Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.07.2015, Blaðsíða 8
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BMW X5 XDrive25d Nýskr. 06/14, ekinn 4 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 11.290 þús. Rnr. 191816. TOYOTA Yaris Terra Nýskr. 06/05, ekinn 183 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 690 þús. Rnr. 191873. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is facebook.com/bilaland.is NISSAN X-Trail Elegance Nýskr. 02/06, ekinn 90 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 191860. BMW 5 520d xdrive Nýskr. 06/14, ekinn 20 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 8.690 þús. Rnr. 102876. SUBARU Forester CS Nýskr. 01/08, ekinn 76 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.790 þús. Rnr. 282850. VW Caravelle T5 Blue Motion Nýskr. 05/13, ekinn 75 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 5.850 þús. Rnr. 191875. VW Caravelle T5 Trendline 4motion Nýskr. 05/13, ekinn 78 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 6.900 þús. Rnr. 191874. Frábært verð! 1.390 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og eldgosið í Grímsvötnum ári síðar höfðu í för með sér gríðarlegt öskufall hjá bændum á Suðurlandi. Þykkt lag af ösku lagðist yfir öll tún á svæðinu svo lítið var fyrir skepnur að bíta. Vegna Grímsvatnagossins þurfti að flytja búfé af bæjum. Afréttarlönd á Suðurlandi voru ónotæf og heyskapur nær vonlaus. Fjárhagstjón fólst meðal annars í því að kaupa þurfti mikið fóður í skepnurnar. Öskufall árin 2010 og 2011 Óútskýrður fjárdauði hefur herjað á sauð- fjárbændur allt þetta ár. Getgátur eru uppi um að hey séu ekki nógu góð en þó er það ekki algild skýr- ing. „Fé sem hefur kannski verið á húsi í þrjá mánuði og á kjarnfóðri allan þann tíma er að deyja, það segir sig sjálft að það er ekki vondu heyi að kenna,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Enn finnast lömb dauð. Víða hafa bændur misst tuttugu til þrjátíu prósent af hjörðinni. Ær deyja unnvörpum 2015 Árið 2010 kom upp hér á landi skæð hestapest sem lamaði algjörlega útflutning á hrossum um margra mánaða skeið. Tjónið hljóp á milljónum fyrir hvert bú fyrir sig og tamning stöðvaðist alveg. Þá kom pestin niður á ferðaþjónustu. Í svari landbúnaðarráðherra á Alþingi kom fram að heildartjón hafi numið mörg hundruð milljónum króna. Pestin lýsti sér sem veikindi í öndunarvegi hrossa, með tilheyrandi slími og kverkaskít. Landsmóti hestamanna var frestað þetta ár, með tilheyrandi óþægindum og enn frekari kostnaði. Skæð hestapest árið 2010 Tvö skæð óveður og kuldatíðir hafa sett svip sinn á landbúnaðinn síðastliðin ár. Vorhret í maí og júní árið 2011 var svo skætt að skepnur drápust úr kulda á túnum bænda. Seinna óveðrið, og það alvarlegra, varð í septem- ber árið 2012. Þá höfðu bændur ekki smalað afrétt þegar snjó tók að kyngja niður. Á Norðurlandi þurftu bændur að eyða mörgum dögum við að grafa upp fé úr fönn, ýmist lifandi eða dautt. Alþingi samþykkti aukafjárframlag til Bjargráða- sjóðs vegna tjónsins sem af hlaust. Kindur grafnar úr fönn 2012 LANDBÚNAÐUR „Nei, við ráðum ekki við þetta, það er bara þannig. Bændur eru ekki undir það búnir að takast á við svona ár eftir ár,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauð- fjárbænda. Endurtekin áföll hafa dunið á bændum síðastliðin ár með miklum afleiðingum. Veður hafa almennt verið válynd. Ýmist hafa tún brunnið eða þau kalið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að heyskapur væri ekki farinn af stað víða á Aust- urlandi vegna mikilla rigninga. Fyrir séð væri að fjárhagstjón bænda þar væri töluvert. Þá höfðu eldgosin í Eyjafjalla- jökli árið 2010 og í Grímsvötn- um árið 2011 mikil áhrif. Vor- hret árið 2011 og óveður snemma hausts 2012 sömuleiðis. Fjárdauði og verkfall dýralækna í ár hefur svo haft mikið fjárhagstjón í för með sér. „Með fjárdauðann núna, þá vitum við ekki almennilega hvað þetta er. Í sjálfu sér getum við ekki talið upp úr kössunum fyrr en í haust. Hjá sumum er þetta mikill fjöldi og hefur farið stig- vaxandi,“ segir Þórarinn. Upp á síðkastið hafi bændur fundið stálpuð lömb dauð. Fækkun upp á tuttugu til þrjátíu prósent hefur orðið hjá sumum fjárbændum og það þýðir bara eitt: Minni fram- leiðsla verður á lambakjöti í haust en árin áður. „Það er líka hægt að hafa á bak við eyrað að afurðaverð til bænda og kjötverð til neytenda hefur ekki fylgt neysluvísitölu undanfarin ár. Þetta gengur ekki svona til lengd- ar. Þegar áföllin bætast við líka og allur rekstrarkostnaður hækk- ar þá fáum við dæmið ekki til að ganga upp. Menn þurfa að ganga á eignir í staðinn fyrir að byggja sín bú upp,“ segir Þórarinn. „Ég á ekki von á því að Bjargráðasjóð- ur ráði við að greiða mönnum þær bætur sem þeir þurfa,“ bætir Þór- arinn við. Bjargráðasjóður hefur fengið aukafjárveitingu frá ríkinu þegar stór áföll, eins og eldgosið 2011 og óveðrið 2012, hafa dunið yfir. Sam- kvæmt upplýsingum frá formanni sjóðsins, Sigurgeiri B. Hreinssyni, mun tíminn leiða í ljós hvort sjóð- urinn bæti bændum fjártjónið í ár. Greining liggi ekki fyrir á ástæð- um fjárdauðans. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, er bjartsýnn á gengi bænda, þrátt fyrir áföllin. „Þetta er ekkert auðvelt en ég held að við komumst yfir þetta eins og við höfum gert. Menn hafa mikla reynslu af því að kljást við svona áföll en þetta eru auðvitað nokkuð mörg áföll á stuttum tíma.“ Hann segir bændur, eins og aðra í rekstri, gera ráð fyrir ein- hverju bakslagi. Ekkert geti þó búið menn undir svo síendurtekin áföll. snaeros@frettabladid.is Áföll og hamfarir ár eftir ár hjá bændum Bændur eru ekki búnir undir ítrekuð áföll og fjárhagstjón. Fjárdauðinn í vor er enn óútskýrður. Fyrirséð að mun minna verður framleitt af lambakjöti í ár en síðustu ár. Bjargráðasjóður reynir eftir fremsta megni að bæta bændum tjónið. ÖSKUFALL Árið 2011 varð eldgos í Grímsvötnum. Sauðfé drapst vegna öskufallsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞÓRARINN INGI PÉTURSSON SIGURÐUR EYÞÓRSSON 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -0 D 4 C 1 7 5 6 -0 C 1 0 1 7 5 6 -0 A D 4 1 7 5 6 -0 9 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.