Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðbeinendurnir Trausti Ólafsson, leiklistarfræðingur, og Maria Lumsden Rieder, sálfræðingur, hafa hvort í sínu lagi sem og í sameiningu leitt ráðstefnur og vinnustofur í psychodrama, bæði á Bretlandi og Íslandi. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is T rausti Ólafsson, leiklist- arfræðingur, og Maria Lumsden Rieder, sál- fræðingur, við Háskól- ann í Basel í Sviss, út- skrifuðst samtímis frá The Northern School of Psychodrama í Bretlandi laust upp úr aldamót- unum síðustu. Síðan þá hafa þau oft- sinnis í sameiningu leitt ráðstefnur á vegum bresku Psychodrama- samtakanna í Bretlandi. Einnig hef- ur Maria þrívegis komið hingað til lands og ásamt Trausta leitt vinnu- stofur í Hlutverkasetri, en hann hef- ur leiðbeint á nokkrum slíkum allt frá árinu 2009 auk þess að kenna þar leiklist. Í tilefni af tíu ára afmæli Hlut- verkaseturs voru þessi gömlu skóla- systkini leidd saman á ný til að kynna psychodrama-meðferðina á fundi fyrir fagfólk, halda opnar vinnustofur fyrir lærða og leika og kynningarfund fyrir áhugasama í Gerðubergi. „Kynningarfundurinn í dag verður á fræðilegum grunni. Við ætlum að kynna fyrir fagfólki aðferð sem rúmenski/bandaríski geðlækn- irinn J.L. Moreno þróaði á fyrri hluta tuttugustu aldar, og útskýra hvaða hugmyndafræði býr að baki. Moreno var brautryðjandi í hóp- meðferð í geðlækningum og sótti hugmyndir sínar til leikhússins og Neikvæðri orku veitt í jákvæðan farveg Psychodrama-meðferðin er viðfangsefni á nokkrum viðburðum sem Hlutverka- setur efnir til dagana 25. til 27. júní í tilefni af tíu ára afmæli sínu. Haldinn verður kynningarfundur fyrir fagfólk um aðferðina og hugmyndafræðina, þrjár vinnustofur fyrir lærða og leika og opinn kynningarfundur í Gerðubergi. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Í kvöld ætla Björn Unnar og Einar Björn, starfsmenn Borgra- bókasafnsins, að leiða gesti í göngu þar sem leiðarstefið verður dætur Reykjavíkur og hvernig þær birtast í bókmenntum kvenna. Vís- ar leiðarstefið í samnefnda bók Þórunnar Elfu Magnúsdóttur frá árinu 1933 en hún var vinsæll rit- höfundur um miðja síðustu öld og fyrsta skáldið sem skrifaði um ís- lenskar borgarkonur. Því hefur oft verið haldið fram að Vögguvísa eft- ir Elías Mar, sem kom út árið 1950, hafi verið fyrsta eiginlega Reykjavíkursagan, en það má alveg færa fyrir því rök að Dætur Reykja- víkur sé sú fyrsta. Í göngunni verða lesnir textar frá því Reykja- vík fór að fá einkenni borgar á fyrri hluta síðustu aldar fram til dagsins í dag og í gegnum þá verð- ur reynt að sjá hvernig konur upp- lifa borgina í gegnum skáldskap. Ókeypis og allir velkomnir. Lagt upp frá Borgarbókasafninu Gróf- inni kl. 20. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Leiða gönguna Björn Unnar og Einar Björn ætla að segja frá konum í borginni. Dætur Reykjavíkur í bókum Íslenska sumarið er svo sorglega stutt og flýgur svo hratt og því er um að gera að njóta þess rétt á meðan það staldrar við. Ótal margt skemmtilegt er hægt að gera utan- dyra, hlaupa, hjóla, fara á línuskauta, ganga á fjöll, liggja í grasinu og glápa upp í himininn, sitja og horfa á sól- arlagið, bara hvað sem er þar sem hægt er að svelgja ferska útliloftið. Það bætir jú bæði geð og kropp. Og fyrir þá sem kunna vel við að rífa sig úr leppunum og baða sig, þá er um að gera að leita uppi læki og vötn til að dýfa sér ofan í. Unaðslegt alveg hreint og sérlega hressandi. Endilega … … dýfið ykkur í læki og vötn Morgunblaðið/Eggert Gaman Buslað í Elliðaánni. Litka myndlist- arfélag var stofn- að árið 2009 og eru félagar þess yfir hundrað og fimmtíu. Tilgangur félagsins er að stuðla að sam- vinnu myndlist- arfólks og vinna að hagsmunum fé- lagsmanna, t.d. með því að halda sýningar, standa fyrir fyrirlestrum, námskeiðum og kynningum. Litka opnar sýningu í Gerðubergi í Breiðholti í dag kl. 17, en á sýning- unni eru fjölbreytt myndverk eftir þrjátíu og þrjá listamenn. Í tilefni af alþjóðlegu ári ljóssins árið 2015 er þema sýning- arinnar ljósið. Túlk- un félagsmanna er margbreytileg enda er viðfangsefnið óþrjótandi uppspretta myndefnis svo sem birtingarmyndir ljóssins í náttúrunni og landslaginu og samspili ljóss og skugga. Flest verkin eru unnin í olíu eða akrýl á striga en einnig vatnsliti og með blandaðri tækni. Þátttakendur í sýningunni hafa ólíkan bakgrunn og eru á öllum aldri, sumir hafa málað frá unga aldri en aðrir byrjuðu seint að mála. Einhverjir mála sér til ánægju í frístundum en aðrir starfa sem listmálarar. Samsetning sýnenda ger- ir sýningar Litku spennandi og áhugaverðar. Ljósið er þemað hjá myndlistarfélaginu Litku Margbreytileg túlkun á óþrjótandi viðfangsefni Reykjanesviti Mynd eftir Jóhannes Kristjánsson. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.