Fréttablaðið - 16.07.2015, Síða 4
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Jóhann, þurfið þið að lúta í
gras fyrir veðrinu?
„Já, hérna er allt við sama heygarðs-
hornið.“
Heyskapur er enn ekki hafinn hjá Jóhanni G.
Jóhannssyni, kúabónda á Austurlandi. Gríðar-
legar rigningar hafa staðið í vegi fyrir slætti.
Heyskapur fer hægt af stað um land allt.
KJARAMÁL Hjúkrunarfræðingar
felldu í gær kjarasamning með
88,4 prósentum greiddra atkvæða
en kjörsókn var 84,8 prósent.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra segir niðurstöðuna ekki
óvænta. „Miðað við það hvernig
umræðan hefur þróast frá því að
samningurinn var gerður. Það
var enginn talsmaður fyrir því að
samningurinn væri samþykktur,
ekki einu sinni innan félagsins eða
af hálfu þeirra sem undirrituðu
samninginn sjálfan,“ segir Bjarni.
Ólafur G. Skúlason, formað-
ur Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, hafnar því að enginn
hafi talað fyrir samningnum hjá
félaginu. „Með fullri virðingu
fyrir fjármála- og efnahagsráð-
herra þá var hann ekki staddur
á þessum 15 kynningarfundum
um þennan samning þar sem við
fórum yfir tækifærin sem í honum
fólust sem og bókanir sem honum
fylgja,“ segir Ólafur. Tekin hafi
verið ákvörðun um að reyna að ná
eins góðum samningi og hægt væri
og leggja hann í dóm félagsmanna.
Ólafur telur nú réttast að setj-
ast að samningaborðinu að nýju.
Bjarni er ósammála því og segir
málið mjög einfalt. Lögin mæli
fyrir um að ef ekki takist samn-
ingar skuli gerðardómur kveða
upp úr um kjör hjúkrunarfræð-
inga. „Nú er ljóst að ekki hafa tek-
ist samningar og þá er það alveg
skýrt í mínum huga að þá á gerðar-
dómur að taka til starfa og starfa í
samræmi við ákvæðið.“
Ólafur segir að Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga ásamt lög-
manni þess túlki lögin með þeim
hætti að ekki sé hægt að skipa
gerðardóm. Samningur hafi verið
undirritaður eins og lögin kveða
á um, þótt hann hafi síðan verið
felldur. Félagið muni höfða mál til
að fá skipun dómsins hnekkt.
Bjarni telur þessa lagatúlkun
„loftfimleika“. „Það á ekki að dylj-
ast neinum sem kynnir sér frum-
varpið sem var lagt fyrir þingið,
umræður um frumvarpið og þann
grundvöll, sem er undir þessum
lögum, hver þingviljinn var í þessu
máli og annað eru bara einhverjir
útúrsnúningar,“ segir Bjarni.
Alls hafa 311 starfsmenn Land-
spítalans sagt upp störfum undan-
farnar vikur, þar af yfir 250 hjúkr-
unarfræðingar.
Ólafur segist hafa miklar
áhyggjur af því að fleiri uppsagnir
muni fylgja í kjölfarið standi skip-
un gerðardóms, sem gæti komist
að lakari niðurstöðu fyrir hjúkr-
unarfræðinga.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra segir framhaldið óljóst.
„Við bíðum bara í sömu óvissunni
áfram þar til að niðurstaða fæst
fyrir gerðardómi. Í millitíðinni
hef ég átt viðræður og fundi með
forstjóra Landspítalans til þess að
meta hvernig við því verði brugð-
ist ef þessar uppsagnir standa og
ekki næst viðunandi niðurstaða í
gerðardómi.“
Lilja Stefánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri skurðlækningasviðs
Landspítalans og staðgengill for-
stjóra, segir að engin aðgerðaáætl-
un sé farin af stað til að bregðast
við uppsögnum.
Verði þær ekki dregnar til baka
muni það hafa ófyrirséðar afleið-
ingar fyrir starfsemi spítalans.
„Spítalinn, í þeirri mynd sem
hann er rekinn núna samkvæmt
því skipulagi sem nú er, gengur
ekki án þess að hafa alla þessa
starfsmenn í vinnu. Þannig að frá
okkar bæjardyrum séð sem hér
vinnum og stýrum þarf að finna
lausn á deilunni umfram allt,“
segir Lilja og bætir við: „Spítal-
inn má ekki við öðrum vetri þar
sem allt verður undirlagt í vinnu-
deilum.“
fanney@frettabladid.is
Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið
Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga felldi kjarasamning við ríkið. Fjármálaráðherra og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga takast
á um lagatúlkun á hvort gerðardómur skuli kveða upp úr um kjörin. Landspítalinn þarf að bregðast við standi uppsagnir 311 starfsmanna.
SEGJA UPP Hjúkrunarfræðingar ætla í hart og munu stefna ríkinu á næstunni til að fá skipun gerðardóms hnekkt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM
ÓLAFUR G.
SKÚLASON
BJARNI
BENEDIKTSSON
Talsmenn stjórnar-
andstöðunnar eru
uggandi yfir þeirri
stöðu sem uppi er
eftir að hjúkr-
unarfræðingar
höfnuðu samningi
sínum við ríkið.
„Eins og við
vöruðum við þá
gat lagasetning á
verkföll aldrei leyst þetta mál og
nú sitjum við eftir með vandann
óleystan. Ríkisstjórn sem taldi
það eðlilegt að bæta einum hópi
úr samfélaginu fyrir gengisfall
krónunnar verður að svara öðrum
heilbrigðisstéttum því af hverju
þær eiga ekki líka að fá bætur
fyrir krónuna, og svo sem öðrum
launamönnum líka,“ segir Árni
Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar.
Katrín Jakobsdóttir, for-
maður Vinstri grænna, tekur í
sama streng. „Það heyrir upp á
stjórnvöld að grípa til aðgerða
til að verja okkar opinberu
heilbrigðisþjónustu. Þó að lög
á verkfallsaðgerðir hafi staðist
fyrir rétti er ég þeirrar skoðunar
að þetta hafi eigi að síður verið
óskynsamleg og röng lagasetning
fyrir stöðuna á vinnumarkaði
í heild, en ekki síst fyrir stöðu
velferðarkerfisins. Ég vona að sú
verði ekki raunin en það eru þær
áhyggjur sem ég held að flestir
hafi haft þegar þessi lagasetning
var rædd, að hún kynni að hafa
mjög alvarlegar langtímaafleið-
ingar.“
Lagasetningin
leysti ekki vandann
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
KJARAMÁL Bandalag háskólamanna
(BHM) hyggst áfrýja dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur, um að að rík-
inu hafi verið heimilt að setja lög
á verkfall BHM, til Hæstaréttar
Íslands. BHM hefur sótt um flýti-
meðferð vegna málsins.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður BHM, segir að von sé á svari
við beiðni um flýtimeðferð í dag.
Verði fallist á flýtimeðferð vonist
hún til þess að málið verði þingfest
fyrir Hæstarétti á morgun.
Ástráður Haraldsson, lögmað-
ur BHM, dregur í efa að dómur-
inn standist fyllilega skoðun. „Mér
sýnist að með dómnum sé leyst úr
hlutum að því er varðar það sem
íslenska ríkið taldi nauðsynlegt,
að setja bann á verkföll allra félag-
anna. Mér finnst niðurstaða að því
er varðar það ákaflega sérkenni-
leg og ósannfærandi og ekki stand-
ast mjög vel lögfræðilega skoðun,“
segir Ástráður.
Hins vegar hafi mátt búast við
því að málareksturinn yrði erfið-
ur. „Það kemur í sjálfu sér ekkert
á óvart og það er ekkert nýtt að
við þessar aðstæður eigi stéttar-
félögin á brattann að sækja og það
snýst ekki nema að takmörkuðu
leyti um lögfræði. Það snýst nátt-
úrulega um það að það þarf ákaf-
lega mikið til að koma að dóm-
stólar haggi við því hvort að lög
standist,“ segir Ástráður. - ih
Formaður BHM segir að málið gæti verið þingfest í Hæstarétti á morgun:
BHM áfrýjar til Hæstaréttar
Í HÉRÐASDÓMI
Þórunn Svein-
bjarnardóttir,
formaður BHM,
og Páll Halldórs-
son, formaður
samninganefndar
BHM, ganga út
úr réttarsal í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KJARAMÁL Meirihluti félagsmanna innan
Samiðnar samþykkti kjarasamning við
Samtök atvinnulífsins í dag. Félag járn-
iðnaðarmanna á Ísafirði hafnaði þó samn-
ingnum auk þess sem samningur Samiðnar
við Meistarafélag pípulagningamanna var
felldur.
Hjá Rafiðnaðarsambandinu felldu þrjú
félög samninginn en það voru Rafiðnaðar-
félög Suðurnesja og Norðurlands auk Félags
rafiðnaðarmanna á Suðurlandi.
Tæplega 58 prósent félagsmanna í félagi
vélstjóra og málmtæknimanna (VM) felldu
kjarasamning félagsins við SA.
Guðmundur Ragnarsson, formaður
VM, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þessi
launaþróunartrygging fór mjög illa í menn
og menn vildu bara fá meiri hækkanir í
grunninn. Síðan er náttúrulega hvernig
hlutirnir þróast út samninginn og hvernig
dregst saman á milli lægstu launa í landinu
og okkar félagsmanna,“ segir hann.
Guðmundur segir verkfallsaðgerðir und-
irliggjandi þrátt fyrir að þeim hafi verið
aflýst við undirritun kjarasamninga þann
22. júní.
„Það stendur eftir 15. september ótíma-
bundin vinnustöðvun.“ - hks, srs
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna útilokar ekki að endurvekja verkfallsaðgerðir:
Félagsmenn VM felldu samninginn við SA
FORMAÐURINN Guðmundur segir að félagsmenn
hafi ekki sætt sig við samninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SPURNING DAGSINS
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-2
5
3
C
1
7
5
5
-2
4
0
0
1
7
5
5
-2
2
C
4
1
7
5
5
-2
1
8
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K