Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
Viðskiptablaðið segir frá því aðenn hafi birst leyniskjöl sem
sýndu að bandaríska leyniþjónustan
hleraði helstu bandamenn landsins,
að þessu sinni Francois Hollande:
Forseti Frakklandshefur kallað
bandaríska sendiherr-
ann í Frakklandi á fund
sinn vegna gagna sem
birtust í gær um að
bandarísk stjórnvöld
hefðu hlerað síma
Frakklandsforseta á
árunum 2006 til 2012.
Wall Street Journal
greinir frá þessu.
Hollande segir aðhinar meintu njósnir séu óá-
sættanlegar og krefst upplýsinga
frá sendiherranum um þær.
„Frakkland mun ekki sætta sig við
athafnir sem ógna öryggi landsins,“
sagði forsetinn meðal annars.
Í gögnum Wikileaks kemur framað NSA, þjóðaröryggisstofnun
Bandaríkjanna, hafi hlerað símtöl
Hollandes og forsetanna fyrrver-
andi Nicolas Sarkozy og Jacques
Chirac.
Eftir að gögnin voru birt sendiHvíta húsið í Bandaríkjunum
frá sér yfirlýsingu þar sem fram
kom að engar njósnir stæðu nú yfir
gegn Hollande, en því var hins veg-
ar ekki neitað að slíkar njósnir
hefðu áður átt sér stað.“
Gantast er með að einungis einnþjóðarleiðtogi á Vesturlöndum
hafi á áruum 2009-2013 náð að leika
á hlerunarmenn NSA. Sú hafi haft
þann hátt á að hringja aldrei í neinn
og taka aldrei síma.
En NSA-menn héldu að sinn full-komni búnaður virkaði ekki.
Hollande
NSA með
hlustarverk
STAKSTEINAR
Obama
Veður víða um heim 24.6., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 10 heiðskírt
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 13 skúrir
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 18 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 22 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 16 skúrir
Berlín 15 skýjað
Vín 20 skýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 20 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 23 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:12 23:48
Tillaga bæjarráðs Kópavogs um
flutning bæjarskrifstofa í Norð-
urturn við Smáralind, sem rædd var
á bæjarstjórnarfundi í fyrradag,
verður aftur á dagskrá bæjar-
stjórnar Kópavogs hinn 21. júlí
næstkomandi.
Í lok bæjarstjórnarfundarins dró
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri til-
lögu um sumarleyfi bæjarstjórnar í
júlí og ágúst til baka.
Í byrjun fundarins í fyrradag
samþykkti meirihluti bæjarstjórnar
tillögu Ásu Richardsdóttur bæj-
arfulltrúa um að fresta umræðu um
húsnæðismálin fram yfir sumarleyfi.
Vill taka umræðuna um turninn
Að sögn Ármanns er brýnt að til-
lagan verði rædd til að fullkanna
möguleika á flutningum í Norður-
turninn. Hann bætir við að tillagan
sem lögð var fram sé ekki endanleg
ákvörðun í málinu.
„Tillagan snýr ekki að því að sam-
þykkja kaupsamning, heldur ganga
til samninga og hefja söluferli á nú-
verandi húsnæði,“ segir Ármann.
Bæjarstjórn taki svo endanlega
ákvörðun um kaup og sölu fast-
eignanna.
Ármann segir Norðurturninn
hagkvæmasta kostinn í stöðunni fyr-
ir bæinn, en hann gefi einnig kost á
aukinni þjónustu við bæjarbúa.
jbe@mbl.is
Umræða um Norðurturn tekin í júlí
Bæjarstjóri vill samtal um málið í sumar Segir turninn auka þjónustustigið
Morgunblaðið/Þórður
Kópavogur Norðurturninn rís.
Birkifrjókorn eru seinna á ferðinni í
ár en síðustu ár, eða um tveimur vik-
um seinna. Því hafa þeir sem glíma
við frjókornaofnæmi fundið seinna
fyrir einkennum en áður, þegar of-
næmistímabilið hefur hafist í maí og
verið lokið um miðjan júní. Þetta
segir Ellý Guðjohnsen, líffræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
„Ég held það sé óhætt að segja að
frjókornaofnæmi hafi seinkað um
tvær vikur. Vorið var kaldara í ár og
það seinkaði gróðrinum. Ég á ekki
von á að það hafi áhrif á grassprett-
una, hún er að byrja núna,“ segir
Ellý. Búist er við að gras- og súru-
frjókorn komi á réttum tíma en það
fer þó eftir veðri. brynjadogg@mbl.is
Birkifrjó-
korn seinna
á ferðinni
Frjó Birkifrjó var seinna á ferðinni í
ár vegna kuldans í vor.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
Mama B - ítölsk hönnun