Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 26
FÓLK|TÍSKA KONUNGLEG MYND Mörgum finnst óviðeigandi að systkini Katrínar, hertogaynju af Cambridge, séu á formlegri skírnarmynd kon- ungsfjölskyldunnar. Pippa var í ljósum kjól, líkt og systir hennar. Á fjölskyldumyndinni eru foreldrar litlu prinsessunnar, Katrín og Vilhjálmur, ásamt börnum, foreldrar Katrínar, Michael og Carole Middleton, Karl prins og Camilla, Elísabet drottning, langamma barnsins, og eiginmaður hennar, Filippus, hertogi af Edinborg. Auk þeirra eru systkini Katrínar, James og Pippa, á myndinni sem blaðamanni finnst tæpast viðeigandi. Allt frá því að systir þeirra, Katrín, giftist Vil- hjálmi prins hafa þessi þá óþekktu systkini baðað sig í sviðsljósinu og telja sig nánast konungleg. Þau virðast vera alls staðar þar sem eitthvað merkilegt er að gerast, líkt og fjölskylda Kardash- ian, segir í blaðinu. Systkinin hafa flogið upp ein- hvern tignarlega stigann til frægðar og eru nú á hverjum gestalistanum eftir öðrum hjá þeim sem meira mega sín í bresku samfélagi. Að auki eru þau í miklu eftirlæti hjá almannatenglum sem vilja koma vörum á framfæri. Í KONUNGLEGU HÁSÆTI Stuttu eftir hina konunglegu skírn voru systkinin komin í hásæti á Wimbledon-leikunum en miðar í bestu sætin eru afar eftirsóttir hjá auðkýfingum og fræga fólkinu. „Af hverju er þessu unga fólki veittur slíkur konunglegur heiður?“ spyr blaða- maður Daily Mail og bendir á að þau gegni engum opinberum skyldum. Aðeins þeir sem hafa lagt eitthvað markvert til samfélagsins og fólk í æðstu stöðum hafa hingað til fengið sæti á besta stað á Wimbledon. Meðal gesta í heiðursstúkunni að þessu sinni var David Beckham, John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, og John Whittingdale, ráðherra menningar-, fjölmiðla- og íþróttamála í Bretlandi. Auk þeirra mátti sjá leikar- ann fræga Stephen Fry og Ólympíufarann Sir Ben Ainslie. Þarna mátti líka sjá einkaritara drottning- ar, Sir Christopher Geidt. KVÆNTUR FJÖLSKYLDUNNI Samkvæmt frétt Daily Mail lyftu margir brúnum þegar Middleton-systkinin birtust og settust í kon- ungleg sæti á Wimbledon. „Þótt þau séu mágur og mágkona verðandi konungs verðskulda þau ekki hásæti konungsfjölskyldunnar,“ skrifar Daily Mail. Þess má geta að Wimbledon-mótið er stærsti tennisviðburður í heimi og mikil virðing er borin fyrir mótinu í Bretlandi. Blaðamaður heldur áfram og segir að Middle- ton-fjölskyldunni sé hampað óeðlilega mikið. „Stundum er eins og Vilhjálmur sé ekki aðeins kvæntur Katrínu heldur allri fjölskyldunni. Þá er rifjað upp að þegar Vilhjálmur prins hafi verið skírður árið 1982 hafi bróðir Díönu og systir ekki verið með á formlegri, konunglegri myndatöku. GÓÐ TENGSL En hvað hefur breyst í konunglegum siðvenjum? Skýringin gæti legið í því að prinsarnir Vilhjálmur og Harry eru frjálslegri í hegðun en önnur konung- leg börn í Bretlandi hafa getað leyft sér. Katrín er ekki af aðalsættum en talið er að Vilhjálmur, sem sjálfur missti móður sína ungur, dáist að samheldni Middleton-fjölskyldunnar og sé ekki mjög stífur á siðareglum sem viðgengist hafa í bresku konungsfjölskyldunni. Honum hafi því þótt eðlilegt að systkini eiginkonu sinnar væru með á hinni formlegu skírnarmynd. Bróðir hans, Harry, var við skyldustörf í Afríku og er því ekki með á myndinni. Systkinin Pippa og James lifa sínu sjálfstæða lífi en mörgum þykir þau njóta þess um og of að vera í sviðsljósinu. Það er ekkert sérstaklega þægilegt fyrir Middleton-hjónin og alls ekki fyrir konungs- fjölskylduna. KONUNGLEG FRÍÐ- INDI FYRIR EKKERT HNEYKSLUN Það þykir eðlilegt þegar skírn er í fjölskyldu að taka mynd af hópnum. Konungsfjölskyldan er engin undantekning þar á. Blaðamaður net- síðu Daily Mail er þó ekki viss um að systkini Katrínar, hertogaynju af Cam- bridge, hefðu þurft að vera á konunglegri, opinberri fjölskyldumynd. Í HEIÐURSSÆTI Systkinin Pippa og James Middleton á Wimbledon- tennismótinu. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -E 0 D C 1 7 5 5 -D F A 0 1 7 5 5 -D E 6 4 1 7 5 5 -D D 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.