Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
✝ Sigurður Þor-kelsson fæddist
í Reykjavík 1. maí
1930. Hann lést á
hjúkrunarheimili-
nu Sóltúni 14. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Bjarney
Bjarnadóttir, f. 28.
apríl 1901, d. 8.
júní 1981, og Sig-
urður Þorkell Sig-
urðsson, f. 30. apríl 1897, d. 3.
júlí 1965. Eftirlifandi systir Sig-
urðar er Guðrún Þorkelsdóttir,
f. 21. apríl 1929.
Eiginkona Sigurðar var
Kristín Gestsdóttir, f. 3. apríl
1929, d. 26. nóvember 2006. Þau
gengu í hjónaband 2. apríl 1960.
Börn Sigurðar og Kristínar eru:
1) Jóhann, f. 15. október 1954,
maki Ingibjörg Steinunn Sig-
urðardóttir, f. 15. maí 1958.
Börn þeirra: a) Berglind María,
sambýlismaður Ásgeir Kröyer,
dætur hans Erna Sif, Selma og
Júlía, b) Karen Bjarney, sam-
býlismaður Ingvi Steinn Ólafs-
son, börn þeirra Steinn f. og d.
10. maí 2012 og Steinunn Bjarn-
ey, c) Steinunn Kristín, sam-
þaðan prófi 1992. Sigurður
starfaði um árabil í Landssmiðj-
unni og var sjálfstætt starfandi
húsgagnasmiður í mörg ár. Síð-
ustu ár starfsævi sinnar kenndi
hann börnum í Hvaleyrarskóla.
Sigurður var um árabil formað-
ur Sveinafélags skipasmiða og
virkur félagi í Frímúrarareglu
Íslands í áratugi. Áhugasvið
Sigurðar lágu víða. Hann var
víðlesinn og sökkti sér niður í
andleg fræði og framhaldslíf og
hafði brennandi áhuga á skóg-
rækt. Í yfir sex áratugi sýndi
Sigurður í verki að unnt er að
rækta skóg í grjóturð við sjáv-
arsíðuna. Skógarreiturinn hans,
Grænigarður á Garðaholti í
Garðabæ, ber trú hans og elju-
semi fagurt vitni. Sigurður
myndskreytti fimm matreiðslu-
bækur sem Kristín eiginkona
hans skrifaði. Jafnframt mynd-
skreytti hann pistlana Matur og
matgerð í Morgunblaðinu sem
Kristín skrifaði um 17 ára
skeið. Sigurður og Kristín
bjuggu á Ránargötu 9a í
Reykjavík fram til ársins 1991
að þau fluttu í skóginn sinn
Grænagarð. Eftir andlát Krist-
ínar bjó Sigurður áfram í
Grænagarði þar til hann flutti á
hjúkrunarheimilið Sóltún vorið
2014.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Garðakirkju í Garðabæ í
dag, 25. júní 2015, og hefst at-
höfnin kl. 13.
býlismaður Ásgeir
Jónasson, d) Sig-
urður Jóhann. 2)
Hólmfríður, f. 16.
desember 1960,
maki Ágúst Þór
Gunnarsson, f. 6.
ágúst 1957. Börn
þeirra: Ragnhildur,
maki Júlíus Ingi
Jónsson, synir
þeirra Jón Ágúst
og Viktor Ingi, b)
Sigurður, c) Gunnar. 3) Bjarn-
ey, f. 30. mars 1963, maki Þór
Sverrisson, f. 7. desember 1961.
Börn þeirra: a) Kristín, maki
Kristján Björn Tryggvason,
börn þeirra Ísak Þór, Agla
Björk og Bóas Örn, b) Fannar,
sambýliskona Erna Haralds-
dóttir, synir þeirra Úlfur og
Flóki, c) Þórunn, sambýlismað-
ur Svavar Már Ólafsson, d) Kol-
beinn.
Sigurður ólst upp í Reykjavík
og stundaði nám í Ingimarsskól-
anum. Eftir útskrift vann hann
á Eyrinni þar til hann hóf nám í
skipasmíði og lauk meistara-
prófi árið 1958. Um sextugt hóf
Sigurður nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og lauk
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, hann Sigga. Það var árið
1983 sem ég fór að venja komur
mínar á Ránargötuna til að gera
hosur mínar grænar fyrir dóttur
hans, henni Bjarneyju. Síðan eru
liðin 32 ár og betri tengdaföður
hefði ekki verið hægt að hugsa
sér. Siggi var rólegheitamaður
með góða nærveru. Ég sé hann
fyrir mér þegar við vorum að fara
til vinnu á morgnana. Hann sat í
stólnum sínum með bakka með
matarkexi, 20 sykurmolum og
fullri kaffikönnu og bók í hönd.
Þannig undirbjó hann sig fyrir
vinnudaginn. Siggi var víðlesinn,
vissi allt um Forn-Egypta, forna
byggingarlist og framhaldslíf.
Hann gekk ungur maður í frímúr-
araregluna og hann hafði þau
áhrif á okkur tengdasynina að við
gengum í stúkuna hans. Það var
árið 1955 þegar Siggi var 25 ára að
honum datt í hug að rækta skóg á
Garðaholtinu í Garðabæ. Hann
gerði sér ferð að Görðum, hitti þar
bóndann og bar upp erindið við
hann. Bóndinn horfði á þennan
unga mann og hélt hann væri
brjálaður að ætla að rækta skóg í
grjóturðinni sem var á Holtinu.
Þeir ræddu málin fram og aftur en
engin niðurstaða fékkst. Síðan liðu
nokkrir mánuðir að Siggi fór aftur
á fund bóndans og þá sá hann að
þessum unga manni var alvara.
Hann gekk með honum upp á
hæðina og sagði að hér mætti
hann rækta skóginn. Síðan fór
hvor til síns heima. Siggi byrjaði
af þrjósku og þrautseigju að
planta trjám í grjótinu, byggði sér
lítið útsýnishús ofan á gömlu her-
virki sem var efst á Holtinu sem
síðar varð að lögheimili hans og
Stínu. Þangað var gott að koma,
barnabörnunum þótti gaman að
koma í skóginn til afa og ömmu að
leika sér. Síðasta æviárið bjó Siggi
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem hann naut umönnunar og vin-
áttu þess yndislega starfsfólks
sem þar er. Við fjölskylda Sigga
erum óendanlega þakklát fyrir
það. Ég þakka kærum ættföður
samfylgdina, en hann tókst á við
versnandi heilsu og veikindi síð-
ustu ár af sinni einstöku rósemi og
æðruleysi og hélt reisn sinni og
skýrleika til hinsta dags. Hittumst
síðar.
Þór Sverrisson.
Trén hafa loksins laufgast er ég
kveð Sigurð tengdaföður minn
sem ég kynntist 1981 þegar ég
gerði hosur mínar grænar fyrir
Fríðu dóttur hans. Hann tók mér
strax vel og við urðum vinir. Siggi
var hávaxinn og myndarlegur,
skrafhreifinn og með stórar hend-
ur.
Sumarið 1982 aðstoðaði ég
Sigga við smíði á viðbyggingu við
útsýnishús sem hann hafði byggt
1964 í Grænagarði á Garðaholti.
Grunnurinn var skotbyrgi byggt í
síðari heimsstyrjöldinni og kostað
af breska heimsveldinu. Vorið
1955, þá 25 ára, kom Siggi fyrst á
Garðaholtið sem tilheyrði kirkju-
jörðinni Görðum. Siggi hafði verið
í verkfalli í fimm vikur, nýtt tím-
ann og farið víða um höfuðborg-
arsvæðið. Hann staldraði við á
þaki skotbyrgisins efst á holtinu
og hafði hvergi séð fegurra útsýni.
Greip hann löngun til að fá land-
skika þarna til skógræktar. Gekk
hann niður að Görðum, drap á dyr
og var boðið til stofu í kaffi og
pönnukökur. Eftir að hafa borið
upp erindið var ákveðið að Siggi
kæmi aftur í heimsókn síðar. Þá
hittist svo á að bóndinn var við
mjaltir. Siggi lýsti því þannig að
bóndinn hefði brugðið sér út með
mjólkurfötuna, horft í átt að
Garðaholti og sveiflað hendinni í
átt til þess og sagt: „Annaðhvort
tekur þú þetta allt eða ekkert.“
Siggi gerði leigusamning við land-
búnaðarráðuneytið en í honum
var tekið fram að landið væri leigt
til skógræktar til eigin þarfa. Í
Grænagarði átti Siggi margar
ánægjustundir við holugröft,
grjótburð og plöntun. Með tíman-
um varð Grænigarður sannkallað-
ur sælureitur. Siggi talaði vel um
Garðhverfinga sem voru góðir ná-
grannar. Hann minntist oft nokk-
urra orða sem höfðu hvatt hann til
dáða fáum árum eftir að hann hóf
skógrækt á Garðaholtinu. „Þetta
ætlar að takast hjá þér,“ hafði
bóndi einn sagt við hann er hann
átti leið fram hjá Grænagarði með
kýrnar eftir kvöldmjaltir, þegar
Siggi var að planta við girðinguna.
Haustið 2009 tók ég að mér að
klæða að utanverðu húsið í
Grænagarði og tók verkið nokkrar
vikur. Siggi hafði ekki heilsu til að
aðstoða við verkið en sá um að hita
kaffi og útbúa hádegismat. Minn-
ist ég notalegra matar- og kaffi-
tíma. Í hádeginu reiddi hann fram
1944-rétti. Í kaffinu var boðið upp
á glas af undanrennu og tvær
sneiðar af pálmabrauði með
smjöri og osti. Með matarkexinu
drukkum við Merrild-kaffi og
Siggi fékk sér lúku af sykurmol-
um. Umræðuefnið var ástandið
fyrir botni Miðjarðarhafs, farflug
kríunnar, saga Egyptalands, him-
ingeimurinn, andleg málefni og
pólitík. Siggi sagði mér sögur frá
því hann var ungur og ólofaður,
ferðalögunum til Norðurlandanna
og Ítalíu, viðbyggingunni við Rán-
argötu 9a, skútunni Sæblóminu,
hvernig hann eignaðist Kjarvals-
málverkið 26 ára og um Græna-
garð. Siggi var þess fullviss að til-
viljun væri ekki til heldur
röðuðust atvik upp eftir ákveðnu
lögmáli sem hann kallaði Stillilög-
málið. Ég skildi nú aldrei alveg
hvernig það virkaði.
Siggi minn, nú ertu loksins
kominn í Sumarlandið til hennar
Stínu þinnar, sætustu stelpunnar í
bænum eins og þú minntist henn-
ar. Njóttu vistarinnar.
Þinn vinur og tengdasonur,
Ágúst Þór.
Elsku hjartans afi minn, með
stóru hlýju hendurnar og ævin-
týralegu frásagnirnar. Mikið hvað
mér þykir dæmalaust vænt um
þig.
Takk fyrir öll samtölin um
fuglana og trén, pýramídana og
stjörnurnar. Þú kenndir mér að
meta vísindaskáldsögur og ég
man enn sunnudagseftirmiðdag-
ana sem við horfðum saman á kaf-
tein Janeway og félaga í Voyager
ferðast um ótroðnar slóðir í leit að
nýju lífi. Og ekki þótti mér leið-
inlegt þegar ég varð aðeins eldri
að rökræða við þig um pólitík og
þjóðfélagið. Ég gerði stundum í
því að vera þér ósammála svona
rétt til að espa þig upp, sló svo öllu
upp í grín og skellihló. Og alltaf
brostirðu að lokum og hristir höf-
uðið yfir þessari ungu konu. Ég
veit þú hafðir jafn gaman af þessu
og ég.
Takk fyrir að kenna mér að
rækta eigin styrkleika og mikil-
vægi þess að trúa á sjálfan sig og
eigin getu. Þú varst ekki bara ynd-
islegur afi heldur líka mikill
áhrifavaldur í mínu lífi, uppfullur
af fróðleik og ævintýrum, vænt-
umþykju og hlýju. Og síðast en
ekki síst, elsku afi, ástarþakkir
fyrir að leyfa okkur fjölskyldunni
að dvelja um sinn í Grænagarði
þar sem okkur Júlíusi og strákun-
um líður svo vel. Mér þótti viðeig-
andi að setja hér inn ljóðið sem ég
samdi þér til handa árið 2007:
Sumar í Paradís
Í Grænagarði er gott að vera,
gaman að leika og mikið að gera,
ilmur af gróðri og nýslegnu grasi,
er afa að þakka svo glöðum í fasi.
Þegar sólin skín á síðsumardegi,
þar best er að vera, það satt ég segi,
Í Grænagarði er gleðin vís,
já, þetta er sannkölluð paradís.
Elsku besti afi, svífðu nú með
fuglunum og himintunglunum á
vit nýrra ævintýra. Þar til næst …
Ragnhildur Ágústsdóttir.
Elsku yndislegi afi minn.
Grænigarður á Garðaholti er
sannkölluð paradís, eins og þú
sagðir alltaf. Minningar mínar í
paradís eru ótal margar. Í paradís
fékk ég að hlaupa um skóginn,
leika mér, smíða trjákofa, tína
máfaegg til þess að bjarga kríun-
um þínum, hjálpa til í garðinum,
baka lummur með ykkur ömmu,
grilla brauð á grillinu, taka upp
kartöflur og gulrætur og svo
margt fleira. Sá tími sem við átt-
um saman sumarið 2013 er mér
einna kærastur. Þetta sumar
hugsaði ég um þig og annaðist þig
þegar mamma og pabbi fóru í úti-
legu. Fyrir sumarið áttum við góð
og gagnkvæm tengsl en þetta
sumar mynduðum við sérstakt
samband, tengsl sem ég mun aldr-
ei gleyma. Afi, ég þakka þér fyrir
allar sögurnar um risaeðlurnar,
kríurnar og píramídana, ég þakka
þér fyrir appelsínugula brjóstsyk-
urinn sem er mér svo kær minn-
ing, ég þakka þér fyrir að hugsa
ávallt vel um mig og mína og síð-
ast en ekki síst þakka ég þér fyrir
að vera afi minn. Að hafa átt þig
fyrir afa eru forréttindi. Ég kveð
þig með þakklæti í hjarta þar sem
þú ert nú farinn á vit ævintýranna
í leit að nýrri paradís með ömmu
Stínu. Minningin um þig mun
ávallt búa í hjarta mínu og munu
sögurnar þínar berast kynslóð-
anna á milli. Takk fyrir allt, elsku
afi minn.
Þín
Þórunn Þórsdóttir.
Ég hlusta á niðinn í sjónum og
gargið í kríunum. Horfi upp á holt-
ið og við blasir þessi fallegi stóri
skógur. Að hugsa sér að þú hafir
byrjað að rækta þennan skóg fyrir
60 árum.
Þegar ég hugsa til baka þá
koma ótal margar minningar upp í
huga minn. Allar sögurnar, mola-
sykurinn, mýsnar, kríurnar, geim-
verurnar, píramídarnir, teikning-
arnar, Kenýa og svona mætti
lengi halda áfram.
Þú hefur kennt mér svo ótal
margt. Hvernig maður á að hugsa
um jörðina, að krían er besti vinur
mannsins og að maður getur allt
ef maður ætlar sér það.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði en gleði engu að síður. Stolt yf-
ir því að hafa verið afkomandi þinn
og ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Kysstu ömmu frá
mér.
Kristín Þórsdóttir.
Hann afi okkar var enginn
venjulegur afi, hann var sannkall-
aður ævintýraafi. Hann gat
spunnið heilu ævintýrin upp úr
hversdagslegustu hlutum. Elft-
ingar urðu að risafurum og aftur
að elftingum, prinsar ferðuðust til
Danmerkur til að hitta prins-
essurnar sínar, hann sagði okkur
frá risaeðlum, Forn-Egyptum
sem fluttu fjöll með söng og Róm-
arferðinni sinni mörgum árum áð-
ur.
Sem ungur maður gekk afi á
fund bónda nokkurs við Garðaholt
og baðst leyfis til að rækta skóg á
Garðaholti. Bóndinn hló að bjart-
sýni þessa unga manns en veitti
honum þó aðgang að dágóðri land-
spildu. Nú er þar stór skógur,
Grænigarður, hamingjureitur
fjölskyldunnar sem í daglegu tali
fjölskyldumeðlima kallast Para-
dís.
Afi kenndi okkur að bera virð-
ingu fyrir náttúrunni og öllu því
lífi sem þar þrífst. Hann átti sér-
stakt samband við kríuna. Iðulega
kom hann heim með nokkur örlítil
blóðug sár á kollinum eftir að hafa
verið úti að dytta að skóginum sín-
um. Í hvert einasta skipti var hann
spurður: „Af hverju ertu með sár
á hausnum, afi?“ og alltaf svaraði
hann: „Nú, kríurnar voru að
gogga í mig.“
Afi var fróðleiksfús og viðaði að
sér öllum þeim fróðleik sem hann
gat um forna menningarheima,
stjörnurnar og himingeiminn.
Hann hafði sérstakan áhuga á
pýramídunum og miðlaði þeim
fróðleik gjarnan til barna-
barnanna. Hann hafði líka mjög
gaman af vísindaskáldskap, þó
einkum Star Wars. Við systkinin
höfum séð þær myndir margoft og
má rekja þann áhuga beint til afa.
Afa var iðulega að finna niðri í
bílskúr á Ránargötunni að smíða
eitthvað eða uppi að mála eða
teikna. Já, hann afi var sko list-
rænn afi. Á sextugsaldri skellti
hann sér í myndlistaskólann og
gerðist síðar meir myndlistakenn-
ari í grunnskóla. Hann málaði
fjölda málverka og myndskreytti
alltaf mataruppskriftirnar hennar
ömmu, hvort sem þær voru ætl-
aðar í vikulega pistla ömmu í
Morgunblaðið eða í matreiðslu-
bækurnar sem hún gaf út. Gesta-
bók foreldra okkar er sannkallað-
ur dýrgripur þar sem afi
myndskreytti hvern einasta við-
burð sem þar var skráður. Hvert
og eitt barnabarnanna á eitt mál-
verk eftir afa og þau eiga án efa
eftir að hlýja okkur um hjartaræt-
ur í framtíðinni.
Afi sást oft með matarkex og
mjólkurglas og var óþreytandi við
að gefa barnabörnunum mola í
kaffi. Þrennt er það þó sérstak-
lega sem minnir okkur á afa, Fis-
herman’s Friend, appelsínugulur
brjóstsykur og söl.
Nú síðustu árin var afi orðinn
sjóndapur og heyrnin farin að
skerðast. Það var erfitt að sjá
hann ekki geta gert það sem hann
hafði haft sem mest yndi af um
ævina, hugsa um skóginn sinn,
mála, teikna og lesa. Hann gafst
þó aldrei upp á að afla sér meiri
vitneskju, hlustaði á útvarp og
sjónvarp og spurði barnabörnin út
í námið og ferðalög við hvert tæki-
færi. Hann hlakkaði til að hitta
ömmu aftur og trúði því statt og
stöðugt að þau yrðu sameinuð á ný
í Sumarlandinu.
Elsku afi, nú eruð þið amma
saman orðin fallegasta tvístirnið á
næturhimninum og getið horft
niður á pýramídana. Við erum
óendanlega þakklát fyrir að hafa
fengið að vera barnabörnin ykkar.
Berglind María, Karen
Bjarney, Steinunn Kristín og
Sigurður Jóhann.
Nú er Siggi farinn til sumar-
landsins, til Stínu sinnar. En
minningarnar um þau lifa og ylja
hjartarætur. Siggi og Stína
bjuggu á Ránargötunni en á
hverju vori eins og sumarboðar
komu börnin þeirra austur í Segl-
búðir til Dúnu, föðursystur sinnar
og ömmu Bjarneyjar. Systurnar
Fríða og Bjarney eru nær jafn-
aldra mér og var margt brallað á
þessum æskusumrum. Mikið
hlakkaði ég alltaf til þegar von var
á Stínu og Sigga í heimsókn.
Alltaf gaf Siggi sér tíma til að
spjalla við mig enda afskaplega
barngóður. Ég á enn blýants-
teikninguna sem hann teiknaði inn
í Prins Valiant-bókina mína. Hann
opnaði augu mín fyrir náttúrunni,
sérstaklega því smáa. Í þá daga
kostaði hver ljósmynd pening og
að taka margar myndir af kónguló
í vef sínum þótti mér merkilegt.
Alltaf var stutt í gráglettnina hjá
Sigga. Það kom oftar en einu sinni
fyrir þar við sátum við eldhús-
borðið og fullorðna fólkið var að
ræða heimsmálin að Siggi sneri
sér að mér og spurði: „Og hvernig
líst þér, Bjössi minn, á ástandið í
Mið-Austurlöndum?“ Það stóð að
vísu á svari frá mér og gerir enn.
Á höfuðdegi, 1976, lauk hann
smíði eldhúsinnréttingar í Segl-
búðum með því að skrautmála inn
á búrhurðina annál ársins, sem
gleður hvern þann sem les hann.
Þar kemur fram að Bjössi á að
fermast 5. september og að Nös er
með júgurbólgu.
Siggi var fjölfróður og djúpt
þenkjandi um lífið og tilveruna.
Bókahillurnar hans voru algjör
gullnáma, mannkynssaga Toyn-
bee og tímaritin National Geog-
raphic. Eitt sinn sýndi hann mér
mynd af hofi í einni af hans mörgu
bókum um Egyptaland til forna og
benti mér á að Ráðhúsið við
Tjörnina liti alveg eins út og bætti
síðan við: „Já, ekkert er nýtt undir
sólinni.“
Hef ég aldrei komið á jafn hlý-
legt og notalegt heimili og efri
hæðin á Ránargötu var, nema
Grænagarð. Hluti af hlýjunni voru
listilegar innréttingar Sigga úr
ljósum við sem voru langt á undan
samtíðinni. Siggi var listamaður í
raun. Hann gerði allt vel, af natni,
alúð og listfengi. Skipasmiður,
listasmiður, listateiknari, mynd-
listarmaður. Hans stærsta lista-
verk er Grænigarður. Um miðjan
sjötta áratuginn horfir hann, ung-
ur maður, fram um marga áratugi
og ákveður að rækta upp skóg á
berangurslegu Garðaholtinu.
Skyldu margir vita að einn maður
með elju sinni færði holtið aftur í
sína fornu merkingu, skógur?
En mest lögðu þó Siggi og
Stína í uppeldi barna sinna og
barnabarna og er leitun á eins
skemmtilegu og vel gerðu fólki.
Elsku Jóhann, Fríða, Bjarney og
fjölskyldur, við samhryggjumst
ykkur innilega. Guð blessi og
varðveiti ykkur öll.
Björn Sævar og
Guðrún Marta.
Það var alltaf gaman að koma á
Ránargötuna og hitta fjölskyld-
una Sigurð, Kristínu og börnin.
Sigurður var Reykvíkingur en
Stína Seyðfirðingur. Stína var
hugmyndarík og flott kona og
Siggi fastur fyrir með sterka rétt-
lætiskennd. Þessir þættir í lífi
þeirra komu enn betur í ljós eftir
að þau fluttu í Paradísina á Holt-
inu.
Sigurður trúði á framtíðina,
skógrækt og Sjálfstæðisflokkinn.
Hann var ungur maður þegar
hann eignaðist land á Garðaholt-
inu sem var þá bara urð og grjót.
Á stríðsárunum var þar skýli fyrir
hermenn, svokallað „sentry box“,
þaðan gátu þeir fylgst vel með
allri umferð á sjó og landi. Þetta
skýli var kærkomið skjól í mis-
jöfnum veðrum. Síðar endurbætti
Sigurður skýlið sem varð að fal-
legu og skemmtilegu húsi. En
hann var ekki af baki dottinn þeg-
ar hann ákvað að rækta landið
sem tókst eftir margra ára þraut-
seigju og mikinn dugnað. Fallegur
skógurinn varð iðandi af lífi og
fuglasöng. Þarna var kominn vís-
irinn að Grænagarði, unaðsreitn-
um á Álftanesi.
Framtíðin var björt, barna-
börnin undu sér vel hjá afa og
ömmu. Siggi og Stína voru sam-
hent í gestrisni sinni, „komið inn
og fáið ykkur kaffi og kandísmola“
en það var oftast meira á borðum,
dásamlegt brauð og kökur. Fyrsti
maí var ekki bara verkalýðsdag-
urinn heldur líka afmælisdagur
Sigga. Þá komu ættingjar og vinir
í heimsókn og þáðu dýrindis veit-
ingar. Þetta var fastur liður í lífi
Sigurðar.
Sigurður var skipasmiður að
mennt, hann var ekki aðeins góður
fagmaður heldur einnig góður
listamaður. Þau hjónin unnu sam-
an að gerð matreiðslubóka þar
sem Stína skrifaði og Siggi mynd-
skreytti. Þróunarvinnan fór fram í
eldhúsinu þar prófuðu þau ýmsa
framandi rétti. „Það er alltaf eitt-
hvað nýtt í matinn hjá okkur,“
sagði Siggi. Þau voru með vinsæl-
an fastan þátt um næringarfræði
og hollan mat í Morgunblaðinu í
mörg ár.
Það urðu þáttaskil í lífi Sigurð-
ar þegar Stína lést í desember
2006. Stuttu seinna varð hrunið og
Sigurður gagnrýndi Sjálfstæðis-
flokkinn sem hann hafði verið trúr
í áratugi. En alltaf var gestrisnin í
fyrirrúmi, „Stella mín, viltu ekki
laga kaffi, það eru kökur í boxinu
og bollar á hillunni“. Tíminn var
að fjara út í lífi Sigurðar. Mikill
heiðursmaður er fallinn frá.
Við sendum börnunum hans og
fjölskyldum þeirra, Guðrúnu syst-
ur hans og Jóni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Auður Stella og Daníel.
Sigurður
Þorkelsson