Fréttablaðið - 26.01.2015, Page 10

Fréttablaðið - 26.01.2015, Page 10
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 JAPAN Talið er að liðsmenn Ísl- amska ríkisins hafi tekið af lífi annan tveggja japanskra gísla sem þeir höfðu í haldi Áður höfðu verið uppi kenningar um að myndband, sem sýnir lík mannsins, hafi verið falsað en nú þykir nær öruggt að svo sé ekki. Barack Obama Banda- ríkjaforseti vottaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, samúð sína í símtali vegna þessa. Obama þakkaði Abe fyrir framlag Japans í þágu friðar í Miðaustur löndunum. Bandaríkin og Japan stæðu hlið við hlið í þess- ari baráttu og myndu halda áfram á sömu braut við að vinna að lausnum á vandamálum um heim allan. Abe sagði við fjölmiðla að aftak- an væri skammarleg og krafð- ist þess að ISIS léti hinn gíslinn lausan. Á þriðjudag birtu samtök- in myndband sem sýndi liðsmann ISIS, vopnaðan hnífi, standa yfir tveimur japönskum ríkisborgurum. Hann sagði að ef samtökunum bær- ist ekki greiðsla upp á 200 milljón- ir dollara innan þriggja daga yrðu mennirnir líflátnir. Maðurinn sem tekinn var af lífi hét Haruna Yukawa, 42 ára, og hafði verið fangi samtakanna síðan í október. Sá sem enn er talinn á lífi heitir Kenji Goto og er 47 ára blaðamaður. Talið er að hann hafi upphaflega farið til Sýrlands til að reyna að fá Yukawa lausan úr haldi. Í þetta skiptið sýndu ISIS ekki aftökuna sjálfa á upptöku heldur brugðu á það ráð að sýna aðeins höfuð Yukawa sem búið var að losa frá búknum. Hljóðið sem fylgdi með var yfirlýsing sem Goto las. Í yfirlýsingunni sagði Goto að þar sem stjórnvöld hefðu ekki orðið við bón skæruliðanna um lausnar- gjald hefðu þau aðeins átt einn kost mögulegan. Það væri á þeirra ábyrgð að Yukawa væri nú látinn. „Rinco, elsku kona mín, og dætur mínar tvær. Ekki leyfa þeim að láta mig fara sömu leið. Ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur ISIS virðast hafa breyst því síðar segir Goto að samtökin vilji aðeins að Sajida al-Rishawi verði sleppt úr haldi. Al-Rishawi er í haldi í Jórd- aníu eftir sjálfsmorðssprengju- árás árið 2005. Hún, ásamt hópi manna, ætlaði að sprengja sig í loft upp í Amman, höfuðborg landsins, en ekki vildi betur til en svo að belti hennar sprakk ekki. Hún hefur verið í fangelsi síðan. Hópur fólks hefur mótmælt fyrir utan hús Abe og krafist þess að hann beiti sér betur í málinu. johannoli@frettabladid.is Rinco, elsku konan mín, og dætur mínar tvær. Ekki leyfa þeim að láta mig fara sömu leið. Ekki gefast upp. Kenji Goto, 47 ára gamall blaðamaður. Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • S ÍA NÍGERÍA Íslamskir vígamenn úr röðum Boko Haram gerðu árás á borgina Maiduguri í norðaustur- hluta Nígeríu í gær. Nígeríski herinn svaraði með loftárásum og almennt útgöngu- bann var sett á. Maiduguri er heimili tugþúsunda manna sem hafa flúið árásir Boko Haram. Goodluck Jonathan, forseti Níger- íu, heimsótti borgina á laugardag- inn. Boko Haram, sem þýðir Bann við vestrænni menntun, hóf hern- aðaraðgerðir árið 2009 í þeim til- gangi að stofna íslamskt ríki. Sam- tökin hafa orðið þúsundum manna að bana, aðallega í norðausturhluta Nígeríu. Íbúar í Maiduguri segj- ast hafa vaknað upp við háværar sprengingar og byssuhvelli aðfara- nótt sunnudagsins. Þeir urðu þess svo áskynja að hersveitir lokuðu vegum og fyrir tækjum. BBC-fréttastofan segir að svo virðist vera sem átökin hafi hafist í Njimtilo-hverfinu, sem er í útjaðri Maiduguri. Einn íbúanna kallaði eftir því að beðið væri fyrir íbú- unum. „Vinsamlegast biðjið fyrir okkur, við sætum miklum árás- um og erum í bráðri hættu,“ sagði Rach el Adamu. - jhh Vígamenn Boko Haram gera enn eina árásina: Útgöngubann sett á FLÓTTAMENN Margir borgarar flúðu til Maiduguru eftir að ráðist var á borgina Bama í september. Nú sæta þessir sömu borgarar árásum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN Milljónir heimila í Pakist- an urðu rafmagnslaus á sunnudag- inn eftir að hryðjuverkamenn réð- ust á rafveitukerfið. Talið er að um 80 prósent þjóðarinnar, hafi verið án rafmagns snemma morguns á sunnudegi. Síðar um morguninn var helmingur þeirra kominn með rafmagnið aftur. Þá komu upp rafmagnstruflan- ir á alþjóðaflugvellinum í Lahore og tvö kjarnorkuver voru án raf- magns. Orkumálaráðherra Pakist- ans sagði á Twitter að ríkisstjórnin myndi ekki ganga til náða fyrr en vandamálið væri leyst. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði jafnframt að árásin á rafveitukerfið væri skemmdarverk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pakistan glímir við vanda vegna rafmagnstruflana. Til að bæta gráu ofan á svart glímir þjóðin svo við mikinn skort á eldsneyti. Vegna þess vanda ákvað forsætisráðherra Pakistans að aflýsa ferð á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í síðustu viku. - jhh Um áttatíu prósent Pakistana urðu rafmagnslaus vegna skemmdarverka: Rafmagnið slegið út í Pakistan FORSÆTISRÁÐHERRANN Nawaaz Sharif frestaði ferð til Davos vegna olíu- vanda sem þjóðin hefur glímt við. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Yfir þriðjungur Svía telur að hætta sé á hryðjuverkum í Svíþjóð. Fylgjendur Svíþjóðar- demókrata hafa mestar áhyggjur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunar Sifo, fyrir- tækis sem tekur að sér markaðs- og skoðanakannanir. Fylgjendur bandalags mið- og hægriflokka hafa meiri áhyggjur en rauðgrænir kjósendur. Fleiri karlar en konur telja að hætta sé á að hryðjuverk verði framið í Svíþjóð. - ibs Ný könnun gerð í Svíþjóð: Karlar hræddari en konur NOREGUR Menntamálaráðherra Noregs, Torbjørn Røe Isaksen, vill sameina nokkra háskóla í Nor- egi. Hann er reiðubúinn að beita þvingunum til þess ef með þarf. Á nýlegri ráðstefnu benti ráð- herrann á að menntamálaráðu- neytið væri eigandi skólanna. Samtök vísindamanna segja ráðherrann uppteknari af stærð en gæðum. Fulltrúi í samtökum stúdenta segir gæðakröfurnar ekki nógu greinilegar. - ibs Norskur ráðherra ákveðinn: Vill sameina nokkra háskóla Öruggt að annar er látinn Annar japönsku gíslanna, sem voru í haldi íslamska ríkisins, hefur verið líflátinn. Samtökin krefjast þess að kona í haldi Jórdana verði látin laus í skiptum fyrir síðari gíslinn. Málið kemur forsætisráðherra Japans ekki vel. SLYS Sex eru látnir eftir snjó- flóð sem féll í frönsku Ölpun- um í fyrradag. Hinir látnu voru franskir ríkisborgarar, tvær konur og sex karlar, á aldrinum 50-70 ára. Þau eru öll sögð hafa verð þaulreyndir skíðamenn. Leit að fólkinu hófst seint á laugardagskvöld eftir að það hafði ekki skilað sér heim. Skömmu síðar fundust lík þriggja og þrjú fundist snemma í gærdag. Alls hafa sautján farist í snjó- flóðum í Frakklandi í vetur. Á fimmtudag létust tveir skíða- menn, annar þeirra leiðsögu- maður. Degi síðar, eða á föstu- dag, féll breskur skíðamaður tæpa 100 metra og lést við fall- ið. Alls hafa þrjátíu manns látist í Ölpunum öllum í vetur. - sks 30 látist í Ölpunum í vetur: Sex fórust í snjóflóði ÞAULREYND Fólkið sem fórst í snjóflóð- inu er allt sagt hafa verið þaulreynt skíða- fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MÓTMÆL- ENDUR Fólk hefur safnast saman fyrir utan hús Shinzo Abe með spjöld sem á stendur „Frelsið Goto“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -5 7 B C 1 7 7 E -5 6 8 0 1 7 7 E -5 5 4 4 1 7 7 E -5 4 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.