Morgunblaðið - 25.06.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.06.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sláttur er hafinn á allmörgum jörð- um í Eyjafirði. Reiknað er með að sláttur hefjist almennt á Suðurlandi nú fyrir helgi. Það togast á í mönn- um að grösin eru ekki nægjanlega sprottin en jafnframt er slæmt að geta ekki nýtt þurrkinn. Bændur á allmörgum jörðum í Eyjafjarðarsveit hafa verið að hefja slátt í þessari viku og í gær var unn- ið í heyskap á nokkrum bæjum. „Sprettan er ekki hröð, það er kalt á nóttunni. En þetta er samt að koma. Túnin eru falleg, grösin þétt og fal- leg,“ segir Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi og heyvinnuverktaki í Garði. Aðalsteinn hefur ekki hafið slátt á eigin búi en sló þó í kringum húsin til að prófa vélarnar. Hann hirðir í stæður og vill geta drifið heyskapinn af á sem stystum tíma og lokað stæðunum. Reiknar hann með að fara í það fljótlega eftir helgi. Dagamunur á túnunum „Ég held að þetta líti ljómandi vel út. Það er mikið að gerast þessa dagana,“ segir Sigurður Ágústsson, bóndi og heyvinnuverktaki í Birt- ingaholti í Hrunamannahreppi. Hann segir að fyrsti bóndinn sé bú- inn að panta heyskap og verði farið þangað á morgun. Síðan komi bæ- irnir koll af kolli, yfirleitt einn á dag. „Þeir hafa verið að þrjóskast við og sjá hvort ekki sprettur betur. Ég held að það sé komin ágætis slægja á sum tún en kannski ekki almennt. Þegar það er sunnanvindur og sól munar um hvern daginn, menn sjá dagamun á túnunum.“ Sláttur er almennt að hefjast í Eyjafirði Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Heyskapur Viðar Garðarsson bindur og pakkar sílgrænni töðu á Ytri- Tjörnum í Eyjafirði. Teitur Nolsöe Baldursson vill gjarnan hjálpa til. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lagði í gær fram ít- arlega fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um skuldauppgjör einstaklinga og fyrirtækja við fjár- málastofnunanir sem voru í meiri- hlutaeigu ríkisins á árunum 2009 til 2013, afskriftir skulda og jafnræði skuldara við uppgjör. Fyrst og fremst Landsbankinn „Ég beini fyrirspurn minni að fjár- málafyrirtækjum sem eru í meiri- hlutaeigu ríkisns, þá auðvitað fyrst og fremst Lands- bankanum. En ég tel eðlilegt að all- ar fjármálastofn- anir geri grein fyrir því hvernig staðið var að mál- um hjá þeim og mun í framhaldi af þessari fyrir- spurn óska eftir því,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann telur sterkar vísbendingar vera um að jafnræðisregla hafi ekki verið höfð í hávegum við endurskipu- lagningu atvinnulífsins og skulda- uppgjör fyrirtækja og eignarhalds- félaga. Jón segir erfitt að nefna dæmi en hluthafar eignarhaldsfélagsins Atorku – sem var skráð á hlutabréfa- markað – hljóti að vera hugsi yfir því hvernig gengið var að félaginu. Hlut- hafar í Atorku hafi verið um 4.000, þar á meðal margir lífeyrissjóðir, þannig að hagsmunir almennings væru ríkir í því máli. Hluthafar Atorku töpuðu öllu „Áhættuskuldbindingar Atorku námu ríflega 50 milljörðum króna þegar bankakerfið hrundi í október 2008. Verðmætasta eignin var Pro- mens en Atorka átti einnig m.a. Jarð- boranir og Björgun, auk þess að eiga stóran hlut í Geysi Green Energy og nokkrum erlendum fyrirtækjum. Hluthafar Atorku töpuðu öllu sínu. Kröfuhafar, en þar var Landsbank- inn langstærstur, tóku yfir félagið og eignir þess – þar á meðal Promens. Það eru nokkrir mánuðir síðan Pro- mens var selt úr landi og söluverðið um 62 milljarðar króna – 12 millj- örðum meira en skuldir Atorku,“ sagði Jón. „Það ríkir mikil tortryggni meðal almennings og forráðamanna fyrir- tækja vegna þess hvernig staðið var að skuldauppgjöri á árunum 2009 til 2013. Margir eru sannfærðir um að jafnræðis hafi ekki verið gætt – jafn- ræðisreglan hafi verið brotin og ekki allir setið við sama borð. Þessi tortryggni er eitur í þjóðar- sálinni og á meðan við fáum ekki all- ar upplýsingar upp á borðið mun þetta eitur seytla um allt. Við getum aldrei náð sátt í sam- félaginu ef stór hópur einstaklinga og fyrirtækja telur sig hafa verið beittan órétti á fyrstu árunum eftir hrun,“ sagði Jón Gunnarsson að lok- um. Það ríkir mikil tortryggni með- al almennings  Spyr um reglur um afskriftir Jón Gunnarsson Hitabylgja er í veðurkortunum næstu daga, ekki síst á Vestur- landi, Vest- fjörðum og Norðurlandi. Því er spáð að hitinn geti farið yfir 20 stigin um helgina. Veðurstofan spáir áfram hlýindum. Austlægar áttir verða ríkjandi á landinu. Í dag verður hlýjast á Vesturlandi en á föstudag og um helgina verða góð- ar hitatölur um allt vestan- og norð- anvert landið. Skýjað verður syðst á landinu og reiknað með þokulofti og jafnvel skúrum á suðausturhorn- inu. Langtímaspáin gerir ráð fyrir breytingu á miðvikudag, með suð- austan strekking og rigningu víða. Sú gula í veðurkort- unum og spáð hita- bylgju um helgina Hiti Sólin vermir landsmenn. Boðreið frá síðasta mótsstað Heims- leika íslenska hestsins til þess næsta hófst um helgina. Fjórir þýskir reið- menn lögðu upp frá Brandenborg- arhliðinu í Berlín í áttina til Herning í Danmörku, þar sem heimsmeist- aramótið verður haldin í byrjun ágúst. Meðferðis er hólkur með skilaboðum sem lesin verða upp við setningu mótsins. Mótið er sam- starfsverkefni Norðurlandaríkjanna og munu reiðmenn koma úr fleiri áttum er nær líður. Boðreið á næsta mótsstað hafin Boðreið Ferðin til Herning hófst við Brandenborgarhliðið. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Niðurstaðan er að samkvæmt besta mati stjórnar Vaðlaheiðaganga í dag er áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina um 12.450 milljónir króna með vsk. á verðlagi í árslok 2011, sem sagt 1.500 milljónir umfram þá áætlun sem þá lá fyrir eða tæp 14%.“ Þetta segir í svari stjórnar Vaðla- heiðarganga ehf. við fyrirspurn fjár- laganefndar Alþingis. Er kostnaður til kominn vegna vatnsleka beggja megin í göngunum.Upphaflega var gert ráð fyrir að göngin myndu kosta 8.730 milljónir króna auk vsk. Erfitt að fullyrða um verklok Vinna í göngunum hófst á ný þann 26. maí eftir langt stopp vegna vatns- leka bæði Eyjafjarðar- og Fnjóska- dalsmegin en stjórnin segir að erfitt sé að gefa upp einhlítt svar um hve- nær verklok séu áætluð. Hægt sé þó að setja upp tvær meginsviðsmyndir um mögulegt framhald á verkefninu. Annars vegar að lausn verði fundin á vatns- og hrunvandamálum Fnjóskadalsmegin á næstu fjórum mánuðum og að eftir það verði borað beggja megin þar til verkinu verði lokið. Þetta myndi hafa í för með sér sjö mánaða töf á verklokum og göng- in yrðu þá opnuð í júlí 2017. Hins vegar að borað verði alla leið Eyja- fjarðarmegin, en þá myndi opnun frestast allt þar til í mars 2018. Vatnið er dýrt Aukaverk vegna vatns og hita Eyjafjarðarmegin til og með maí eru um 388 milljónir króna en áætlað er að um 800 milljónir muni bætast við þá upphæð. Kostnaður vegna Vatns- leka og hruns Fnjóskadalsmegin er áætlaður um 500 milljónir og um- framkostnaður vegna bergþéttingar beggja megin er áætlaður um 512 milljónir króna. Í heildina gerir þetta um 2.200 milljónir króna í ófyrirséðan kostnað en áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði um 700 millj- ónir. Því er ljóst að kostnaður er tal- inn 1.500 milljónum umfram áætlun eins og áður sagði. Til þess að mæta auknum kostnaði ætlar stjórnin að taka saman lista yf- ir mögulegar sparnaðaraðgerðir, en Vaðlaheiðargöng ehf. eiga 480 millj- ónir króna í hlutafé og munu á þessu ári og næstu tveimur auka við hlutafé sitt um 120 milljónir og verð- ur hlutafé þá samtals 600 milljónir króna. Upphaflega var áætlað að 8.700 milljóna króna lán ríkissjóðs til Vaðlaheiðarganga myndi duga fyrir öllum stofnkostnaðinum og umrætt hlutafé væri því aðeins aukafjár- magn til þess að mæta umfram- kostnaði. Umframkostnaður er hins vegar áætlaður um 900 milljónum krónum hærri en eigið fé fyrirtæk- isins og ef sparnaðaráætlanir duga ekki til ætlar stjórnin sér að leita til hluthafa um aukningu hlutafjár og til ríkisins sem lánveitanda. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vatnsleki Mikill leki hefur verið Fnjóskadalsmegin í göngunum, en hann varð m.a. til þess að vinna stöðvaðist í um sex vikur. Einnig hefur vatn lekið Eyjafjarðarmegin, en þar er vatnið heitt. Kostnaðurinn við lekana er gífurlegur. 1,5 milljarða fram úr áætlun vegna leka  Vaðlaheiðargöng tefjast um sjö eða fimmtán mánuði Göngin eru um 7,2 km milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um Víkurskarð. Fyrsta sprenging átti sér stað þann 3. júlí 2013 og hafa nú ver- ið grafnir 4.265 metrar, eða 59% af heildarlengd. Ganga- gröftur stöðvaðist þann 10. apr- íl síðastliðinn vegna mikils vatnsleka og hruns en hófst að nýju þann 26. maí. 59% nú grafin VAÐLAHEIÐARGÖNG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.