Morgunblaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Æ fleiri ferðamenn flykkjast til landsins
með hverju árinu, hvaðanæva úr heim-
inum, og láta fé af hendi rakna í hvers
kyns skoðunarferðir, minjagripi og ann-
an varning sem mun minna þá á land og
þjóð um ókomna tíð.
Vakið hefur athygli sá mikli fjöldi
minjagripaverslana í miðbæ Reykjavík-
ur sem virðast spretta upp hver á fætur
annarri í því augnamiði að anna eftir-
spurn ferðamannanna.
Gjafir frá Íslandi
„Það er straumur af fólki hingað inn
daglega og það er auðvitað frábært því
það þýðir að fólk sækir hingað frá öðr-
um löndum,“ segir starfsmaður minja-
gripaverslunar á Skólavörðustíg. Bætir
hún við að mjög misjafnt sé í hvað ferða-
mennirnir sæki hverju sinni en ullarvör-
urnar séu ávallt vinsælar.
„Ullarpeysurnar, aðallega þær sem
eru úr léttlopanum og með hefðbundnu
munstri, eru sígildar og renna út,“ segir
hún. Þá vekja bolirnir frá Dogma mikla
lukku en þeir eru með fyndnum áletr-
unum á ensku sem hafa íslenska skír-
skotun. „Fólk virðist vera að kaupa mik-
ið fyrir vini sína, enda alltaf gaman að fá
gjöf frá Íslandi sem þú færð ekki neins
staðar annars staðar.“
Ullarvörurnar sem seldar eru í minja-
gripaverslununum eru þó ekki allar
framleiddar á Íslandi. Fyrir vikið eru
vörurnar misdýrar og geta við-
skiptavinir ákveðið hvort þeir vilja ís-
lenska framleiðslu úr íslenskri ull, ís-
lenska ullarvöru sem framleidd er
erlendis eða vöru sem er útlitslega svip-
uð en úr ullarblöndu og framleidd er-
lendis.
„Það er þá eitthvað fyrir alla,“ segir
starfsmaður minjagripaverslunar á
Laugavegi en ferðamennirnir spyrjast
jafnan fyrir um uppruna vörunnar telji
þeir það mikilvægan eiginleika. „Þær
vörur sem framleiddar eru á Íslandi eru
merktar sem slíkar,“ segir hann. Aðrir
setji ekki uppruna vörunnar fyrir sig og
kjósi ávallt ódýrari kostinn.
Nógu margir ferðamenn
Starfsmaður þriðju verslunarinnar á
Skólavörðustíg tekur í sama streng.
„Mjög margir sækja í húfur og vettlinga
úr ullinni þegar kalt er í veðri. Það er
eins og margir ferðamenn átti sig ekki á
því hve kalt getur orðið hér á landi og
þurfi skyndilega að búa sig betur,“ segir
hún létt í lund.
Aðspurð um lundabangsa sem sjást í
miklu magni í minjagripaverslunum al-
mennt segir hún þá seljast mjög vel.
„Mér heyrist þeir oftast keyptir fyrir
börn í heimalandinu.“ Hún hefur ekki
áhyggjur af fjölda minjagripaverslana á
litlu svæði miðbæjarins og segist ekki
hafa tekið eftir því á þeim tveimur árum
sem hún hefur starfað í versluninni að
dregið hafi úr fjölda viðskiptavina vegna
fjölgunar verslananna. „Ég held að það
séu nógu margir ferðamenn til að þeir
dreifist ágætlega á búðirnar.“
Ullarpeysurnar vinsælastar
Ferðamenn segjast helst festa kaup á ullarvörum í minjagripa-
verslunum í miðbænum Starfsmenn verslana taka undir það
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Uppgangur Ferðamönnum hefur fjölgað um rúm 16% milli ára. Þeir setja svip á
mannlífið í miðborg Reykjavíkur og um allt land á fjölförnum áningarstöðum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Geyma lopann til síðasta dags
„Við ætlum að bíða fram á síðasta daginn okkar hér til að
kíkja í verslanir og velja okkur eitthvað fallegt,“ segir Tanja
sem kom hingað frá Þýskalandi og hyggst ferðast um landið
með manninum sínum, Toby.
Hafa þau bæði augastað á lopapeysunum en segjast minna
fyrir smádótið. „Við tökum þó kannski segla fyrir vinina.“
„Ég fer ekki í þessar minja-
gripaverslanir,“ segir Shelley
frá Kanada. „Það er bara ekki
pláss í farangrinum.“
Hún segist frekar vilja
kynnast fólkinu, menningunni
og stemningunni í hverju
landi en að eyða tímanum í
verslunum og koma heim með
dót sem engin not séu fyrir.
„Ég vil eiga minningar um
upplifun mína af landi og
þjóð, ekki eitthvert smádót.“
Góðar minningar umfram smádót
„Við munum alveg pottþétt kaupa ullarhúfurnar og -vett-
lingana áður en við förum heim,“ segir Brittany sem gekk í
fyrsta skipti niður Laugaveginn, komin alla leið frá Banda-
ríkjunum með vinkonu sinni, Önnu.
„Ég mun örugglega líka kaupa einn lundabangsa fyrir litlu
frænku mína og segla og annað fyrir fjölskylduna að gjöf.“
Lundabangsar, seglar og vettlingar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Markus frá Svíþjóð hafði
verulega takmarkaðan áhuga
á því að sjá hvað minjagripa-
verslanirnar hefðu upp á að
bjóða. „Ef eitthvað er finnst
mér hönnunarbúðirnar meira
spennandi en ég kaupi samt
ekki mikið af vörum,“ segir
hann.
Kýs hann frekar að eyða
tímanum í ferðalög um nátt-
úru landsins, sem hann hefur
gert síðustu daga.
Enginn áhugi á minjagripum
„Við erum að kaupa póstkort núna, bæði til að eiga og senda
til vina okkar. Mörg þeirra eru með mjög fallegum og
skemmtilegum landslagsmyndum,“ segir Anita, sem er komin
til Íslands í annað sinn með manninum sínum, Juho. „Þegar
við komum í fyrra skiptið keyptum við fullt af ullarvörum eins
og lopapeysurnar,“ segir hún ánægð.
Komin aftur með lopapeysurnar
„Ég fór strax og keypti mér harðfisk,“ segir hinn franski
Laurel, sigri hrósandi. Sækir hann Ísland heim um þessar
mundir með Lenju, vinkonu sinni, sem er frá Portúgal.
Segjast þau hvorugt hafa áhuga á minjagripaverslunum og
vilja frekar eyða tímanum í að ferðast og heimsækja veitinga-
staðina. „Svo viljum við frekar versla á flóamörkuðum.“
Ferðast um landið með harðfisk
Vinirnir Jay og Pen frá Taílandi höfðu ekki ákveðið hvað kaupa
skyldi af minjagripum á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stæði.
„Við ætlum að athuga hvað við sjáum í búðunum áður en við
förum heim og taka kannski með okkur eitthvað sniðugt,“ segir
Jay. Aðspurðir segjast þeir hafa tekið eftir fjölda minjagripa-
verslana í bænum en þær séu þó ekki of margar.
Ekki of margar minjagripaverslanir
„Mig langar mikið í ullarpeysu frá Íslandi og stefni á að kaupa
mér eina,“ sagði Alice frá Bandaríkjunum spurð um fyrirætl-
anir sínar í minjagripaverslunum í Reykjavík. Voru þau hjónin,
Alice og John, sammála um að peysurnar væru fallegar og ein-
stakar. Þá fannst þeim ólíklegt að þau keyptu lundabangsa eða
annað smálegt. „Ekki nema þá fyrir barnabörnin.“
„Ullarpeysurnar eru einstakar“
„Ég er að leita að fyndnum
hlutum fyrir vini mína og
póstkortum líka, til að senda
heim,“ segir hin franska
Charlotte.
Vinir hennar eru hins veg-
ar á höttunum eftir ullar-
peysum, -treflum og -húfum.
„Við höfum nú farið í nokkr-
ar minjagripaverslanir til að
átta okkur á úrvalinu og
hvað við viljum kaupa og
taka með heim.“
„Er að leita að fyndnum hlutum“