Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 15

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 15
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Óríental hefur leitt þúsundir Íslendinga um ævintýraslóðir Suðaustur- Asíu síðasta áratug. Hver ferð Óríental byggir á góðri hugmynd, þekkingu og vandvirkni. Þess vegna snúa ferðalangar ánægðir heim. Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvöllum, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn, 2 skoðunarferðir í Singapúr og 4 á Balí. Hádegisverður og aðgangseyrir að öllum viðkomustöðum í kynnisferðum. Fyrstu sex dagana á Balí verða daglega skoðunarferðir á dagskrá. Farið verður vítt og breitt um eyjuna, á milli hofa hindúa og afskekktra þorpa, tígulegra fjalla og glæsilegra halla. Síðustu fjórar nætur ferðarinnar verður dvalið í strandbænum Sanúr sem skartar fjölbreyttri þjónustu og heillandi sérkennum mannlífs heimamanna. Í upphafi ferðar er dvalið 3 nætur í Singapúr þar sem Örnólfur leiðir farþega um flest það athyglisverðasta í þessu sérstaka borgríki í tveimur dagsferðum UMMÆLI FARÞEGA SÍÐUSTU FERÐA OKKAR UM BALÍ „Skipulagning ferðarinnar var hreint út sagt frábær og vönduð í alla staði. Ekki er hægt að hugsa sér betri, þægilegri og fróðari fararstjóra en Örnólf. Þetta var stórkostleg upplifun.“ Björn Helgi Jónasson og Guðrún Þóroddsdóttir „Þessi ferð stóð algjörlega undir mínum væntingum og ég er til í að fara í næstu ferð með Oriental Travel og ekki síst Örnólfi.“ Ása Kristín Jóhannsdóttir MOGGAKLÚBBURINN 30% AFSLÁTTUR AF ÆVINTÝRAFERÐ TIL SINGAPÚR OG BALÍ MEÐ ÖRNÓLFI ÁRNASYNI 11.– 26. SEPT. Tvær eyjar - tveir ólíkir heimar sinn hvoru megin við miðbauginn Singapúr er eitt mesta efnahagsundur okkar tíma og borgin ein sú fegursta í Asíu. Þar má sjá sögufræg mannvirki nýlenduveldis Breta innan um tignarleg háhýsi og á milli húsanna leifar af óspilltri náttúru eyjarinnar. Skoðunarferðir báða dvalardagana. Gist í hjarta borgarinnar. Paradísareyjan Balí er gædd miklum töfraljóma og með batnandi samgöngum láta fleiri og fleiri Vesturlandabúar þann draum sinn rætast að kynnast hrífandi umhverfi og mannlífi hennar af eigin reynd. Á Balí er fyrstu sex dögunum varið uppi á miðri eynni, í Úbúd sem er miðstöð lista, menningar og trúariðkunar eyjarskeggja. Gist er í hjarta bæjarins og farið í fjórar fjölbreyttar og innihaldsríkar kynnisferðir. Síðustu fimm dögunum er eytt í lystisemdum í Sanur sem er notaleg og friðsæl þótt örstutt sé til höfuðborgarinnar Denpasar og annarra bæja á suðuroddanum. Hótelið er stórt með öllum þægindum og einkaströnd. Frá Sanúr er í boði að fara ótal valfrjálsar ferðir bæði á landi og sjó. Verð 656.000 kr. Moggaklúbbsverð 459.000 kr. Suðurlandsbraut 22, 4. hæð Sími 553 28 00 oriental@oriental.is www.oriental.is Fararstjóri er Örnólfur Árnason. Örnólfur gerði eftirminnilega útvarpsþætti, „Mannlíf við miðbaug“, sem fluttir voru á Rás 1 í fyrrasumar. Í þáttunum kom hann við í Singapúr, Malasíu, á Balí og Jövu og sagði fádæma skemmtilega frá menningu, náttúru og mannlífi þessara forvitnilegu staða. Ferðaskrifstofan Óríental fékk Örnólf, sem er gamal- reyndur fararstjóri, til að fara með tvo hópa til Balí sl. vor og mun ekki ofmælt að fólk sneri himinlifandi ánægt heim út þessum ferðum, sammála um að gist- ing, skipulag og kynnisferðir hafi staðist ýtrustu væntingar og fararstjórn Örnólfs verið frábær. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. KYNNINGARFUNDUR MEÐ ÖRNÓLFI! Fimmtudaginn 25. júní kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur um Balíferðina hjá Óríental að Suðurlandsbraut 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.