Fréttablaðið - 16.07.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 16.07.2015, Síða 22
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Dóttir mín, systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR lést á Landspítalanum 3. júlí 2015. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Þórdís Ágústsdóttir Sigrún Tryggvadóttir Kristján H. Sigurgeirsson Ágúst Guðjónsson Anna Guðjónsson Örn Þór Guðjónsson Svandís Guðjónsdóttir Skúli Skúlason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTHA MARÍA SANDHOLT Hátúni 8, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á KFUM og KFUK á Íslandi. Jenny Irene Sörheller Haraldur Hjartarson Stefanía Sörheller Einar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINN NIKULÁSSON lést á heimili sínu 10. júlí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju, föstudaginn 17. júlí, kl. 15.00. Ingibjörg Þórdís Sigurðardóttir Steinunn Helga Sigurðardóttir Gunnar Páll Gunnarsson Sigrún Sigurðardóttir Jón Þorgeir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tíma- mót í lagi,“ segir Sigríður Lund Her- mannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannar- lega vent kvæði sínu í kross og titl ast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir lands- menn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgun- þættinum Súper á FM957 við gríðar- góðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sann- arlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsun- um, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðru- vísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hrein- lega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu. gudrun@frettabladid.is Pollróleg næstu fi mm ár Flestir kannast við ljúfa rödd Sigríðar Lund Hermannsdóttur útvarpskonu, sem nú er fj ár- bóndi austur á landi. Hún fagnar fj örutíu og fi mm ára afmælinu í dag með sushi-ferð. Í FÍNUM MÁLUM Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni. MYND/AÐSEND SIGGA LUND Fjölmiðlakona og fjárbóndi. MYND/AÐSEND Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum MERKISATBURÐIR 1627 Sjóræningjar frá Alsír stíga á land í Vestmannaeyj- um þennan dag. Koma þeir á þremur skipum og drepa í kjölfarið 34 eyjaskeggja og taka með sér 242 gísla. 1661 Fyrstu peningaseðlar í Evrópu líta dagsins ljós, en þeir eru gefnir út af Stokk- hólmsbanka. 1917 Flutningaskipið Vesta sekkur eftir að tundurskeyti frá þýskum kafbáti hæfir það á ferð þess til Englands. Sekk- ur skipið á aðeins einni mín- útu og farast fimm manns, en tuttugu er bjargað. Þeir koma á land í Færeyjum. 1930 Haile Selassie, skrifar undir allra fyrstu stjórnarskrá Eþíópíu. 1951 Skáldsagan Catcher in the Rye eftir J. D. Salinger kemur út í Bandaríkjunum þennan dag, en hana þekkja Íslendingar undir nafninu Bjargvætturinn í grasinu, í þýðingu Flosa Ólafssonar. 1955 Dwight D. Eisenhower, for- seti Bandaríkjanna gerir stutt stopp á Íslandi þennan dag, en hann er á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu. 1991 Jarðskjálfti ríður yfir Filipps- eyjar með þeim afleiðingum að rúmlega sextán hundruð manns láta lífið. 1992 Richard von Weizsäcker, for- seti Sambandslýðveldisins Þýska- lands kemur í tveggja daga opin- bera heimsókn til Íslands. 1994 Borgarastríði í Rúanda lýkur. 1999 Flugvél ferst á leið sinni yfir Atlantshafið þar sem John F. Kenn edy yngri, Carolyn Bessette Kennedy, eiginkona hans, og syst- ur hennar, eru farþegar. Allir um borð láta lífið. 2005 Bókin Harry Potter og blend- ingsprinsinn kemur út og allt verð- ur vitlaust, enda gríðarlega vinsæl- ar bókmenntir. 2009 Kosið er um aðildarumsókn að Evrópusambandinu þennan dag og samþykkt að láta slag standa. Litlu munar, en 33 þingmenn sam- þykkja á meðan 28 hafna, tveir sitja hjá. Klofna allir flokkar á þingi í málinu, nema Samfylkingin. Ljóðskáldið og dægurlagahöfundurinn Kristján frá Djúpalæk fæddist þennan dag árið 1916, að Djúpalæk í Skeggjastaða- hreppi. Var hann nemandi við Eiðaskóla, og sinnti svo almennum sveitastörfum samhliða. Um tvítugt hóf hann svo nám við Menntaskólann á Akureyri, en staldraði fremur stutt við og lauk rétt fyrsta árinu. Hafði hann þá kynnst heimasætunni frá Staðartungu í Hörgárdal meðan hann var í Eiðaskóla og varð þar yfir sig ástfanginn. Úr varð að þau giftu sig og bjuggu saman allt þar til hann lést. Hjónin bjuggu til að byrja með í Staðar- tungu og lögðu fyrir sig búskap, en gáfust fljótt upp á slíku og fluttu til Akureyrar. Vann Kristján verksmiðjuvinnu ýmiss konar, en þótti hún heldur leiðinleg. Þrátt fyrir vinnuleiðindin blómstraði sköpunargáfan og samdi hann mikið af ódauðlegum perlum á meðan hann stóð sína plikt í verksmiðjunum. Árið 1949 fluttu þau hjón til Hvera- gerðis. Þá var Kristján orðinn þekktur fyrir hæfileika sína. Hann lifði þó ekki á listinni og var barnaskólakennari í Hveragerði og í Þorlákshöfn. 1961 sneri hann svo aftur í heimahagana og bjó á Akureyri til dauðadags, 15. apríl 1994. ÞETTA GERÐIST 16. JÚLÍ 1916 Íslenskt ljóðskáld kemur í heiminn 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 6 -1 7 2 C 1 7 5 6 -1 5 F 0 1 7 5 6 -1 4 B 4 1 7 5 6 -1 3 7 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.