Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 14

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 14
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Helsta skýring þess að samninga- nefnd hjúkrunarfræðinga skrifaði undir nýjan kjarasamning til fjög- urra ára í fyrrakvöld er talin vera sú að nefndarmenn gerðu sér grein fyr- ir því að í þessari lotu yrði ekki kom- ist lengra í samningum við ríkið. Nefndarfólk hafi talið að betri kostur væri að semja, kynna samninginn fyrir hjúkrunarfræðingum og láta fé- lagsmenn greiða um hann atkvæði en að þurfa að bíða upp á von og óvon eftir því hver úrskurður gerðardóms yrði, og þá væntanlega til næstu fjög- urra ára. Ekki er þó öll sagan þar með sögð, því að eftir því sem næst verður kom- ist náðu hjúkrunarfræðingar fram ákveðnum baráttumálum sem þeir telja mikilvæg. Þar mun vega þyngst sá áfangi að ríkið samdi við hjúkr- unarfræðinga um breytingar á stofn- anaframlagi, en hjúkrunarfræðingar hafa krafist þess að launaþróun þeirra á milli stofnana væri leiðrétt og samræmd. Í þeim breytingum sem um var samið felst, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að sér- stök fjárframlög verða veitt til svo- kallaðra „vandræðastofnana“ eins og einn heimildamaður Morgunblaðsins orðaði það. Þar er fremstur í flokki Landspítalinn. Þessum auknu fram- lögum er ætlað að vega að einhverju leyti upp þann aðstöðumun sem hef- ur verið á milli Landspítalans og ann- arra heilbrigðisstofnana frá því fyrir hrun, því þar hefur niðurskurðurinn verið langmestur. Enda er það rifjað upp að fjölda- uppsagnir hjúkrunarfræðinga á ár- unum 2012 og 2013 hafi verið skýrðar með óánægju þeirra með mikinn niðurskurð á Landspítalanum. Þeir hafi ráðist í uppsagnir þá þótt hjúkrunarfræðingar hafi þá verið með gildan kjarasamning. Með auknu stofnanaframlagi til ákveðinna heilbrigðistofnana eins og Landspítalans er talið að tvennt ávinnist: Starfsskilyrði hjúkrunar- fræðinga batni og launamunur hjúkr- unarfræðinga á milli ólíkra heil- brigðisstofnana jafnist. Einn viðmælandi orðaði það svo í gær að samninganefnd hjúkrunar- fræðinga hefði metið stöðuna á þann veg að ekki yrði komist lengra í þess- ari samningalotu. „Hvort er betra? Að semja eða láta deiluna fara í gerð- ardóm?“ sagði einn. „Við náum ekki lengra en þetta. Við leyfum okkar fólki bara að kjósa um það sem við skrifuðum undir og þar með að ráða sínum örlögum sjálft.“ Af hálfu ríkisins er litið þannig á samningalotuna sem nú er að baki að launaþróunin almennt muni kosta ríkið umtalsverða fjármuni sem at- vinnurekanda. Á móti komi auknar skattgreiðslur vegna hærri tekna. Aðaláhyggjuefni stjórnvalda um þessar mundir sé verðbólguþróunin og hækkun vaxta. Auk þess sé það talið liggja í augum uppi í kjölfar þessara og annarra kjarasamninga að bætur hvers konar muni hækka og útgjöld úr ríkissjóði þar með aukast. Aukin stofnanaframlög sögð gera gæfumuninn Morgunblaðið/Eggert Vöfflur Vöffluveislan var hjá ríkissáttasemjara í fyrrakvöld, sem samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins fengu að njóta í kjölfar þess að hafa undirritað kjarasamning sem gildir frá 1. maí sl. til 31. mars 2019.  Skiptar skoðanir eru á því hvort hjúkrunarfræðingar muni samþykkja eða fella nýgerðan kjarasamning 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Traust og góð þjónusta í 19 ár Úrval af nýjum umgjörðum frá Röng mynd var birt með frétt um vinningstillögu í hugmynda- samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða í gær. Myndin sem birtist var frá tillögu GLÁMA KÍM arkitekta, Kurtogpí arkitekta, EFLA verkfræðistofu og Studio Vulkan landslagsarkitekta en þrívíddarmynd þessa aðila var unnin af Rendertaxi. Aðilar eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Hér birtist vinningstillagan við Elliðaárvog Rétt mynd Vinningstillagan um rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða frá Arkís, Landslagi og Verkís, með aðstoð dr. Bjarna Reynarssonar. LEIÐRÉTT Kópavogskirkja leitar nú til vel- unnara sinna og sóknarbarna eftir fjárframlögum vegna aðkallandi viðgerða á kirkjunni. Kirkjan var vígð árið 1962 og hefur staðið af sér tímana tvenna en nú er hún að þolmörkum komin. Fjárhagur Kársnessóknar hefur staðið illa síðustu ár og ekki hefur verið unnt að ráðast í nauðsynlegt viðhald á kirkjunni. Steypuskemmdir og leki Ljóst er að kirkjan er illa á sig komin og pyngja sóknarinnar ekki þung. „Það hafa ekki verið miklir peningar í sjóðum kirkjunnar síð- ustu ár,“ segir Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður sóknarnefndar kirkjunnar. Meðal annars lekur kirkjan og liggur undir steypu- skemmdum. Viðhaldið hefur verið rýrt á síðustu árum, sérstaklega eftir hrun. Við vonumst til að geta komist í allra nauðsynlegustu við- gerðirnar í sumar,“ segir Guð- mundur. Hann bætir við að steind- ir gluggar Gerðar Helgadóttur, listakonu, þarfnist viðgerðar í sumar ellegar liggi þeir undir skemmdum. Velunnarar víðar en í Kópavogi Kostnaður við áætlaðar viðgerð- ir er 12 milljónir króna en söfn- unin fer vel af stað, segir Guð- mundur, en Kópavogsbær hefur strax lagt hönd á plóginn. „Bærinn hefur sýnt okkur mikinn skilning. Fyrir hverja krónu sem við söfn- um allt að sex milljónum ætlar bærinn að styrkja okkur um krónu á móti,“ segir Guðmundur. Kópa- vogskirkja er mikið einkennis- merki bæjarins og gnæfir yfir hann en hennar verður einnig vart í merki bæjarins. Leitað verður til Kópavogsbúa, innan og utan Kársnessóknar auk fyrirtækja í bænum. Guðmundur segir velunnara kirkjunnar mun fleiri en sóknarbörnin í dag. „Margir líta á kirkjuna sem sína kirkju enda þjónaði hún lengi Kópavogi öllum. Brottflutt fólk hefur fermst hér, skírst og gifst,“ segir Guðmundur og bætir við að margir beri jákvæðar og góðar taugar til kirkjunnar. Kópavogskirkja undir skemmdum Morgunblaðið/Þorkell Kópavogskirkja Byggingin liggur m.a. undir steypuskemmdum.  Leita styrkja hjá sóknarbörnum og velunnurum Fjármagni verður varið til að leið- rétta misvægi í launaþróun ein- stakra starfsmannahópa. Þetta kem- ur fram í yfirlýsingu stjórnvalda frá því í gær í tengslum við nýgerða kjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Þar eru tiltekin þrjú atriði sem eiga að bæta kjör hjúkrunarfræð- inga til lengri tíma, þ.e. greiðsla sam- keppnishæfra launa sem endur- spegli ábyrgð í starfi, kröfur um menntun og frammistöðu starfs- manna; nýtt fyrirkomulag við gerð kjarasaminga þar sem horft verði til lengri tíma og ýmsar kerfisumbætur sem geti leitt til jákvæðrar launa- þróunar umfram umsamdar taxta- hækkanir í kjarasamningum. Þá eru nefndir fimm liðir sem eiga að endurspegla væntanlegar kerfis- umbætur. Þannig á að styrkja stofnanasamninga í kjarasamning- um þannig að sérstök áhersla verði lögð á frammistöðu og menntun við launaákvarðanir, þess skal gæta við fjármálagerð að ekki skapist mis- ræmi í launasetningu fyrir sambæri- leg störf og vinna skal að innleiðingu launaþróunartryggingar. Einnig skal huga að bættu vinnu- umhverfi til að draga úr veikinda- fjarvistum og auka sveigjanleika vinnutímaákvæða. Loks skal veita fjárframlag til að ná ofangreindum markmiðum, greina launaþróun ein- stakra starfsmannahópa og veita fjármagn til að leiðrétta það misvægi sem greiningin leiðir í ljós. brynja@mbl.is Ríkið vill bæta kjör til lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.