Morgunblaðið - 25.06.2015, Side 20

Morgunblaðið - 25.06.2015, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Skv. úttekt Hagfræðistofnunar HÍ eru styrkir til mjólkuriðnaðarins (kúabænda) um kr. 8.000.000.000 á ári. Nú eru kúabú um 720 á landinu með um 27.000 kýr, sem framleiða um 120.000.000 l/ári. Þetta þýðir: 1. Að meðaltali er styrkurinn um kr. 11.000.000/kúabú 2. Að meðaltali eru þetta um kr. 25.000/Íslending. 3. Að meðaltali eru þetta um kr. 65/l af mjólk. 4. Að meðaltali eru þetta um kr. 300.000/mjólkandi kú. Er þetta það sem þjóðin vill? Þrátt fyrir þetta hafa velflest kúabú safnað miklum skuldum og bændur þurft að sækja vinnu ann- ars staðar til að endar nái saman. Eiga um 1.500 manns að geta hald- ið heilli þjóð í gíslingu með kvótum, tollum, innflutningshöftum og bönn- um eða er ekki kominn tími að þessu linni á 21. öldinni? Felldir voru styrkir til garðyrkju- bænda fyrir nokkrum árum og hafa þeir blómstrað síðan með æ betri vöru og aukið vöruval, en ekki lam- andi ríkishönd að stýra og stjórna. Fyrir átta milljarða mætti t.d. bora Dýrafjarðargöng eða byggja Sundabraut. Vonum að verðir ósómans ranki við sér við Aust- urvöllinn. Kveðjur, Ragna Garðarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Mjólkur- styrkur Rólegar Kýrnar láta allt tal um mjólk og kvóta lítið á sig fá. Ef Afl sparisjóður væri hundur þá væri meðhöndlun Arion banka á skepnunni til rannsóknar vegna brota á dýraverndar- lögum. Því er nú verr og miður að Afl sparisjóður nýtur ekki slíkrar verndar því hann er sjálfs- eignarstofnum sem auðvelt er að níðast á. Arion banki, eigandi mikils meirihluta stofnfjár sjóðsins, hefur síðustu árin svelt sparisjóðinn og sparkað í hann liggjandi. Sem ráð- andi afl í sjóðnum hefur bankinn neitað að veita ábyrgðir eða lána honum laust fé gegn tryggum veð- um. Allt í þeim tilgangi að veikja innviði sjóðsins til að bankinn gæti tekið hann yfir. Í fimm ár tókst stjórnendum sparisjóðsins að skylmast fimlega við hið óvinveitta afl sem vildi sjóðinn dauðan. Með stuðningi hliðhollra aðila tókst að halda lausafjárstöðu sparisjóðsins innan marka og verjast endurtekn- um atlögum stærsta stofnfjár- eigandans. Vegna þessara vinnu- bragða Arion banka hefur Afl sparisjóður skaðast og veikst veru- lega. Þegar stjórnarmenn vildu ekki vinna í anda ofurvaldsins voru þeir fjarlægðir miskunnarlaust. Þannig sátu þrjár stjórnir í sjálfseign- arstofnuninni Afl sparisjóði síðasta eitt og hálfa árið. Til að fullkomna verkið setti Arion banki starfs- menn sína í stjórn sparisjóðsins undir forystu Stefáns Péturssonar, fjármálastjóra bankans. Þessi af- tökusveit tók við á stofnfjáreig- endafundi 17. mars sl. Á fundinum lá frammi endurskoðað uppgjör sparisjóðsins fyrir árið 2014 frá Ernst & Young, þar sem eigið fé sjóðsins var metið 780 millj. kr. eftir að búið var að afskrifa og setja í varasjóð 460 millj. kr. Stuttu síðar var tilkynnt að Afl sparisjóður yrði settur í söluferli. Ný stjórn ræður KPMG endur- skoðendur, til að menn héldu að gera ætti seljendaúttekt á spari- sjóðnum, til að undirbúa söluferli. Niðurstaða selj- endaúttektarinnar var að taka ætti niður lánasafn sparisjóðsins um 991 millj. til við- bótar við þær 460 millj. sem afskrifaðar voru í nýendurskoð- uðum reikningum sparisjóðsins. Þetta eru sennilega ný fræði hjá Arion banka að seljendur rakki niður eignir sínar í söluferli. Ernst & Young skrifaði bréf til stjórn- ar Afls sparisjóðs með at- hugasemdum við seljendaúttekt KPMG og frekari niðurfærslu á lánasafni sjóðsins en af einhverjum einkennilegum ástæðum dró Ernst & Young bréfið til baka. Aftökusveitin mætti síðan með seljendaúttektina frá KPMG til Samkeppnis- og fjármálaeftirlits og fékk heimild til að taka sjóðinn yfir á sama degi og væntanlegir kaupendur áttu að fá aðgang að bókum sparisjóðsins. Allar þessar aðgerðir Arion banka hafa haft þann tilgang að ekki komi í ljós hvort fólkið í Fjallabyggð og Skagafirði fái hugsanlega til sín hundruð millj- óna í samfélagssjóði ef málaferli vegna erlendra lána sem Afl spari- sjóður er í við Arion banka vinn- ast. Það er ljóst að stolt stjórn og stjórnendur Arion banka ætla að sýna eigendum sínum vogunarsjóð- unum að þau notuðu öll brögð til að ávaxta peningana þeirra. Að ganga á rétt fólks í litlum og veik- burða byggðarlögum norður undir heimskautsbaug gerir þetta fólk sennilega meira og merkilegra í augum einhverra. Verði þeim að góðu. Arion og Afl Eftir Róbert Guðfinnsson Róbert Guðfinnsson » Sem ráðandi afl í sjóðnum hefur bankinn neitað að veita ábyrgðir eða lána honum laust fé gegn tryggum veðum. Höfundur er athafnamaður. Frumvarp til breyt- inga á lögum um inn- flutning dýra nr. 54/ 1990 hefur nú verið til meðferðar á Alþingi frá því í lok apríl sl. Frumvarpinu er ætlað að mynda farveg um innflutning á erfðaefni holdanautgripa hingað til lands. Holdanaut til kjötframleiðslu hafa nokkrum sinnum verið flutt til landsins á undanförnum ára- tugum á vegum samtaka bænda. Lif- andi nautgripir voru fluttir hingað til lands 1933. Með þeim barst hrings- kyrfi sem leiddi til þess að þeim grip- um var fargað, að undanskildum ný- bornum kálfi, Brjáni að nafni, sem síðar varð ættfaðir holdanauta hér á landi, m.a. stórhjarðarinnar sem haldin var í Gunnarsholti á Rangár- völlum um árabil. Hringskyrfi hefur síðar borist nokkrum sinnum með fólki hingað til lands. Galloway- gripir voru aftur fluttir inn frá Skot- landi á sjöunda áratugnum í gegnum einangrunarstöðina í Hrísey. Sá inn- flutningur tók um 15 ár. Lands- samband kúabænda stóð fyrir inn- flutningi á Angus- og Limousin-- kynjunum frá Danmörku árið 1994. Sá innflutningur var í formi fóst- urvísa sem komið var fyrir í fóst- urmæðrum í Hríseyjarstöðinni. Sá innflutningur tók um þrjú ár og var uppskeran þrjú Angus-naut og þrjú Limousin-naut. Ekki varð vart neinna sjúkdóma samfara innflutn- ingi á Galloway-, Angus- og Limous- in-kynjunum. Aðferðafræðin var hins vegar fram úr hófi kostn- aðarsöm og tímafrek. Yfirburðir til kjötframleiðslu Yfirburðir Angus- og Limousin- gripa fram yfir íslenska kúastofninn hvað kjötframleiðslueiginleika varð- ar voru staðfestir í samanburðartilraun á Möðruvöllum í Hörg- árdal árin 1997-1999. Þessi samanburður leiddi t.d. í ljós að fóð- urnýting Angus- blendingsnautanna var 12% betri en hreinna ís- lenskra nauta, fall- þungi blendinganna við sama eldistíma var 25% meiri en hinna íslensku, flokkun blendinganna var stórum betri og þeir skiluðu tæplega þrefalt meiri framlegð en íslensku gripirnir. Ekkert af þessu kemur á óvart, þar sem kynbætur íslenska kúastofnsins hafa aldrei snúið að kjötframleiðslueiginleikum. Á þeim rúmu tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að þessi kyn komu hing- að, hafa þess utan orðið miklar fram- farir í ræktun þeirra erlendis, fram- farir sem yrðu innlendri nautakjöts- framleiðslu mikil lyftistöng. 1.000 tonn flutt inn Undanfarin ár hefur neysla á nautakjöti farið vaxandi. Þar er fyrir að þakka auknum ferðamanna- straumi og íbúafjölgun hér á landi. Landssamband kúabænda hefur allt frá stofnun samtakanna árið 1986 látið sig málefni nautakjöts- framleiðslunnar varða. Verkefnið um endurnýjun á erfðaefni fram- angreindra holdanautastofna hefur verið á borði samtakanna samfleytt frá 2009. Þörfin fyrir aukna nauta- kjötsframleiðslu hér á landi er orðin mjög brýn. Árið 2014 voru flutt inn ríflega 1.000 tonn af nautgripakjöti, að andvirði 912 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Í meðfylgjandi töflu má sjá uppruna kjötsins, ríflega helmingur þess kom frá Þýskalandi, Danmörk var í öðru sæti og Spánn í því þriðja. Til að setja 1.000 tonn í samhengi, má benda á að það magn dugar í fjórar til fimm milljónir máltíða. Víða um land eru ágætir landkostir til að framleiða þetta kjöt og við Ís- lendingar erum svo heppin að vera ein ríkasta þjóð heimsins að fersk- vatni, sem þarf í ríkum mæli í þess- ari framleiðslu. Heilbrigði í fyrirrúmi Eitt meginmarkmið framan- greindra laga er að standa vörð um heilbrigði íslensks búfjár. Almennt séð er innflutningur dýra bannaður, en frá því banni hafa verið veittar margvíslegar undanþágur með breytingum á lögunum á undan- förnum árum. Þær lagabreytingar ná m.a. til gæludýra, alifugla, svína og loðdýra. Einn megingrundvöllur þess að íslenskir loðdýrabændur framleiða næstverðmætustu minka- skinnin í heiminum um þessar mund- ir er innflutningur á lifandi kynbóta- högnum frá Danmörku á hverju ári. Það verkefni sem bændur vilja nú ráðast í til að efla grundvöll nauta- kjötsframleiðslunnar er að flytja inn holdanautasæði úr viðurkenndri ein- angrunarstöð í Noregi. Til að kanna grundvöll fyrir slíkum innflutningi fékk Landssamband kúabænda Ve- terinærinstituttet í Noregi til að gera vandað og ítarlegt áhættumat á beinum sæðisinnflutningi frá Noregi inn á bú bænda hér á landi. Það nær til tæplega 50 sjúkdóma í búfé og er niðurstaða þess sú að hverfandi líkur séu á að sjúkdómar flytjist með slík- um sæðisinnflutningi hingað til lands. Enda er sjúkdómastaða á búfé í Noregi með því besta sem gerist og eftirlit með því er mjög öflugt. Þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu hefur Landssamband kúabænda lagt til að kvaðir um margvíslegar varúðarráð- stafanir verði lagðar á bú sem kæmu til með að nota innflutt sæði, til þess að minnka sjúkdómahættuna enn frekar. Sú leið sem samtökin hafa lagt til er því mjög örugg, fyrir utan að vera sú eina sem efnahagslegur grundvöllur er fyrir. Stækkum landbúnaðinn Málið hefur verið til þinglegrar meðferðar í sjö vikur og til umræðu árum saman. Í frumvarpinu felast mikil tækifæri til að stækka land- búnaðinn, þar sem löggjafarsam- koman áréttar að íslensk landbún- aðarstefna snýst um verðmæta- sköpun, aðgengi neytenda að innlendri gæðavöru og bætta af- komu bænda. Um hvað snýst holdanautamálið? Eftir Baldur Helga Benjamínsson » Í frumvarpinu felast mikil tækifæri til að auka verðmætasköpun í landbúnaði. Baldur Helgi Benjamínsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Innflutningur nautakjöts 2014 Upprunaland Magn, kg Verð, CIF Ástralía 445 613.361 kr. Bandaríkin 751 3.579.753 kr. Bretland 22.767 11.545.748 kr. Danmörk 113.526 95.153.152 kr. Holland 36.764 84.332.191 kr. Írland 1.152 1.137.347 kr. Ítalía 8.926 9.861.186 kr. Litháen 15.409 13.193.061 kr. Nýja-Sjáland 22.557 36.304.021 kr. Pólland 30.319 31.938.318 kr. Spánn 112.331 56.103.312 kr. Þýskaland 671.899 568.332.253 kr. Samtals 1.036.846 912.093.703 kr. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ VÍKKAÐU HRINGINN Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið. Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir einn af áskrifendum okkar. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.