Morgunblaðið - 25.06.2015, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
AF MYNDLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Íslenski skálinn? Moskan? Er nokkurástæða til að opna hana aftur?“ veltibreskur listáhugamaður fyrir sér í Fen-
eyjum á dögunum, þegar talið barst að verki
Christophs Büchel, Moskunni. Þessi viðmæl-
andi hafði fylgst með umfjöllun um deilurnar
um skálann, í gegnum fjölmiðla í heimalandi
sínu, þótti umræðan öll hin áhugaverðasta og
taldi verkið þegar hafa þjónað tilgangi sínum,
kveikt umræðu um stöðu trúarbragða og trú-
frelsi í Evrópu, og þá einkum múhameðstrú.
Feneyjatvíæringurinn hófst snemma í maí
og stendur í sjö mánuði. Þetta er viðamesta og
fjölbreytilegasta myndlistarhátíð sem nokkurs
staðar er sett upp; alls kyns sérsýningar eru
settar upp í höllum og söfnum en fyrir miðju er
tvíæringurinn sjálfur, með umfangsmikilli að-
alsýningunni og tugum þjóðarskála, sem bæði
eru á aðalhátíðarsvæðinu og dúkka upp í allra-
handa leiguhúsnæði út um borgina, í gömlum
höllum, kjöllurum eða görðum, meira að segja
í aflögðum kirkjum eins og leigð er undir ís-
lenska skálann að þessu sinni.
Þessa sjö mánuði má sjá fróðleiksfúsa list-
unnendur rölta um borgina – eða sigla milli
hverfa – með sýningarskrár og kort í höndum
og leita hina ýmsa sýningarstaði uppi. Í liðinni
viku fylgdist ég með fólki koma inn á lítið torg í
Cannaregio-hverfinu sem kennt er við Maríu
hina miskunnsömu og ganga að marmara-
klæddri framhlið hinnar fyrrverandi kirkju
með sama nafni og reka í rogastans þegar það
kom að innsigluðum dyrum, með plastaðri til-
skipun upp á fimm síður, stílaðri á Björgu
Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningar-
miðstöðvar íslenskrar myndlistar, þess efnis
að þarna hefði íslenska sýningarskálanum ver-
ið lokað. Ástæðan? Helst er að skilja að tækni-
legum formgöllum sé um að kenna. Annars er
það allt frekar óljóst og í raun óskiljanlegt.
Ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður á
þeirri rúmu öld sem tvíæringurinn hefur verið
haldinn að sýningarskála sé lokað. Er skálinn,
og verkið, virkilega svona ögrandi?
Lögreglan í hlutverki rýnis
„Við erum loksins búin að fá gögn frá lög-
reglunni í Feneyjum, með útskýringum á því
hvers vegna var lokað,“ sagði Björg í gær.
Aðalaðfinnsluefnið hafi verið að á ákveðnum
tímapunkti hafi gestir verið 105 en hámarkið,
samkvæmt reglum, sé 100. Lögfræðingur
Kynningarmiðstöðvarinnar er að svara og
þannig mallar málið áfram, snýst um skrif-
ræði, spurningar og svör, myndlistin er fallin í
skuggann. Loksins er kominn nýr borgarstjóri
í borginni og er unnið að því að fá viðtal við
hann um málið. „Þetta er í ferli,“ sagði Björg.
Vona þau að hægt verði að opna að nýju?
„Já,“ svaraði hún. „Við leitum leiða til að fá
að opna að nýju. Það er skandall að fólk fái
ekki að sjá sýninguna.“
Athyglisvert er að sjá í gögnum feneysku
lögreglunnar að hún túlkar verkið á afgerandi
hátt; sagt er að þegar inn í sýningarrýmið sé
komið sé augljóst að þetta sé ekki myndlistar-
sýning heldur raunveruleg moska. Það er
merkilegt að lögreglumenn setjist þannig í stól
listrýna. Reyndar bað lögreglan forsvarsmenn
tvíæringsins um sérfræðilegt álit en því var
ekki svarað. Hvað sem veldur. Augljóslega
vilja áhrifamenn í Feneyjum ekki sjá þetta
verk, sem unnið var í samvinnu við múslima.
Mögulega er helsti styrkur listaverks huldu-
mannsins Büchel – því ekki efast þessi skrifari
um það eitt augnablik að um listaverk er að
ræða, þótt það sé margrætt – hvað það kallar á
margar spurningar. Ein er um lestur fólks á
myndlist yfir höfuð. Allar skapandi greinar
eru tungumál í þróun, og til að geta fylgst með
þarf að kynna sé tungumálið og þróunina jafn-
óðum. Ekki er unnt að beita sama lestri á
myndlist tvíæringsins í dag og beitt var fyrir
einni öld, ekki frekar en að tónlistarunnandi
sem hætti að hlusta árið 1915 ætlaði sér að
taka upp þráðinn í dag og njóta og skilja nýj-
ustu tónsmíðar, eða að ökumaður sem kunni að
aka Ford T-módeli árið 1915 teldi sig geta sest
upp í nýjan bíl í dag og ekið af stað, á allt ann-
ars konar tæki, í allt annars konar umferð. Lif-
andi listsköpun þróast og tekur breytingum.
Nákvæm raunsæislist
Ég fékk að skoða mig um í íslenska skál-
anum og það var ánægjuleg og forvitnileg upp-
lifun. Þetta er einn rúmbesti þjóðarskálinn að
þessu sinni – og sjálfsagt að taka það fram, til
að leiðrétta misskilning, að það er alls ekki
óvenjulegt að skipuleggjendur bjóði ríkisborg-
urum annarra landa að sýna í þjóðarskálum, í
einka- eða samsýningum. Christoph Büchel
var valinn sem íslenski fulltrúinn og hann hef-
ur skapað nostursamlega innsetningu þar sem
kirkjuskipinu hefur verið breytt í tilbeiðslusal
múhameðstrúarfólks með öllu sem þarf, réttu
teppi, bænaskoti og ræðustól ímams, sem er á
réttum stað hvað stefnu til Mekka varðar.
Þarna er skrifstofa ímamsins, þvottasalur,
fræðslustofa þar sem skólabörn komu vik-
urnar tvær sem opið var og þar eru alls kyns
bæklingar og bækur og boðið upp á tungu-
málakennslu, meira að segja á íslensku. Og
Þúsund og ein nótt, í íslenskri þýðingu, er í
bókaskápnum og forseti Íslands horfir á gesti
af ljósmynd við hliðina á veggspjaldi sem
kennir fólki réttar aðferðir við bænir. Þetta er
raunsæislist, nákvæm og athyglisverð, og sem
betur fer ekki án íróníu. Í veggskoti er sjálfsali
sem býður upp á „Mecca Cola“ – hvar myndi
slíkt sjást í raunverulegri mosku – og á til-
kynningatöflunni með úrklippum þar sem sjá
má fjallað um verkið er Hallgrímskirkja fyrir
miðju – draumsýn um reykvíska mínarettu?
En við skoðunina á skálanum vantaði eitt og
það voru aðrir gestir, og þar á meðal bæna-
gjörðin, til að verkið fengi að lifna sem það
þátttökuverk sem því var ætlað að vera. Þátt-
tökuverk sem spyr allra þeirra spurninga sem
það kallar á; um trú og leyfi, kreddufull trúar-
brögð, umburðarlyndi, myndlist og tjáningu,
og sitthvað fleira. Sem betur fer var skálinn
opnaður á sínum tíma og var opinn gestum í
tvær vikur. Síðan breyttist hann í átakavett-
vang skriffinna. Kannski hefur hann þegar
þjónað hlutverki sínu, eins og breski viðmæl-
andinn lagði til. Áhugaverðara væri samt að
sjá hann opinn til haustsins og að gestir gætu
sjálfir, þar á staðnum, túlkað verkið og spurt
sig og aðra spurninganna sem kvikna – frekar
en að lögreglan í Feneyjum sjái um túlkunina.
Umræðulist eða upplifun?
Morgunblaðið/Einar Falur
Kirkjuskipið Í hinni afhelguðu kirkju hefur verið komið fyrir gólfteppi fyrir bænir, bænaskoti og ræðustól ímams (mihrab og minbar), hefðbund-
inni ljósakrónu moska og veggplöttum með orðum á arabísku sem lýsa Allah. Þetta er óneitanlega falleg innsetning sem vekur spurningar.
Ögrandi? Meðal skreytinga í íslenska skálanum, sem eiga að minna á hefðbundnar moskur, eru
veggspjöld sem sýna bænasiði, loftmynd af pílagrímum í Mekka og ljósmynd af forseta Íslands.
Bænaturn? Á tilkynningatöflu í kennslustof-
unni svokölluðu eru úrklippur úr ýmsum blöð-
um þar sem fjallað er um Mosku Büchel. Fyrir
miðju er póstkort með Hallgrímskirkju.
Innsigli Listunnendur sem koma að íslenska
skálanum mæta lokuðum dyrum sem innsigl-
aðar eru með tilskipun upp á fimm síður.
Sjálfsalinn Listamaðurinn gleymir ekki ír-
oníunni. Engin raunveruleg moska byði upp á
Mecca Cola-gosdrykkjasjálfsala.