið væri skemmdarverk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pakistan glímir við vanda vegna rafmagnstruflana. Til að bæta gráu ofan á svart glímir þjóðin svo við mikinn skort á eldsneyti. Vegna þess vanda ákvað forsætisráðherra Pakistans að aflýsa ferð á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í síðustu viku. - jhh Um áttatíu prósent Pakistana urðu rafmagnslaus vegna skemmdarverka: Rafmagnið slegið út í Pakistan FORSÆTISRÁÐHERRANN Nawaaz Sharif frestaði ferð til Davos vegna olíu- vanda sem þjóðin hefur glímt við. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Yfir þriðjungur Svía telur að hætta sé á hryðjuverkum í Svíþjóð. Fylgjendur Svíþjóðar- demókrata hafa mestar áhyggjur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunar Sifo, fyrir- tækis sem tekur að sér markaðs- og skoðanakannanir. Fylgjendur bandalags mið- og hægriflokka hafa meiri áhyggjur en rauðgrænir kjósendur. Fleiri karlar en konur telja að hætta sé á að hryðjuverk verði framið í Svíþjóð. - ibs Ný könnun gerð í Svíþjóð: Karlar hræddari en konur NOREGUR Menntamálaráðherra Noregs, Torbjørn Røe Isaksen, vill sameina nokkra háskóla í Nor- egi. Hann er reiðubúinn að beita þvingunum til þess ef með þarf. Á nýlegri ráðstefnu benti ráð- herrann á að menntamálaráðu- neytið væri eigandi skólanna. Samtök vísindamanna segja ráðherrann uppteknari af stærð en gæðum. Fulltrúi í samtökum stúdenta segir gæðakröfurnar ekki nógu greinilegar. - ibs Norskur ráðherra ákveðinn: Vill sameina nokkra háskóla Öruggt að annar er látinn Annar japönsku gíslanna, sem voru í haldi íslamska ríkisins, hefur verið líflátinn. Samtökin krefjast þess að kona í haldi Jórdana verði látin laus í skiptum fyrir síðari gíslinn. Málið kemur forsætisráðherra Japans ekki vel. SLYS Sex eru látnir eftir snjó- flóð sem féll í frönsku Ölpun- um í fyrradag. Hinir látnu voru franskir ríkisborgarar, tvær konur og sex karlar, á aldrinum 50-70 ára. Þau eru öll sögð hafa verð þaulreyndir skíðamenn. Leit að fólkinu hófst seint á laugardagskvöld eftir að það hafði ekki skilað sér heim. Skömmu síðar fundust lík þriggja og þrjú fundist snemma í gærdag. Alls hafa sautján farist í snjó- flóðum í Frakklandi í vetur. Á fimmtudag létust tveir skíða- menn, annar þeirra leiðsögu- maður. Degi síðar, eða á föstu- dag, féll breskur skíðamaður tæpa 100 metra og lést við fall- ið. Alls hafa þrjátíu manns látist í Ölpunum öllum í vetur. - sks 30 látist í Ölpunum í vetur: Sex fórust í snjóflóði ÞAULREYND Fólkið sem fórst í snjóflóð- inu er allt sagt hafa verið þaulreynt skíða- fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MÓTMÆL- ENDUR Fólk hefur safnast saman fyrir utan hús Shinzo Abe með spjöld sem á stendur „Frelsið Goto“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -5 7 B C 1 7 7 E -5 6 8 0 1 7 7 E -5 5 4 4 1 7 7 E -5 4 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.