Fréttablaðið - 16.07.2015, Page 6

Fréttablaðið - 16.07.2015, Page 6
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir geimfarið sem fl aug fram hjá Plútó í gær? 2. Notkun hvernig bíla verður lögð af á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum? 3. Í hvaða landi komu fi mm íslenskir fl ytjendur fram á Pohoda-hátíðinni? SVÖR:1. New Horizons. 2. Bekkjabíla. 3. Slóvakíu. Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ertu með verki í hnjám eða ökkla? Flexor býður mikið úrval af stuðningshlífum fyrir flest stoðkerfisvandamál. VIÐSKIPTI Ný lög um sölu fasteigna mun þrengja að nýliðun í faginu, að mati Þóru Birgisdóttur, fram- kvæmdastjóra fasteignasölunnar Borgar. Með nýju lögunum er gerð sú grundvallarbreyting að einung- is fasteignasalar hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum sem varða milligöngu um fasteigna- viðskipti. Þeir sem ætla að ger- ast fasteignasalar þurfa að stunda nám í fjögur misseri hjá Endur- menntun Háskóla Íslands. „Til þess að komast inn í námið þarf að hafa unnið í tólf mánuði á fasteignasölu og hvað áttu að gera á fasteignasölu ef þú mátt ekki gera neitt?“ segir Þóra máli sínu til stuðnings. Ingibjörg Þórðardóttir, formað- ur Félags fasteignasala, sagði í Fréttablaðinu í gær að nýju lögin fælu í sér að störf sölumanna fast- eigna, þeirra sem ekki hafi lög- gildingu, væru úr sögunni. Þóra segir að það eigi eftir að koma í ljós hversu þröngt nýju lögin verði túlkuð. Hún segist telja að rétt væri að hafa fyrirkomulagið tví- skipt. „Ég sé ekki þörf fyrir að það fari allir í gegnum þetta tveggja ára nám. Það mætti vera einhvers konar sex mánaða sölumannsnám þannig að við tryggjum að það fari enginn af stað sem hefur ekki fengið einhvern grunn,“ segir hún. Þóra segir að nýju lögin muni ekki hafa mikil áhrif á Borg. „Við eigum því láni að fagna að hafa fleiri löggilta fasteignasala held- ur en sölumenn og erum í því ferli að það eru þrír að fara í námið og einn langt kominn,“ segir Þóra. Á endanum muni því stærstur hluti starfsmanna vera löggiltir fast- eignasalar. „Hins vegar megum við hafa aðstoðarmenn og við munum örugglega nýta okkur það.“ Þóra segir að nýju lögin muni hafa meiri áhrif þar sem hlutfall löggiltra fasteignasala er lægra. Hún segist hafa skilning á nýju lögunum. „Það eru ástæður fyrir því að svona lög eru sett. Við erum að höndla með aleigu fólks og það er kannski svolítið glannalegt að aðilar hafi getað byrjað og vaðið inn í starfið án nokkurra takmark- ana, eins og með fyrri lögum.“ Þóra býst við að þessar breyt- ingar muni hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir fasteignaeigend- ur. „Ég tel að þetta muni ýta þókn- uninni upp. Og ég vil nú líka meina að það hafi verið búið að þrýsta henni ansi langt niður miðað við þá vinnu og tilkostnað sem við höfum af því að sinna þessu almenni- lega,“ segir Þóra. jonhakon@frettabladid.is Meiri kostnaður fyrir eigendur fasteigna Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Borgar segir ný lög um sölu fasteigna auka á kostnað fasteignaeigenda. Nýju lögin séu hins vegar skiljanleg þar sem fasteigna- salar fari með aleigu fólks. Hún telur þó óþarfi að allir fari í tveggja ára nám. FASTEIGNIR Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Borgar segir að ný lög um sölu fasteigna hafi ekki verið sett að ástæðulausu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARÍNÓ Það eru ástæður fyrir því að svona lög eru sett. Við erum að höndla með aleigu fólks. Þóra Birgisdóttir, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Borgar VEISTU SVARIÐ? BANDARÍKIN Auðjöfurinn Donald Trump mælist enn með mest fylgi meðal þeirra sem sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs í Bandaríkjun- um. Í nýrri könnun Suffolk Univer- sity og USA Today kemur í ljós að Donald Trump nýtur sautján pró- senta fylgis. Á hæla Trump koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, með fjórtán prósent, og Scott Walker, ríkisstjóri Wiscons- in, með átta prósent. Trump hefur undanfarið farið mikinn í umræðu um ólöglega inn- flytjendur sem hann hefur sagt færa glæpi til Bandaríkjanna. Um síðustu helgi hitti hann til að mynda fjölskyldur þeirra sem ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó hafa myrt. Útspil Trumps hefur vakið miklar deilur í Bandaríkj- unum. Þó hefur það skilað honum miklu fylgi. Fylgi Trumps kemur sér vel þar sem fyrstu kappræður forseta- frambjóðendaefna repúblíkana verða 6. ágúst næstkomandi og munu þar tíu af frambjóðendum repúblíkana, sem nú eru orðnir fimmtán talsins, etja kappi. Þeir tíu sem njóta mesta fylgis- ins í meðaltali fimm skoðana- kannana fá að stíga á stóra sviðið í ágúst í kappræðum sem frétta- stofa Fox News heldur í samstarfi við internetrisann Facebook í Cleveland, stærstu borg Ohio. - þea Hjólin eru farin að snúast í aðdraganda kosninga í Bandaríkjunum og eru kappræður á næsta leiti: Trump enn efstur eftir umdeild ummæli Á UPPLEIÐ Þrátt fyrir umdeild ummæli sækir Trump í sig veðrið í kosningabar- áttunni vestanhafs. NORDICPHOTOS/GETTY MENNTUN Starfshópur mennta- málaráðuneytisins skilaði af sér skýrslu vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi í gær. Hópurinn kemst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu að stefna stjórnvalda ætti að miða við það að bjóða öllum börnum leikskóladvöl frá tólf mánaða aldri en sá aldur miðast við þingsályktunartillög- una. Fæðingarorlof er níu mán- uðir í dag og því væri enn gap á milli loka fæðingarorlofs og þess tíma sem barn getur hafið leik- skólagöngu. Starfshópurinn bendir á að til að ná settum markmiðum þurfi að fjölga leikskólakennurum til að geta mannað leikskóla með fag- fólki. Ljóst er að til þess að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf að leggja fram umtalsvert fjármagn og ekki hafa öll sveitar- félög burði til þess. Því leggur hóp- urinn til að breytingin verið inn- leidd í áföngum og í upphafi verði miðað við að veita öllum börnum pláss á leikskóla við átján mánaða aldur. Þá velti hópurinn upp þeim möguleika að tekið verði upp sveigjanlegt innritunarkerfi í leik- og grunnskóla án þess að skila beinum tillögum. Hópurinn bend- ir þó á mögulegar leiðir á borð við að innrita leik- og grunnskólanema tvisvar á ári. - srs Starfshópur um leikskóla að loknu orlofi leggur til fjölgun leikskólakennara: Öll 12 mánaða börn í leikskóla LEIKSKÓLI Starfshópurinn veltir upp hugmyndum um sveigjanlegt innritunarkerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -C 3 3 C 1 7 5 5 -C 2 0 0 1 7 5 5 -C 0 C 4 1 7 5 5 -B F 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.