Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 22

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 ✝ Stefán Aðal-berg Pálsson fæddist á Sauðár- króki 8. ágúst 1934. Hann lést á Sauðár- króki 16. júní 2015. Stefán var sonur hjónanna Páls Stef- ánssonar, f. 13. ágúst 1890 á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, d. 28. júlí 1955, og Guð- rúnar Soffíu Gunnarsdóttur, f. 8. október 1896 í Keflavík í Rípur- hreppi, d. 11. febrúar 1985. Stef- án var yngstur þriggja systkina, systur hans eru Sigurlaug Gunn- fríður, f. 11. ágúst 1929 á Sauð- árkróki, d. 5. ágúst 1995, og Að- alfríður, f. 11. janúar 1933 á Sauðárkróki. Stefán kvæntist 28. ágúst 1965 Rannveigu Sturludóttur, f. 27. Jóhönnu Björt; Stefanía Ósk, f. 1. febrúar 1991, sambýlismaður hennar er Bjarki Þór Svavars- son, dóttir þeirra er Hafdís Hrönn; Pála Rún f. 1. febrúar 1991. 3) Ólafur, f. 5. október 1970, eiginkona hans er Ragn- hildur Sigrún Björnsdóttir, synir þeirra eru Sigþór Björn, f. 10. október 2002, og Bergþór Páll, f. 12. júlí 2004. 4) Stefán Ómar, f. 27. október 1973, eiginkona hans er Inga Lára Sigurðardóttir, börn þeirra eru Sigurður Lárus, f. 10. júní 1998, og Rannveig Sig- rún, f. 1. ágúst 2002. Stefán ólst upp á Sauðárkróki þar sem hann tók landspróf frá gagnfræðaskólanum. Meirapróf tók hann árið 1954. Stefán vann ýmis störf svo sem við sjó- mennsku, vegavinnu, vörubíla- akstur og þá var hann lögreglu- maður um tíma. Eftir það fór hann alfarið á sjóinn þar sem hann vann við eigin útgerð til ársins 2000 þegar hann lét af störfum. Útför Stefáns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. júní, kl. 14. nóvember 1941 í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði. For- eldrar hennar voru Sturla Þórðarson, f. 21. apríl 1901, d. 26. febrúar 1986, og Ólöf Herborg Bern- harðsdóttir, f. 7. júní 1913, d. 26. september 1983. Stefán og Rannveig eignuðust fjögur börn: 1) Guðrún Soffía f. 25. jan- úar 1966, sonur hennar er Stefán Sturla Jónsson, f. 12. ágúst 1995, faðir hans er Jón Sigurjónsson. 2) Páll, f. 1. febrúar 1967, eigin- kona hans er Jóhanna Stefanía Birgisdóttir, dætur þeirra eru Birgitta, f. 29. júlí 1987, sam- býlismaður hennar er Eggert Þór Birgisson og eiga þau dæturnar Kristínu Guðrúnu og Elskulegur faðir okkar hefur kvatt. Við systkinin sitjum við eldhúsborðið á Öldustíg 5 og rifj- um upp minningar um þennan góða mann sem okkur þótti svo vænt um og sem við vorum svo stolt af. Skarðið sem hann skilur eftir sig er áþreifanlegt en við treyst- um því að hann gangi nú léttstíg- ur um nýjar veiðilendur í góðra vina hópi, jafnvel farinn að kíkja eftir góðum stað til að leggja sil- unganetin. Pabbi var alinn upp á tíma þegar náttúran var nýtt og veitt var til matar bæði á sjó og landi. Hann byrjaði ungur að vinna og vann mikið eins og tíðkaðist, fyrst í sveit og svo á sjó en hann gerði sjómennsku að sínu aðal- starfi. Þegar hann var ekki á sjó gekk hann til rjúpna, veiddi gæs- ir og sjófugl, ræktaði kartöflur og lagði silunganet. Í minningunni var pabbi alltaf meira og minna að sýsla með mat, ef hann var ekki að afla hans var hann að gera að honum, súrsa, svíða og sjóða. Meira að segja munum við eftir honum við jólabaksturinn þar sem hann sat við ofninn og passaði að baksturinn yrði full- kominn á hverri köku, allt í góðu samstarfi og samvinnu við mömmu og okkur krakkana. Þó pabbi ynni alltaf mikið var hann einstaklega duglegur að hafa okkur krakkana með, öll fór- um við á sjó með honum í lengri eða skemmri tíma þar sem hann kenndi okkur handtökin, hann kenndi okkur að fara með byssur, draga net og að gera að þeim mat sem við öfluðum, enda var það honum ekki síður mikilvægt en veiðin sjálf. Alltaf var hann tilbúinn til þess að gefa okkur þann tíma sem við þurftum, kenndi okkur t.d. öllum að keyra mjög tímanlega, fór í útilegur með fjölskyldunni á sumrin að ónefndum sunnudags- bíltúrum sem farnir voru flestar helgar. Þá var keyrt um sveitina og stoppað á öðrum hverjum bæ að hitta ættmenni og jafnvel færa þeim í soðið, enda pabbi mikill fjölskyldumaður og með eindæm- um frændrækinn. Við systkinin erum afar þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum með pabba, hann var góð fyrir- mynd sem gekk ávallt fram af virðingu og góðmennsku og sýndi hjálpsemi í hvívetna, gildi sem við munum gera okkar besta til að halda á lofti og heiðra þannig minningu hans. Hvíl í friði, elsku pabbi. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. Vald. V. Snævarr) Guðrún Soffía, Páll, Ólafur og Stefán Ómar. Það er komið að kveðjustund. Ég hef notið þeirra forréttinda að geta kallað Stefán Pálsson tengdaföður minn og á þessari stundu er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum trausta og heil- steypta manni og átt hann að í gleði og sorg hálfa ævina. Ég man fyrstu kynni mín af tengdafjölskyldunni. Það var á gamlárskvöld og stórfjölskyldan var samankomin á Öldustígnum hjá Stebba og Veigu. Öll börnin þeirra, tengdabörn og barna- börn, auk vina sem ekki síður til- heyrðu fjölskyldunni, höfðu safn- ast þar saman og var sannarlega glatt á hjalla. Og þannig var það reyndar einatt á Öldustígnum. Stebbi og Veiga voru umvafin fjölskyldu og vinum flesta daga og á tyllidögum var heimili þeirra ávallt þungamiðjan, staðurinn þar sem allir komu saman. Stefán vann ýmis störf í gegn- um tíðina en lengst af stundaði hann sjómennsku. Þegar hann var ekki að róa eftir fisk eða rækju var hann að leggja fyrir silung, veiða rjúpu, gæs eða lunda, setja niður eða taka upp kartöflur. Allt tengdist þetta því áhugamáli hans að gefa fólki vel að borða. Auk þess að færa bæði skyldum og óskyldum björg í bú lagði hann mikla alúð við að tryggja að þeir sem komu á Öldu- stíginn færu þaðan saddir út. Og vel það. Jafnframt gætti hann þess vel, ásamt Veigu sinni, að taka alltaf nógan mat með í ferða- lög til þess að fæða alla sem á vegi þeirra urðu. Oft reyndist það líka vel, mér er t.d. minnisstætt þegar Stebbi og Veiga komu á Kántrýdaga um árið og tjölduðu í garði foreldra minna. Gestafjöldi fór nokkuð fram úr væntingum á heimilinu þá helgina og brauð- meti fljótlega uppurið. Þá kom sér vel að Stebbi og Veiga voru með „eilítið“ aukreitis og drifu þau á eldhúsborðið í Breiðabliki veitingar sem dugðu vel hátt á annað hundrað gestum sem þangað komu. Stefán var ættrækinn og vin- margur og sást það best á um- ferðinni á Öldustígnum flesta daga. Hann bar ávallt hag þeirra sem stóðu honum næst fyrir brjósti, barna sinna og afkom- enda, og var ákaflega umhugað um velferð þeirra. Hann fylgdist t.d. mjög vel með öllum ferðalög- um þeirra og sá um að uppfæra upplýsingar um færð og veður jafnóðum og þær voru tiltækar, allt með öryggi ferðalanganna í huga. Sá kærleikur sem Stefán sýndi börnum sínum var ekki síð- ur sýnilegur í hjónabandinu. Stebbi og Veiga voru afar sam- hent hjón og ástríkara samband vandfundið. Það kom líka glöggt fram í veikindum Stefáns síðustu mánuðina en þá fylgdi Veiga hon- um eins og jafnan fyrr og vék ekki frá hlið hans fyrr en yfir lauk. Síðustu kynni mín af Stefáni voru um margt lík þeim fyrstu. Hann var umvafinn fjölskyldu sinni og vinum og ríkti sami kær- leikurinn í kringum hann og áður, samheldnin og samhugurinn. Þau gildi sem Stebbi og Veiga lögðu svo mikla rækt við endurspeglast nú í börnum þeirra og afkomend- um, hópi sem þau geta sannar- lega verið stolt af. Hópi sem ég er þakklát fyrir að tengjast fjöl- skylduböndum. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur og okkur öll í sorginni. Inga Lára Sigurðardóttir. Elsku afi okkar, „afi djöfull“ eins og þú kallaðir þig svo oft. Takk fyrir góðar stundir með þér, eftir sitja minningar í hjört- um okkar. Nærvera þín var alltaf svo góð og gott að koma í afa og ömmu hús. Við munum öll eftir hversu mikið þú lagðir þig fram um að eiga góð tengsl við okkur. Farinn ertu yfir hæðstu hæðir, floginn upp í bláa himininn. Á vindsins vængjum þú áfram æðir en farðu varlega vinur minn. Gott og farsælt líf þú áttir og komst svo mörgu í verk. Við þig skildu allir sáttir enda voru vinaböndin sterk. Vinur við gleymum þér ekki og vitnum í þig á hverjum degi. Það brosa allir sem ég þekki þegar sögur ég af þér segi. (Þursi) Aðskilnaður okkar er aðeins tímabundinn, elsku afi. Við vitum að þú ert á góðum stað. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Barnabörnin þín, Birgitta, Stefanía, Pála og Stefán. Hníga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum. Fjölgar þjóðar föllum enn, fækkar góðum drengjum. (Hjálmar frá Hofi) Við hjónin ákváðum að taka saman nokkur hnyttin tilsvör sem komið hafa frá Stebba frænda í gegnum tíðina til að minnast hans. Nú spyr til dæmis enginn lengur: „Ertu ekki fersk- vatnskældur og hitt sem má ekki segja, drengur?“ Stebbi var drengur góður og talaði ekki illa um nokkurn mann, en það versta sem hann hafði um fólk að segja var: „Ansvítans maðurinn að gera mér þetta.“ Í fyrsta sinn sem ég fór á sjóinn með Stebba frænda þá keypti hann fjall af vínarbrauðum sem við átum með bestu lyst. Það var hins vegar vont í sjóinn þennan dag og því skilaði ég vínarbrauðunum strax til baka. Þá komst Stebbi svo að orði: „Ekki verður múkkinn svang- ur í dag.“ Stebbi var mikill veiði- maður og hafði ánægju af öllum veiðiskap. Eitt sinn vorum við frændur að vitja um silunganet í Keflavík. Honum fannst lítið koma til verkvits míns, þegar ég virti þá gullnu reglu að þegar tvö net eru bundin saman þá skal netið með stærri riðli lagt utar. Eða eins og Stebbi orðaði það: „Það er undarlegt með þessa menn sem eru alltaf með skífmál í höndunum alla daga að þeir sjái ekki mun á 3 og 3,5 tommu.“ Lengi vel átti Stebbi frændi Franchi-haglabyssu með afar löngu hlaupi. Hann sagðist ekki hafa neina trú á stertum eins og hann kallaði hlaupstuttar byssur. Í fyrsta sinn sem hann prófaði slíka byssu skaut hann rjúpu á löngu færi. Á leiðinni heim sagði hann: „Ég hefði aldrei trúað því að þessi byssustertur myndi drífa á svona löngu færi, en ég verð að trúa því af því ég sá það sjálfur.“ Oft náði ég að hneyksla frænda minn. Eitt sinn sem oftar var ég að láta reyna á eyðslu bíls- ins en það vildi ekki betur til en svo að ég varð bensínlaus á miðri Holtavörðuheiði. Stebbi var ekki lítið hneykslaður og sagði: „Það er ekki eins og þú eigir ekki fyrir bensíni, drengur!“ Það er leitun á öðrum eins matmanni og Stebba frænda. Eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði var að borða og gefa öðrum vel að borða. Stebbi var kokkur til sjós stærstan hluta ævinnar og það var annálað hversu góðan mat Stebbi lagaði nánast samtímis og hann vann uppi á dekki. Þá var sama hvenær við kom- um á Öldustíginn til þeirra hjóna, það var alltaf boðið upp á hlað- borð. Stebbi tók ávallt á móti okkur með orðunum: „Komdu drengur, það er nóg til að borða.“ Við tókum með okkur fjölskyldu, vini, veiðifélaga og útlendinga – allir voru jafn velkomnir og fóru pakksaddir. Jólin komu á Bakka- vörina þegar stór pappakassi kom frá Stebba og Veigu. Í hon- um var taðreykt hangikjöt, rjómi og smjör („úr Skagafirði sem er miklu betri en fyrir sunnan, drengur“) og niðurrifinn harð- fiskur til Unnar því Maggi var svo mikill sóði. Stebbi hafði líka einu sinni á orði við Veigu þegar Maggi var að gúffa í sig nýtínd bláber: „Það er undarlegt með drenginn eins og honum þykir góð ber að hann skuli ekki nenna að tína þau sjálfur.“ Um leið og við þökkum fyrir allt þá vottum við fjölskyldu og vinum Stebba okkar dýpstu sam- úð. Magnús Pétursson og Unnur Kristinsdóttir. Einstaka fólk hefur þann hæfi- leika að láta öllum líða vel í kring- um sig, þann hæfileika hafði Stef- án Pálsson. Hann var höfðingi heim að sækja, hlýr í öllu viðmóti og einstakt ljúfmenni. Fólki sem kom á Öldustíginn var tekið fagn- andi af svo miklum innileik að manni hlýnaði um hjartarætur og slíkur ylur varir lengi. Stebbi var síðan ekki í rónni fyrr en gest- irnir sátu með hrokaðan disk og fullan kaffibolla og um leið og tók að sjást í diskinn eða borð kom á bollann bauð hann gestunum ábót enda var honum mikið hjart- ans mál að allir væru saddir og sælir. Ég votta fjölskyldunni samúð mína og samhug, megi góður Guð styðja ykkur og styrkja. Svava Guðrún Sigurðardóttir. Heiðursfélagi er fallinn frá. Stefán Pálsson var einn af stofnfélögum Skotfélagsins Ós- manns. Hann var virkur og dugmikill félagsmaður alla tíð og ætíð boð- inn og búinn að leggja hönd á plóg. Þegar hugsað er til Stefáns koma orðin traustur, örlátur og dugmikill upp í hugann. Einnig það hve stutt var alltaf í brosið, gleðin og einlægnin fölskvalaus. Stefán var veiðimaður af lífi og sál og sá strax við stofnun félags- ins hvaða gagn það myndi gera fyrir félagana að koma sér upp þeirri aðstöðu sem stefnt var að. Félagsmenn syrgja fallinn fé- laga og votta eiginkonu og fjöl- skyldunni samúð sína. Fyrir hönd félagsins, Jón Pálmason. Stefán Aðalberg Pálsson Nú er hún Gústa fóstra mín fallin frá í hárri elli, kraftmikil kona sem talaði hispurslausa og kjarngóða ís- lensku við alla þá sem á vegi henn- ar urðu og áttu á annað borð er- indi við hana. Ágústa Margrét Vignisdóttir ✝ Ágústa Mar-grét Vign- isdóttir fæddist 4. ágúst 1923. Hún lést 31. maí 2015. Ágústa Margrét var jarðsett 9. júní 2015. Það gustaði af henni ferskum blæ en á sama tíma staf- aði af henni mikil hlýja, ást og kær- leikur, jafnt til manna og dýra sem náttúru. Einstök kona og eftirminnileg, kona sem skilur eftir sig stóra og fallega mynd og minningu í hugskoti þeirra sem henni kynnt- ust, jafnvel fleiri. Ágústa Vignisdóttir var lífsins listamaður; greind, gamansöm, hlý, hæðin, lesin, reynd, raunsæ en umfram allt góð manneskja sem fann til með öðrum, síst eða aldrei með sjálfri sér. Hún gat á einhvern óskiljanlegan hátt haldið eigin tilfinningum, sjálfri sér, ut- an við allt og alla, en samt gefið öðrum svo mikið. Fórnfýsi? Nei, hefði ekki samþykkt það. Hefði sennilega fallist á að sér hefði hverju sinni liðið eins og þeim sem hún hitti; í sorg og/eða gleði. Já, ég kalla hana fóstru mína vegna þess að þegar ég kom ung- ur að árum til Hornafjarðar til að taka við embætti sóknarprests sagði hún við mig á fyrsta fundi okkar að ég væri einn af strákun- um sínum; hún átti sex syni en nú eru tveir þeirra fallnir frá. Sjálf- sagt hefur henni fundist ég ögn umkomulaus fyrir prest að vera, þótt ég ætti mér kjarnmikla og ástríka eiginkonu, Gígju, sem hún hafði gætt þegar hún var í vist á Seyðisfirði hjá foreldrum hennar, því góða fólki Sigríði Gísladóttur frá Skógargerði og Hermanni Hermannssyni hótelhaldara og síðar bryta. Þorbjörn, maður Ágústu, var sérlega eftirminnilegur. Hann fékkst við að gegna þjónustu við Flugfélag Íslands sem umboðs- maður á Hornafirði og því starfi gegndi hann af sóma meðan lifði. Sá góði maður gaf konu sinni fátt eða ekkert eftir hvað gamansemi varðaði, en ég held, án þess að vita, að hann hafi látið henni eftir húsbóndavaldið, enda ekki sér- lega áhugasamur um það. En band þessara hjóna, trúnaður og traust var algjört. Hvort með sínu sniði gekk undir hinu ef svo bar við, trúi ég. Skemmst er frá því að segja að vinátta öflug og órofa skópst á milli okkar sona hennar, sem eru drengir góðir í merkingu forn- sagna Íslendinga; menn sem aldr- ei bregðast… nema vel við og þá með gamansemi og örlæti. Gústa var af gamla skólanum; hún vildi hafa reglu á hlutunum, sanngirni, sannsögli og ærlegheit að leiðarljósi. Hún spurði margs, svaraði sumu en samt á einhvern hátt svo blátt áfram og hispurs- laus að jafnvel menn sem mig rak í rogastans og er þó sæmilega sjó- aður að eigin áliti. Hún hafði samt sitt mat og álit. Algóður Guð blessi minningu þessarar góðu konu, minningu hennar og æðruleysi, eiginmanns hennar og sona og allra þeirra sem henni voru kærir. Önundur S. Björnsson, Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásta og Karen Karlsdætur, Sölvína Konráðs. Til ömmu Ef eitthvað kemur upp á hugsa ég oft til þín Ég hugsa: hvað hefði amma gert? Þú lítur á allt svo jákvæðum augum Ég reyni að gera það líka Þórgunnur Þorgrímsdóttir ✝ ÞórgunnurÞorgrímsdóttir fæddist 16. apríl 1928. Hún andaðist 5. júní 2015. Útför Þórgunnar fór fram 15. júní 2015. Ég reyni að sjá ein- staklinginn fyrir það sem hann er Því að það gerir þú Ég hugsa um að vera þakklát Því að það ert þú Ég hugsa oft til þín og spyr: hvað hefði amma gert? Athöfn segir meira en orð Það sýnir þú. (Björk) Björk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.