Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 8
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ATVINNUMÁL Starfsgreinasam- bandið hefur lokið við að móta kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga, og verður hún afhent Samtökum atvinnulífsins í dag. Formenn aðildarfélaga Starfs- greinasambandsins kom saman í Reykjavík á fimmtudag þar sem hafist var vanda við að móta kröfugerð SGS fyrir komandi kjarasamninga, en áður höfðu félögin sent sínar eigin kröfugerð- ir inn til sambandsins. Samninganefnd SGS hittist svo á löngum fundi í Karphús- inu á föstudag til að leggja loka- hönd á kröfugerðina. Eftir lang- ar umræður samþykkti nefndin samhljóða sameiginlega kröfu- gerð sem afhent verður Samtök- um atvinnulífsins á morgun. Mik- ill hugur var í fundar mönnum og samstaða ríkjandi. Björn Snæ- björnsson er formaður Starfs- greinasambandsins. „Félögin hafa verið með alls konar kannanir á fundum úti í félögunum og svo núna á fimmtu- daginn var þá komum við saman og ræddum það sem hafði komið frá félögunum og þannig að það er búin að vera mikil vinna og góð vinna og mikil samstaða,“ segir Björn. Björn vill ekki tjá sig um inni- hald kröfugerðarinnar að svo stöddu, en heimildir fréttastofu herma að hún hljóði upp á tugþús- unda króna hækkun lágmarks- launa, sem eru nú 214 þúsund. - þóþ Formaður Starfsgreinasambandsins segir mikla vinnu hafa farið fram fyrir komandi kjaraviðræður: Starfsgreinasambandið tilbúið með kröfur TILBÚNIR Björn Snæbjörnsson vill ekki tjá sig um innihald kröfugerðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNING Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur beðið Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi alþing- ismann, afsökunar á því að hafa haldið fram á vef safnsins að Ingi R. Helgason, faðir Álfheiðar, hefði skrifað njósnaskýrslu um nafn- greinda félaga sína í félagi ungra sósíalista og stúdenta. Álfheiður ritaði pistil í Frétta- blaðið á laugardaginn um málið. Pistillinn ber heitið Rétt skal vera rétt og þar krafðist hún þess að Borgarskjalasafnið birti opinbera leiðréttingu á þessum aðdróttunum í garð föður síns. „Nú keppast menn við að endur- skrifa söguna og einstaka gengur jafnvel svo langt að hreykja sér af því að hafa borið fé á menn og skrifað njósnaskýrslur á næt- urþeli fyrir Bjarna Benedikts- son, Morgun blaðið og bandaríska sendiráðið. Ég hef megnustu skömm á slíku hátterni og veit fyrir víst að faðir minn var sömu skoðunar,“ skrifaði Álfheiður. Í tilkynningu frá Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði segir að mannleg mistök hafi verið gerð við birtingu á umræddum skjölum. Engin tengsl hafi verið að finna milli umræddrar skýrslu og sendibréfs Inga R. Helgasonar um annað efni, sem legið hafi saman fyrir mistök. Ekkert bendi til þess að Ingi R. Helgason hafi tengst umræddri skýrslu. Búið sé að taka skjalið úr birtingu á vef safnsins. - sks Borgarskjalavörður bað Álfheiði afsökunar: Viðurkenndi mistök GERÐI ATHUGASEMD Álfheiður Ingadóttir krafði Borgarskjalasafnið um leiðrétt- ingu á rangfærslum um föður sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VELFERÐARMÁL „Við myndum vilja sjá að það væri sérstök innlagna- eða greiningarmiðstöð sem væri rekin af ríkinu eða óháðum aðila. Þar myndi fólk fá greiningu á því hvernig meðferð það þarf. Ekki eins og það er núna að hagsmuna- aðili, sem hefur rekstrarhagmuni af því að fá sem flesta sjúklinga, greini vandann og meti,“ segir Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rót- arinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Félagið stóð á miðvikudagskvöld fyrir fundi sem þingmenn úr öllum flokkum tóku þátt í þingborðsum- ræðu. Rætt var um meðferðarúr- ræði og stefnu stjórnvalda í þeim efnum en Rótin hefur talað fyrir breyttum meðferðarúrræðum við áfengis- og vímuefnavanda. Meðal annars að meðferð verði kynjaskipt og einstaklingar undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð með þeim sem eldri eru. Félagið vill að stjórn- völd skoði betur hvernig fjármun- um er varið í meðferðarúrræði og hvernig þjónustu hið opinbera sé að kaupa af einkaaðilum. „Það er ríkið sem borgar fyrir þjónustuna og við erum að þrýsta á að ríkið sé með ákveðna gæða- staðla,“ segir hún. „Við leggjum áherslu á að það þurfi að skapa þekkingarsam- félag í kringum meðferðina. Til dæmis að þeir sem eru að með- höndla þá sem eru skilgreind- ir sjúklingar séu með menntun á háskólastigi. Við teljum að með- ferðarkerfið sé að mörgu leyti mjög úrelt og hvernig peningum er for- gangsraðað til meðferðarmála. Við höfum til dæmis gagnrýnt að allir þurfi að fara í 10 daga innliggjandi afvötnun þó þeir labbi edrú inn í meðferð,“ segir hún. Kristín segir að skoða ætti hvort hægt væri að nýta það fjármagn ríkið setur í þennan málaflokk á annan hátt. Það gæti skilað betri árangri. „Manni finnst afskaplega fornaldarlegt að þau úrræði sem ríkið bjóði upp á sé annars vegar læknisfræðileg úrræði, 12 spora nálgun og svo kristileg. Mér finnst sjálfri þetta nett súrrealískt að sjá þetta á heimasíðu velferðarráðu- neytisins árið 2015.“ Kristín vill meina að vegna rekstrarhagsmuna sé SÁÁ tregt til að senda sjúklinga sína annað. „Það kom meðal annars fram á fundinum að mjög sjaldan væri vísað frá Vogi yfir í sérstakt úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda sem er á Teigi. Á málþingi sem Geðhjálp og Olnbogabörn héldu um tvíþættan vanda töluðu fjórar ungar konur sem hafa farið í gegnum meðferðarkerfið. Þeim hafði aldrei verið vísað á þetta úrræði þótt það hefði hentað þeim öllum. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ viktoria@frettabladid.is Rótin telur meðferðarkerfið vera úrelt að mörgu leyti Talskona Rótarinnar vill að hið opinbera skoði betur hvernig fjármunum er varið í meðferðarmál. Félagið vill að sérstök greiningarmiðstöð verði sett á laggirnar þar sem ríkið eða óháðir aðilar greini vandann. VILJA LÁTA SKOÐA ÚRRÆÐIN Á málþingi Rótarinnar kom fram að margir vildu láta skoða það hvort hægt væri að verja því fjármagni sem fer í málaflokkinn á annan veg. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KRISTÍN PÁLSDÓTTIR TVÖ HÆTT Þetta er annað flugfélagið á skömmum tíma sem hættir flugi til landsins. Flugfélagið Flybe sem síðustu sjö mánuði hefur flogið milli Keflavíkur og Birmingham mun hætta ferðum í lok mars. Flugfélagið ætlar að einbeita sér að öðrum áfangastöðum og verður Icelandair því eina flug- félagið sem býður upp á flug héðan til næststærstu borgar Bretlands. Þeir sem eiga bókað flug með félaginu fá endur- greitt. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Flybe er annað flugfélagið á skömmum tíma sem hættir flugi til Íslands en belgíska flug- félagið Thom as Cook Airlines tilkynnti í lok síðasta árs að félagið muni ekki fljúga hingað til lands í sumar frá Brussel líkt og það hefur gert síðustu tvö ár. - sks Flybe flýgur ekki til landsins: Hætta flugi til Íslands SVÍÞJÓÐ Yfirvöld í Svíþjóð og Rúmeníu ætla að hefja samvinnu um að bæta stöðu fátæks Róma- fólks sem fer frá Rúmeníu til Sví- þjóðar til þess að betla. Betl er ekki bannað í Svíþjóð og hefur betlurum þar fjölgað verulega á undanförnum árum. Yfirvöld í Rúmeníu hafa sætt harðri gagnrýni Evrópusam- bandsins fyrir að hafa aðeins nýtt lítinn hluta úr sameiginlegum sjóðum til að styðja við fátækustu íbúa landsins. - ibs Svíþjóð og Rúmenía: Ætla að bæta kjör betlara 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -6 B 7 C 1 7 7 E -6 A 4 0 1 7 7 E -6 9 0 4 1 7 7 E -6 7 C 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.