Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 16

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Meðal almennings í Bandaríkjunum er vaxandi þrýstingur á opinbera að- ila og einkafyrirtæki um að þau leggi niður notkun fána sem flestir tengja við gömlu suðurríkin. Í huga margra er fáninn tákn þrælahalds og kyn- þáttahaturs en í huga annarra er fáninn aðeins vottur um arfleifð og sögu íbúa í þeim ríkjum sem saman mynduðu suðurríkin. Fjöldamorð ungs manns á þel- dökkum kirkjugestum í borginni Charleston í Suður-Karólínu í síð- ustu viku varð til þess að umræða um fánann spratt upp af miklum krafti, en hann hafði tekið margar myndir af sér með fánann. Þing- menn Suður-Karólínu hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður af byggingu ríkisþingins. Þá hafa að- gerðir verið skipulagðar í fjórum öðrum ríkjum, Texas, Mississippi, Virginíu og Tennessee, þar sem stjórnvöld eru hvött til að hætta notkun fánans. Fyrirtæki hafa þegar brugðist við og hætt sölu á vörum sem merktar eru fánanum, þar á meðal Walmart, Sears, eBay og Amazon. Þá hyggjast þingmenn Mississippi fjarlægja fán- ann úr ríkisfánanum, þar sem hann er áberandi í hægra horni hans. Segja gamla fánann tákna kynþáttahatur AFP Flaggað Fáninn blaktir enn í dag við hún margra opinberra bygginga. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Stjórnvöld í Hollandi ræða nú við bandamenn sína um að koma á al- þjóðlegum dómstól til að sækja þá til saka sem skutu niður farþega- þotu Malaysia Airlines yfir Úkraínu á síðasta ári. Litlir möguleikar eru taldir vera á sakfellingu en stjórnvöld vonast þó til að stofnun sérstaks dómstóls, með stuðningi bandamanna á Vest- urlöndum, verði til að þrýsta á Rússa um að sýna samvinnu í verki. Næstum ár er liðið síðan flugvélin var skotin niður og er ríkisstjórn Hollands því undir miklum þrýst- ingi frá borgurum sínum, sem telja Rússa bera ábyrgð á atvikinu. Vænleg lausn fyrir flókið mál Heimildarmenn breska dagblaðs- ins The Guardian, sem vildu ekki láta nafns síns getið, segja að frá pólitísku og lagalegu sjónarhorni sé málið gríðarlega flókið. Af því leiði að alþjóðlegur dómstóll sé vænleg- asta lausnin. „Það er besti kost- urinn. Við vonum að með því fáum við sem mesta samvinnu frá öllum löndunum sem að málinu koma,“ hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum. Úkraínsk réttarhöld vonlaus Vonlaust þykir að stofna til réttarhalda í Úkraínu, þar sem upp- reisnarmenn eru ólíklegir til að mæta til þeirra. Og þótt hollensk lög hafi alþjóðlega lögsögu vegna stríðsglæpa er árás á farþegaþotu í borgarastríði, mögulega fyrir slysni, ekki talin falla vel undir lögin. Rússar halda því enn fram að þotan hafi verið skotin niður af úkraínskri herþotu. Árásin á MH17 gæti farið fyrir alþjóðadómstól  Hollendingar krefjast réttarhalda AFP Flugvöllur Þotan var skotin niður yfir átakasvæði í Austur-Úkraínu. 17. júlí 2014 » Af 298 farþegum malasísku þotunnar, sem er einnig þekkt sem flugleið MH17, voru 193 Hollendingar. » Vélin var á leið frá Amster- dam í Hollandi til Kúala Lúmp- úr í Malasíu. » Flug var bannað í allt að 32 þúsund feta hæð yfir svæðinu vegna átakanna í Úkraínu, en vélin var í 33 þúsund fetum. Breska ríkisstjórnin hefur gefið út frekari upplýsingar um sérstakan starfshóp sem ætlað er að taka á þeim sem smygla fólki frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Í teyminu verða 90 manns, þeirra á meðal fulltrúar frá landamæra- gæslu Bretlands, innflytjendaeftir- litinu og embætti ríkissaksóknara í Englandi og Wales. Verkefni hópsins verður að leita uppi og rjúfa keðju aðgerða sem smyglarar farandfólks notast við til að koma fólkinu til Evrópu. Búist er við að hópurinn muni starfa með ríkjum bæði í Horni Afr- íku og meðfram leiðum smyglaranna til að styrkja þau í baráttunni við vandann. Talsmaður forsætisráðu- neytisins segir í samtali við The Guardian að teymið muni nýta öll tækifæri til að koma í veg fyrir ólög- legt smygl á fólki. „Við þurfum að gera meira til að brjóta hlekki í þessari keðju, sem hefst á því að fólk stígur upp í bát í Afríku og endar á búsetu í Evrópu. Annars heldur þessi mikli fjöldi bara áfram að koma.“ Skammt er síðan fregnir bárust af því að núverandi útvörður Breta á Miðjarðarhafi, skipið HMS Bulwark sem bjargað hefur þremur þúsund- um farandfólks úr sjávarháska, sé á leið heim aftur. Í stað þess mun koma skipið HMS Enterprise, sem er mun smærra og verður því ekki ætlað að bjarga fólki. Skipið á hins vegar að gegna hern- aðarlegu hlutverki og áhöfn þess á að bera kennsl á smyglbáta, taka þá haldi og eyðileggja þá. Verður skipið eitt af átta í sérstökum flota ESB sem beint verður gegn smyglurum á Miðjarðarhafinu. sh@mbl.is AFP HMS Bulwark Skipið hefur komið þrjú þúsund farandmönnum til bjargar en er nú á leið heim aftur til Bretlands. Vilja rjúfa keðjuna  Ríkisstjórn Breta kynnir starfshóp gegn smygli á fólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.